Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 65

Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 65
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Skápaskipulag KOMPLEMENT vírhilla 50x58 sm 795,- KOMPLEMENT skóhilla 100 sm grá 940,- SKUBB geymslupoki/hirsla 95x46x15 sm 990,- LINGO BLOMMA kassar 2 stk. 32x24x15 sm 295,- LYCKEBY kassi m/loki 45x36x34 sm 990,- KOMPLEMENT fataslá 100 sm grá 650,- KOMPLEMENT plastbox 100x58 sm 1.590,- BUMERANG herðatré 8 stk. BRANÄS karfa 32x35x32 sm 1.290,- IK E 27 24 2 0 1. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 PAX hönnunarforritið 9.900,- ANEBODA fataskápur birki 81x50x180 sm KOMPLEMENT plastbox 50x58 sm 800,- LYCKEBY kassar m/loki 3 stk. 1.490,- Pylsa og gos 149,- www.IKEA.is PAX skápur 100x236 sm hvítur 8.950,- TRONES skóskápur 51x39 sm 1.290,- KOMPLEMENT fjölnota slá hæð stillanleg 180-240 sm MALM kommóða birki 40x48x56 sm 4.900,- 490,- 3.900,- BUMERANG buxnahengi 1 stk. 70,- LYCKEBY kassar m/loki 2 stk. 990,- BRANÄS karfa 23x25x15 sm 495,- 32x35x16 sm 995,- Þorrapungar Ég verð að játa að þótt ég sé kom-inn af bændum og framsóknar- mönnum langt aftur í aldir hef ég ekki farið oft á þorrablót. Ég hef stundum velt því fyrir mér hverju þetta sætir. Hugsanlega kann þetta að vera tengt því að ég hef sjaldan verið viðriðinn hópa eða verið í fastri vinnu hjá fyrirtækjum sem stunda þennan sið af einhverjum krafti. Hin skýringin kann að vera sú að ég sé al- mennt ekki talinn þorrablótsmaður og að menn óttist það að ég sé svona týpa sem myndi biðja um cous-cous á svona samkomu, gera mikið uppi- stand ef ég fengi ekki cous cous – og ekki sætta mig við neitt annað en upprunalegt arabískt hráefni – lenda svo í rifrildum um gildi grænmetis- fæðis og enda á því að hella trönu- berjasafa, sem ég hefði komið með og búið til sjálfur, yfir veislustjórann í réttlátri bræði minni. EN nú er ég alls ekki svona týpa. Bara alls ekki. Ég set ekki mataræði fyrir mig, þannig séð. Vitaskuld er það rétt að ég borða ekki pung af hrúti á reglulegum basís, né heldur japla ég á augum og tungum sauðfés yfir vídeóspólum á miðvikudags- kvöldum, og ekki hef ég nokkru sinni gerst svo djarfur að sjóða mér spik af sel til hátíðabrigða né heldur hef ég stykki af hákarli hangandi í bíl- skúrnum eins og ónefndur maður gerði um langt árabil mér til mikils ama, satt að segja, því að herbergið mitt var við hliðina á þessum hákarli og af honum var lykt. Mikil lykt. EN hvað um það. Nú gerðust sem sagt þau stórtíðindi í vikunni að það var staðfest að ég skyldi fara á þorrablót. Þorrablótið var í gær og þegar þetta kemur fyrir augu les- enda verð ég sjálfsagt fjarri góðu gamni, enda er það ekkert launung- armál að slíkum blótum fylgir veru- leg neysla brennivíns. SEM staðfestir einmitt það sem ég hef alltaf haldið, að menn gætu yfir höfuð ekki borðað þennan mat nema undir þónokkrum áhrifum áfengis. Þannig eru þorrablót gömul og at- hyglisverðn útfærsla á svokölluðum ógeðsdrykk en undir öðrum for- merkjum. OG það held ég nú. Þorrinn er ágæt- ur. Nú þegar ég er væntanlega kom- inn í hóp þeirra sem stunda þorrablót – og búinn að hrista af mér allan orðróm um það að ég sé cous-cous- maður – þá vil ég bara segja þetta: Það er ágætt að til sé í samfélaginu hefð fyrir því að þjóðleg og nokkuð karllæg gildi séu höfð í hávegum í eina kvöldstund eða svo. Að þorra- pungar komi saman og éti pung þarf nefnilega ekki að koma í veg fyrir að þeir hinir sömu séu ástarpungar heima fyrir. Svo ekki sé talað um stelpurnar, en það hlýtur auðvitað – það sér það hver maður – að auka kynhvöt þeirra að snæða pung af hrúti. En ef einhver segir að þorra- blót séu þannig á einhvern hátt til þess gerð að búa í haginn fyrir Val- entínusardaginn – sem er leiðindafyr- irbrigði – þá helli ég yfir þann hinn sama heimatilbúinn trönuberjasafa. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR 64 (52) BAK 11.2.2005 21.59 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.