Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 12

Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 12
12 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Seint fyrnast fornar ástir Karl Bretaprins hefur tilkynnt að hann ætli að kvænast unnustu sinni til margra ára, Camillu Parker Bowles, en hún verður þó aldrei drottn- ing. Stór hluti bresku þjóðarinnar er tregur til að fyrirgefa meðferð- ina á lafði Díönu. Því sigla skötu- hjúin milli skers og báru með ráða- hagnum. Karl og Camilla hafa þekkst lengi en leiðir þeirra lágu sam- an árið 1970 þeg- ar þau hittust á pólóleik. „Þau urðu ástfangin en hann hafði ekki uppburði í sér til að taka af skarið og því gafst Camilla upp,“ segir Hildur Helga Sigurð- ardóttir blaðamaður um ástæður þess að ekk- ert varð úr hjónabandi á sínum tíma. Bak- grunnur Camillu hefur þó eflaust einnig spillt fyrir en hún er ekki af nógu fínum ættum. „Það var alltaf verið að tala um Díönu sem einhverja alþýðustúlku en það er náttúrlega bara vitleysa. Í rauninni var hún af eldri og fínni kóngaættum en Karl sjálfur,“ bætir Hildur Helga við. Karl gekk í sjóherinn ári síðar og eyddi nokkrum tíma í Ástralíu en Camilla giftist Andrew Parker Bowles. Karl var á þessum tíma umvafinn fögru kvenfólki, eins og til dæmis leikkonunni Jenny Agutter. Þrátt fyrir það telja menn að Camilla hafi allt frá fyrstu kynnum verið stóra ástin í lífi hans. Segir sagan þegar Karl hitti Camillu á næturklúbbi nokkrum misserum síðar hafi hann hvíslað í eyra hennar: „Langamma mín var hjákona langalangafa þíns. Hvað finnst þér um það?“ Tekin til undaneldis Þegar Karl gekk að eiga Díönu Spencer bjuggust menn við að hamingjusöm ævi biði hjónanna. Annað kom á daginn. Strax í brúðkaupsferðinni upp- götvaði Díana að Karl hafði eng- in áform um að hætta að hitta Camillu og þegar hún gekk á mann sinn vegna þessa á hann að hafa svarað með þjósti. „Ég neita að verða fyrsti prinsinn af Wales sem á ekki hjákonu.“ Hildur Helga segir að áður fyrr hafi það ekki þótt tiltökumál að hjákonur væru við hirðina. „Díana er hins vegar af þeirri kynslóð sem telur sig eiga rétt á persónulegri ham- ingju í hjónabandi, hún vill eiga sinn mann og trúir á ástina.“ Díana var allt sitt hjónaband afar óhamingjusöm og til að bæta gráu ofan á svart naut hún lítill- ar samúð- ar við hirðina . „ Þ a u f ó r u mjög illa m e ð D í ö n u . Hún var bara tek- in til undaneldis og eina manneskjan sem gerði sér ekki grein fyrir því var hún sjálf,“ segir Hildur Helga. Framhaldið þekkja allir, hjónakornin skildu og árið 1997 fórst Díana í bílslysi. Á meðan ól Camilla manni sín- um tvö börn en heimilislífið virðist þó ekki hafa verið ýkja hamingju- samt, Camilla og Andrew skildu árið 1995 vegna sambands hennar við krónprinsinn og síðar varð kókaínneysla sonar þeirra gulu pressunni að umfjöllunarefni. Ekki allir á eitt sáttir Karl og Camilla hafa verið opin- bert par síðan árið 1999 en nú hafa þau loksins ákveðið að láta pússa sig saman 8. apríl næst- komandi. Athöfnin verður borg- araleg en að henni lokinni fá þau blessun kirkjunnar. Þjóðhöfð- ingi Bretlands er verndari ensku biskupakirkjunnar og því þykir óviðeigandi að hann búi í óvígðri sambúð. Þorri breskra ráðamanna fagnar ákvörðuninni og fjöl- skylda prinsins sömuleiðis. Breska dagblaðið Daily Tele- graph birti í gær skoðanakönn- un um ráðahaginn og sam- kvæmt henni virðast tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vera hlynntir ákvörðun parsins. Hins vegar telja aðeins 40 prósent al- mennings að Camilla eigi að fá titilinn „eiginkona konungs“, 47 prósent segja að hún eigi engan titil að fá en sjö prósent vilja að hún verði drottning. Helst vill meirihluti þjóðarinnar að veld- issprotinn gangi beint til Vil- hjálms sonar Karls. Þannig er augljóst að þorri fólks hefur ekki fyrirgefið Camillu fyrir að splundra hjónabandi Karls og Díönu. Sökin virðist því alltaf konunnar. sveinng@frettabladid.is 1.315.653 TONN AF MÖL VORU SELD HÉRLENDIS Á SÍÐASTA ÁRI Mölin var meðal annars notuð til stein- steypu- og vegagerðar. Heimild: Hagstofa Íslands. SVONA ERUM VIÐ Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, er ánægður með að tekist hafi að upplýsa vopnuðu ránin sem framin voru í vikunni og þakkar það góðum lögreglumönnum og góðum starfsanda. Geir Jón segir lögregluna og Verslun og þjónustu ætla í næstu viku að fara af stað með verkefni þar sem afgreiðslufólki verði kennt að bregðast við vopnuðum ránum. Tryggja þurfi öryggi starfsfólksins eins og frekast er unnt. Ekki síður segir hann mikilvægt að afgreiðslu- fólkið viti hverju þeir eigi að taka eftir í fari ræningjans til að geta aðstoðað lögregluna sem mest við að finna þann seka. Þar skipta hlutir eins og hæð, málfar og andlitsfall miklu máli svo og hvers kyns útlitseinkenni. „Það er litið mjög alvarlegum augum á vopnuðu ránin og passa verður upp á að fólk fari að líta á þau sem sjálfsagðan hlut. Eins og hætt er við þegar eitt- hvað gerist ítrekað,“ segir Geir Jón. Ræninginn sem framdi fimm rán í verslunum í vikunni hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald í eina viku en talið var að hann myndi halda brotastarfsemi sinni áfram gengi hann laus. Geir Jón segir fagnaðarefni að játning hafi fengist í málunum á ekki lengri tíma. Hann segir skipta miklu máli að ræningj- arnir náist og skilaboðin um að fólk komist ekki upp með slíka glæpi séu skýr. Kenna afgreiðslufólki að bregðast við ránum HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GEIR JÓN ÞÓRISSON Camilla Parker-Bowles Veiðimaður af Guðs náð Fæðing og uppvöxtur: Camilla Shand fæddist 17. júlí 1947 í Lundúnum en ólst upp í Sussex. Hún gekk í virta kvennaskóla í Sviss og Frakklandi en vann síðar við skrif- stofustörf. Fjölskylduhagir: Árið 1973 giftist hún Andrew Parker-Bowles liðsforingja og varð þeim tveggja barna auðið. Tómas fæddist 1974 en Lára 1979. Camilla og Andrew skildu árið 1995. Áhugamál: Camilla er sögð mikil áhugamann- eskja um veiðar og hestamennsku. Skapgerð: Í fjölmiðlum kemur Camilla ekki fyrir sjónir sem sérlega heillandi kona en vinir hennar segja hana jarð- bundna en skemmtilega konu. Hún sætti lengi vel gagnrýni fyrir klæðaburð en á síðustu árum hefur stílisti komið henni til hjálpar. KARL OG CAMILLA Veisla var haldin þeim til heiðurs í gær í Windsor-kastala. Dekur fyrir Valentínusardaginn Gjafasettið er fáanlegt í verslunum Bláa Lónsins í heilsulind, að Aðalstræti 2 í Reykjavík, í netverslun, Lyf og heilsu Kringlunni og Austurstræti og í Lyfju Laugarvegi og Smáralind. www.bluelagoon.is • bluelagoon@bluelagoon.is • 420 8800 Nuddolían róar hugann og nærir líkamann en hún inniheldur BLUE LAGOON þörunga og appelsínu- og Ylang Ylang ilmkjarnaolíur. Olíuna má nudda eða bera létt á líkamann. Spa kertið veitir rétta ilminn og stemninguna. Gjafasett sem inniheldur BLUE LAGOON algae nutrition nuddolíu og spa kerti. Boðskort í Bláa Lónið – heilsulind fylgir með Verð 2.590 kr. TEIKN. HELGI SIG. – HUGVERKA.IS FÍLAR ERU FAGRIR Þessir fílahirðar skemmtu sér konung- lega við að leika við fíl- ana í Kaziranga-þjóð- garðinum sem er í Assam-ríki á Indlandi en garðurinn er hundr- að ára um þessar mundir. Þar eru heim- kynni margra fallegra dýra, eins og einhyrnda nashyrningsins. 12-13 (24 klst) 11.2.2005 20.08 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.