Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 25
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Þú hitar bílinn áður en þú ferð út í kuldann og þarft aldrei að skafa!
SVO ÓTRÚLEGA NOTALEGT!
Bíldshöfða 16 | 567 2330
Bílasmiðurinn hfKveikt er á hitaranum með:
fjarstýringu gsm síma eða klukku
Góðan dag!
Í dag er laugardagurinn 12.
febrúar, 43. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 9.32 13.42 17.53
AKUREYRI 9.26 13.27 17.29
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Árni Kópsson kafari heldur mikið upp
á Dodge Viper blæjubílinn sinn sem
hann keypti fyrir fáeinum árum. Hann
er þó ekki á blæjubílnum hversdags
heldur ekur um á stórum Hummer-
jeppa.
„Þessi bíll er alveg frábær og sennilega sá
besti sem ég hef átt,“ segir Árni Kópsson
kafari um sportbílinn sinn, Dodge Viper ár-
gerð 1994. Árni festi kaup á bílnum fyrir
fáeinum árum og hefur bíllinn ekki valdið
honum vonbrigðum. „Hann er smíðaður
sem kappakstursbíll og sem slíkur er hann
afskaplega vinalegur. Þetta er það sem
mætti kalla alvöru leikfang,“ segir Árni.
Bíllinn er með V-10 vél sem er rúmlega
átta lítra. Að sögn Árna er bíllinn rétt um
fjórar sekúndur að ná 100 kílómetra hraða.
„Það er auðvitað gaman að gefa í en um
leið verður maður auðvitað að virða um-
ferðarreglurnar. Ég keyri aldrei mjög
hratt,“ segir Árni og bætir við að hann noti
bílinn lítið yfir veturinn enda er mjög
lágur og svo er blæjan kannski ekki alveg
það besta í vetrarkuldanum. Þegar Árni
fær sér bíltúr þá segir hann athyglina
beinast að sér. „Það taka allir eftir þessum
bíl – annað er bara ekki hægt.“ Bíllinn
hefur ekki þurft viðhald síðan Árni eign-
aðist hann. „Hann er bara þveginn og bón-
aður reglulega. Annað þarf ekki að gera,“
segir Árni og bætir við að bíllinn sé aldrei
geymdur utandyra – hvort sem er að sumri
eða vetri.
Eins og gefur að skilja notar Árni ekki
Dodge-inn í daglegu amstri. „Ég er á
Hummer-jeppa dagsdaglega og líkar það
mjög vel. Hummerinn keypti ég nýjan árið
1995 og hann hefur reynst vel. Ég þarf
starfsins vegna að vera á öflugum bíl og
þarf oft að fara út á land,“ segir Árni en
hann rekur köfunarþjónustu og felst starf-
ið meðal annars í því að þeysast um landið
og bora eftir heitu vatni. arndis@frettabladid.is
Blæjubíllinn er
alvöru leikfang Síðasti tilboðsdagur á bíla-leigubílum hjá Bílalandi, sölu-deild notaðra bíla hjá B & L, er
í dag. Um er að ræða nýlega
bíla af gerðinni Renault Me-
gane og Renault Clio sem allir
voru nýskráðir á árinu 2003. Að
sögn Guðlaugs Andra Sigfús-
sonar, sölustjóra Bílalands, er
gefinn 220 til 250 þúsund
króna afsláttur af hverjum bíl,
auk þess sem þeir eru allir á
heilsársdekkjum. Þá eru þeir
allir með verksmiðjuábyrgð.
Síðasta ár var metár
í sögu Volvo vörubíla.
Sala jókst um 29 pró-
sent og talsverð eftirspurn var
eftir stórum vörubílum á öllum
stórum mörkuðum í Evrópu,
Norður- og Suður-Ameríku og
Asíu. Staffan Jufors, formaður
Volvo Trucks í Svíþjóð, er að
vonum glaður með árið og spá-
ir því að þessi aukning muni
halda áfram á þessu ári. Spár
fyrir bæði Evrópu og Norður-
Ameríku gefa til kynna aukinn
hagnað og hefur eftirspurn eftir
stórvirkum vörubílum aukist
jafnt og þétt síðustu ár.
Dodge kynnti nýjan og stærri
pallbíl á bílasýningunni í
Chicago á miðvikudag. Með
þessu ætlar Dodge að reyna að
hagnast á ást Kanans á ofur-
stórum hlutum en þessi nýi
pallbíll heitir Dodge
Ram Mega Cab
2006. Dodge hefur
mátt þola sölu-
minnkun í pallbílaflokknum
og vill snúa því við. Nýi pallbíll-
inn rúmar sex fullorðnar mann-
eskjur og mun vera hægt að
fjárfesta í ýmsum aukahlutum í
bílnum eins og DVD spilara og
staðsetningarútvarp en bíllinn
mun fara á markað næsta
haust.
Árni heldur mikið upp á gula blæjubílinn sinn enda kraftmikill bíll með afbrigðum. Fyrir aftan sést svo vinnubíllinn sem er Hummer-jeppi.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í bílum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Ég kann alveg að
lesa. Það stendur
„H-U-R-Г !
Ný Honda CR-V reynsluekin
BLS. 2
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/E.Ó
L.
bilar@frettabladid.is
LOKAÐ
25-Allt fors 11.2.2005 16.15 Page 1