Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 20
„Ég er ekkert að kvarta yfir því að það sé álag á mér, ég hef nóg að gera og get gert meira en ég geri.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra á Alþingi 8. febrúar er hann var gagnrýndur fyrir að sjá landbúnaðarnefnd ekki fyrir nægilegum verkefnum. „Einhvern tíma var sagt norður í landi að það væri vont að hroð- virkir menn væru jafnframt mjög duglegir því að þá gerðu þeir svo mikið illa.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, við sama tækifæri. „Ég minni á orð núverandi hæst- virts landbúnað- arráðherra sem hann lét falla í tíð fyrirrennara síns, að í land- búnaðarráðuneyti gerðist allt með hraða snigilsins. Ég hélt satt að segja að núver- andi hæstvirtur landbúnaðarráð- herra teldi ekki lögmál að svo yrði að vera.“ Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, við sama tækifæri. „Í ljósi Íslendinga- sagna, Snorra- Eddu og sam- kvæmt öðrum heimildum – ef við rifjum það upp – og að Huginn og Mun- inn voru hrafnar Óðins, þá kemur mér nokkuð á óvart að háttvirtur þingmaður skuli telja hrafna rétt- dræpa allt árið um kring.“ Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, á Alþingi 7. febrúar í umræðu um vernd, friðun og veiðar á villtum fugl- um og villtum spendýrum. Mótsögnin „óánægðir framsóknarmenn“ Þó svo að öldurnar í Framsóknarflokknum hafi eilítið lægt að undanförnu bera gárurnar á yfir- borðinu merki um átökin sem enn eiga sér stað undir niðri. Flokksmenn keppast ýmist við að ausa átrúnaðargoð sín lofi á opinberum vett- vangi eða skammast út í þá sem þeim þykir óhlýðnir. Halldór Lárusson, varaformaður Fram- sóknarfélagsins Reykjavík norður, notar tækifærið til að reyna að vinna sér inn nokkur prik hjá formanninum Halldóri Ás- grímssyni og útvörðum hans, á Hriflunni, vefsíðu framsóknarfélaganna í Reykjavík. Tilefnið er viðtal sem Brynhildur Ólafs- dóttir, fréttamaður á Stöð 2, tók við forsætisráðherra um Íraksmálið margumtalaða. Brynhildur tvinn- aði í einni spurningu saman tvö orð sem alþjóð veit að eru helber mótsögn og eiga aldrei að standa saman. Þetta eru orðin „óánægja“ og „framsóknarmenn“. Það er ekki skrítið að Hall- dóri Lárussyni hafi ofboðið. Bragðvont mánudagsmeðal Mörgum hefur þótt mánudagsmeðal Guðjóns Ólafs Jónssonar á Hriflunni heldur bragðvont í þetta skiptið. Hann er að vonum ósáttur við viðbrögð „hattaklíkunnar“, sem hann kallar svo, stjórn Freyjunnar, sem efað- ist um ástæður þess að 43 nýjar kon- ur, tengdar bræðrunum Árna og Páli Magnússonum, gengju í flokkinn og tækju yfir stjórnina. Una María Óskarsdóttir fær sérstak- ar kveðjur frá Guðjóni Ólafi. Hann segir hana „rolast“ í „sauðshætti“ sínum og „eigin aula- skap“ enda hafi hún „fátt gert síðustu mánuði annað en að ferðast um landið á Toyota-jeppa og safna nýjum konum í Framsóknarflokkinn“. Lof, oflof eða háð Skiptar skoðanir eru þó um það hvort skrif Ara Kaewkong, varamanns í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, um „vonar- stjörnuna“ Björn Inga Hrafnsson hafi verið lof, oflof eða háð. Hann skrifar meðal annars: Það er „hann sem hefur haft besta lagið á því að snúa umræðunni við með hnyttnum tilsvörum, góðum rökum og persónutöfr- um. [...] Hann býr yfir mörgum kostum eins og mælsku og heiðarleika [...]. Ég hef auk þess aldrei heyrt nokkurn mann tala illa um hann og virðist hann því vera mjög óumdeildur.“ Tja... 20 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Samfylkingin hefur óskrifaðar reglur um kynjaskipt- ingu í forystuembættum flokksins. Ef Össur Skarphéðinsson verður kjörinn formaður að nýju mun kona verða valin í embætti vara- formanns og ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nær kjöri mun karl- maður skipa varaformannssætið. Í stjórnmálaályktun landsfund- ar Samfylkingarinnar frá 18. nóv- ember 2001 kemur fram að stefna eigi að jafnræði milli karla og kvenna á Alþingi og í sveitarstjórn- um. Þeirri áskorun var beint til kjördæmisráða og flokksfélaga við skipan á framboðslista vegna þing- kosninga að karl og kona taki sæti á víxl. „Sama sjónarmið ríki við skipan í nefndir, stjórnir og ráð,“ segir í ályktuninni. Þegar er sú regla í gildi að aldrei skuli vera minna en 40 prósent af öðru kyni í framkvæmdastjórn flokksins – ekki er þó kveðið þar fast á um að ef formaður er karlmaður skuli kona veljast í varaformannssæti, eða öfugt. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem álitlegir kandídatar í varaformannssætið eru þingmenn- irnir Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Þór- unn Sveinbjarnardóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Björgvin G. Sig- urðsson, Kristján Möller og Lúðvík Bergvinsson. Allt eins er þó talið líklegt að varaformaður utan þing- flokksins verði valinn. Í þeim flokki hafa verið nefndir sem hugs- anlegir arftakar Ingibjargar þau Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjar- fulltrúi í Árborg, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. sda@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Varaformaður velst af kyni formanns Óskrifaðar reglur í Samfylkingunni segja að ef karlmaður verður formaður skal kona gegna varaformannsembætti og öfugt. Allt eins þykir líklegt að varaformaður verði utan þingflokksins og þess heldur einnig utan af landi. nánar á visir.is Stjórnmálaumræðan á Íslandi og Bretlandi virðist haldast nokkuð í hend- ur um þessar mundir og hafa spunameistarar stjórnmálanna vakið á sér athygli í löndunum tveimur fyrir ólíkar en jafnframt hliðstæðar sakir. Hér hamast spunameistarar Framsóknarflokksins við að efla ímynd for- mannsins, Halldórs Ásgrímssonar, í kjölfar opinberrar gagnrýni á hann í tengslum við Íraksmálið. Spunameistarar breska Verkamannaflokksins, með Alaistair Campbell í broddi fylkingar, vinna að því hörðum höndum að efla ímynd flokksins fyrir þingkosningar sem fram fara í Bretlandi í vor. Spunameistarar beggja landa eiga það hins vegar sameiginlegt að allir keppast þeir við að hafa stjórn á flæði upplýsinga. Í Bretlandi snýst barátt- an um að halda sem fastast í þær upplýsingar sem skaðað gætu Verka- mannaflokkinn í næstu kosningum en að greiða jafnframt götu þeirra sem vilja grafa upp vafasamar upplýsingar um Íhaldsflokkinn – að því er Íhalds- menn halda fram. Á Íslandi snýst baráttan um að halda sem fastast í upplýsingar um að- draganda ákvörðunar tveggja ráðherra, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ás- grímssonar, um pólitískan stuðning við innrásina í Írak. Ný upplýsingalög voru samþykkt í Bretlandi árið 2000 og tóku gildi um síðustu áramót. Með þeim var Verkamannaflokkurinn að uppfylla eitt stærsta kosningaloforð sitt um opna stjórnunarhætti. Nýju lögin eiga að auðvelda almenningi – og fjölmiðlum – aðgang að upplýsingum í vörslu hins opinbera. Talsmenn hinna nýju laga í Bretlandi benda á að lögin auki trúverðug- leika stjórnvalda með því að koma í veg fyrir pukur og leynd. Með því að veita almenningi sjálfum aðgang að upplýsingum verði erfiðara fyrir yfir- völd að breiða yfir slæma frammistöðu eða að komast upp með að veita misvísandi upplýsingar um það sem fram fer. Íslenska stjórnarandstaðan hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að gera opinberar upplýsingar er varða Íraksmálið. Rök þeirra eru hin sömu og notuð hafa verið um nýju upplýsingalögin í Bretlandi. Ef stjórnvöld hafa ekkert að fela – hvers vegna er þá þessi feluleikur? VIKA Í PÓLITÍK SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR SKRIFAR Spunnið með upplýsingar UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, „Almennt er nú ekki mælt með að menn velji B á þessari heimasíðu. En ekkert er án undantekninga.“ Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, á heimasíðu sinni 10. febrúar. „Enginn hafði átt von á þeirri ósvífni að konur myndu ganga í Freyju svona óforvarendis.“ Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, á Hriflunni 7. febrúar. á 899 kr m vsk M ANNLÍF Febrúar 2005 2. tbl. 22. árg. 899 kr. m.vsk. EINN MEÐ MÓÐURLAUSA ÞRÍBURA SVILA SLAG UR Í SAM FY LK INGU SKOÐANAKÖNN UN OG ÚTTEKT FBI GEGN LAXNESS Mannlíf birt ir skjöl se m ekki hafa birst áðu r. Þau sýna að mál Nóbelsskáldsins var á borði J. Ed gars Hoov er, for stjóra FBI. BANKASTJÓRINN M EÐ BARNSANDLITIÐ NÆRMYND AF BJARN A ÁR MANNSSYNI LEYNI SKJÖL SIGURÐUR H. GARÐ AR SSON SKIPSTJÓRI MISSTI EI G INKONU SÍNA FRÁ FIMM ÁRA B ÖRN UM VERTU UPPLÝSTUR UMMÆLI Á ALÞINGI ,, UMMÆLI Á ALÞINGI ,, ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON OG INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Samfylkingarfólk segir að ef karlmaður veljist sem formaður flokksins í næstu kosningum muni kona hreppa varaformannssætið – og öfugt. 20-21 stjórnmál 11.2.2005 20.39 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.