Fréttablaðið - 12.02.2005, Síða 57
Eivör Pálsdóttir kemur fram í
Salnum í Kópavogi annað kvöld
ásamt KaSa-hópnum, sem áður
hét Kammermúsíkhópur Salar-
ins. Þar flytur hún eigin lög í nýj-
um útsetningum eftir Hilmar
Örn Hilmarsson, Árna Harðar-
son, Pétur Grétarsson og Kjartan
Valdimarsson.
„Þetta eru bara einföld lög í
útsetningum fyrir KaSa-hópinn,
en þeir sem útsetja lögin eru
mjög ólíkir þannig að þetta verða
mjög fjölbreytilegir tónleikar,“
segir Eivör.
Eivör hefur haft í nógu að snú-
ast undanfarið, því hún er ný-
komin frá Danmörku þar sem
hún hefur verið að taka upp plötu
með Stórsveit danska ríkisút-
varpsins, Danmarks Radio Big
Band.
„Þetta er ekki endilega djass,“
segir Eivör, þrátt fyrir að stór-
sveit spili með henni. „Þetta er
frekar einhvers konar þjóðlaga-
stíll, mín tónlist en með svona
stórsveitarhljómi.“
Á þessari plötu, sem væntan-
leg er í verslanir í mars, verða ný
og gömul lög í bland, rétt eins og
á tónleikunum í Salnum. Sum lög-
in á plötunni heyrast líka á tón-
leikunum á morgun, en í býsna
ólíkri útsetningu.
Nú í vikunni var Eivör kosin
Færeyingur ársins og segir það
hafa komið sér mjög á óvart.
„En ég er mjög stolt af því,
þetta er frábært og mikill heiður
fyrir mig,“ segir Eivör, sem kann
greinilega að meta viðurkenn-
ingu landa sinna.
KaSa-hópinn skipa að þessu
sinni þær Áshildur Haraldsdóttir
á flautu, Sif M. Tulinius á fiðlu,
Bryndís Björgvinsdóttir á selló,
Helga Þórarinsdóttir á víólu og
Nína Margrét Grímsdóttir á pí-
anó.
KaSa-hópurinn flytur einnig á
þessum tónleikum píanókvintett
eftir Jón Ásgeirsson. ■
40 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
EKKI MISSA AF…
... slagverkshópnum Benda, sem
heldur tónleika í Borgarleikhúsinu í
dag í tónleikasyrp-
unni 15.15. Gestir
Bendu að þessu
sinni verða þeir
Jóel Pálsson og
David Bobroff
sem blása fersk-
um vindum í kontrabassaklarinett
og kontrabassabásúnu.
... Háskólakórnum og Vox
Academica sem flytja hið rómaða
tónverk African Sanctus á tvenn-
um tónleikum í Neskirkju í dag.
Stjórnandi er Hákon
Leifsson en Sigrún
Hjálmtýsdóttir
syngur einsöng. Fyrri
tónleikarnir hefjast
klukkan 15 en þeir
síðari klukkan 18.
Mikið er um dýrðir meðal Kínverja um allan
heim þegar nýtt tunglár gengur í garð í dag.
Hér á landi ætlar Kínversk-íslenska menning-
arfélagið og Félag Kínverja á Íslandi að efna til
drekadans niður Laugaveginn í dag í tilefni
kínverska nýársins.
Með í göngunni verður fimmtán metra langur
dreki, litríkur mjög, sem eltir perlu. Einnig
verða slagverksleikarar með í för. Drekadans-
inum stjórnar Unnur Guðjónsdóttir ballett-
meistari en Lárus Halldór Grímsson stjórnar
slagverkinu.
Lagt verður af stað frá Hlemmi klukkan 14 og
gengið sem leið liggur niður Laugaveg og
Bankastræti, vestur Austurstræti og beygt inn í
Pósthússtræti og um Austurvöll að Ráðhúsinu.
Foreldrar eru hvattir til að taka börn sín með í
drekadansinn. Fólk er einnig hvatt til þess að
hafa með sér hvaðeina sem framkallað getur
sem mestan gauragang. Drekinn þolir vel að
sem hæst láti í kringum hann.
Að dansinum loknum verður sýning í sal Ráð-
hússins á Wushu og Kung fu bardagalist. Þátt-
takendur verða frá Heilsudrekanum en stjórn-
andi sýningarinnar verður Guan Dongqing.
Kl. 16.00
Klukkan 16 í dag sýnir Kvikmyndasafn
Íslands nokkrar stórmerkilegar kvik-
myndir sem teknar voru á Íslandi á ár-
unum milli stríða. Þar á meðal eru
Hafnarfjarðarmyndir Bíó-Petersens frá
1919 og Íslandsmyndir frá 1926 eftir
þýska leikstjórann Hubert Schonger auk
Íslandsmyndar Danans Leo Hansen frá
1929.
menning@frettabladid.is
Drekadans niður Laugaveginn
EIVÖR PÁLSDÓTTIR Syngur eigin lög í nýjum útsetningum fyrir KaSa-hópinn á spenn-
andi tónleikum í Salnum í Kópavogi annað kvöld.
Eivör syngur í Salnum
!
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
STÓRA SVIÐ
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar
Í kvöld kl 20 - UPPSELT
Fi 17/2 kl 20 - UPPSELT
Fö 18/2 kl 20
Lau 19/2 kl 20 - UPPSELT
Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20
Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20,
Su 13/3 kl 20
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Sýningar halda áfram eftir páska.
LÍNA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Su 13/2 kl 14,
Su 20/2 kl 14
Su 27/2 kl 14
Su 6/3 kl 14 - Aukasýning Síðustu sýningar
HOUDINI SNÝR AFTUR
Fjölskyldusýning um páskana.
Forsala aðgöngumiða hafin.
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ
SEGÐU MÉR ALLT
e. Kristínu Ómarsdóttur
Aðalæfing mi 16/2 kl 20 - kr. 1.000
Forsýning fi 17/2 kl 13 - kr. 1.000
Frumsýning fö 18/2 kl 20 - UPPSELT
Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20
BELGÍSKA KONGÓ
e. Braga Ólafsson, Gríman fyrir besta leik í
aðalhlutverki
Í kvöld kl 20 - UPPSELT,
Su 13/2 kl 20 - UPPSELT,
Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20 - UPPSELT,
Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT,
Sýningum lýkur í febrúar
AUSA eftir Lee Hall
Í samstarfi við LA.
Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 6/3 kl 20
Ath: Miðaverð kr. 1.500
SVIK
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA
Su 13/2 kl 20, Su 20/2 kl 20,
Su 27/2 kl 20, Fi 3/3 kl 20
SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson. Í samstarfi við TÓBÍAS.
Í kvöld kl 20, Fö 18/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20,
Mi 2/3 kl 20
ATH: Bönnuð yngri en 12 ára
15:15 TÓNLEIKAR
Benda - Nýtt efni
Í dag kl 15:15
VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ
Í samstarfi við Mími - símenntun
Mi 16/2 - Helga Ögmundardóttir
Mi 23/2 - Böðvar Guðmundsson
Innifalið: Boð á Híbýli vindanna
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga,
10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið
- kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins
Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar
LANDIÐ
VIFRA
Leiksýning byggð
á barnaljóðum Þórarins Eldjárns
Sun. 13. feb. kl. 14. laus sæti
Mið. 16. feb. kl. 10. uppselt
Lau. 19. feb. kl. 14. uppselt
Þri. 22. feb. kl. 14. uppselt
Sun. 6. mars kl. 14. laus sæti
Miðaverð kr. 1.200
Miðasala s. 562 5060 - www.moguleikhusid.is
2. sýn. 13. feb. kl. 19 - örfá sæti laus • 3. sýn 18.feb. kl 20 - uppselt
4. sýn. 20. feb. kl. 19 - örfá sæti laus • 5. sýn. 25. feb. kl. 20 - nokkur sæti laus
6. sýn. 27. feb. kl. 19 - nokkur sæti laus • 7. sýn. 4. mars kl. 20
8. sýn. 6. mars kl. 19 • 9. sýn.12. mars kl. 19.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst
Vivaldi - Trúarleg verk og óperur
Hádegistónleikar þriðjudaginn 15.febrúar kl. 12.15 – Marta Hrafnsdóttir, alt
Sigurðar Halldórsson, selló og Kurt Kopecky, semball flytja verk eftir Vivaldi.
Miðasala á netinu: www. opera.is
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga.
Sögur kvenna frá hernámsárunum
Fumsýning 13. febrúar kl.14.00
Miðvikudaga kl.14.00
Sunnudaga kl.14.00
ÁstandiðTenórinn
Sun. 13. feb. kl. 20
Sun. 20. feb. kl. 20 örfá sæti
Sun. 27. feb. kl. 20
Sýningum fer fækkandi Vetrarhátíð - Grímuball
Bardukha og Andrea Jónsdóttir
laugardaginn 19. febrúar.
Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir:
■ ■ KVIKMYNDIR
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn-
ir í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar-
firði, nokkrar Íslandsmyndir sem
teknar voru á millistríðsárunum.
■ ■ TÓNLEIKAR
15.00 Hanoi Jane og Þórir koma
fram í Smekkleysu Plötubúð, Lauga-
vegi 59.
15.00 Háskólakórinn og Vox
Academica flytja African Sanctus í
Neskirkju. Stjórnandi er Hákon
Leifsson, einsöngvari er Sigrún
Hjálmtýsdóttir.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
9 10 11 12 13 14 15
Laugardagur
FEBRÚAR
UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR MEÐ DREKANN MIKLA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
56-57 (40-41) Menning/slanga 11.2.2005 19.07 Page 2