Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 63
46 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Lárétt
1 slarka, 6 mjólkurafurð, 7 .. húsið, 8
tveir eins, 9 værukær, 10 vann eið, 12
hræðslu, 14 hrós, 15 á fæti, 16 keyr,
17 álpast, 18 skítur.
Lóðrétt
1 veiðiaðferð, 2 eins um s, 3 bardagi,
4 stóru steinarnir, 5 söngrödd, 9 fugl,
11 bíða, 13 ílát, 14 tíndi, 17 rykkorn.
Lausn
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Nýja útvarpsstöðin Talstöðin
hefur nýlega ruðst í loftið og eins
og nafnið gefur til kynna er efni
hennar aðallega í formi talaðs
máls. Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, heimsótti heim-
kynni Talstöðvarinnar í gær-
morgun en hún er að Skaftahlíð
24, í sama húsi og Fréttablaðið og
DV. Ólafur Ragnar spjallaði við
Sigurð G. Tómasson í morgun-
þætti hans og var hinn hressasti.
Forsetinn ræddi meðal annars
nýlega Indlandsför sína. Eftir
það heilsaði hann upp á starfs-
fólk 365 – prentmiðla, sem var að
vonum ánægt með þessa óvæntu
heimsókn. ■
Forsetinn á Talstöðinni
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forset-
inn rabbaði við Sigurjón M. Egilsson,
fréttaritstjóra Fréttablaðsins, og Kára
Jónasson ritstjóra eftir að hann ræddi
við Sigurð G. Tómasson á nýju
Talstöðinni.
Benedikt Nikulás Anis Ketilsson,
upptökustjóri á Skjá einum, fékk
það erfiða hlutverk um síðustu
helgi að texta heilan fótboltaleik,
viðureign Aston Villa og Arsenal.
Forsvarsmenn Skjás eins ákváðu
að bregðast við á þennan hátt í
eftir að útvarpsréttarnefnd úr-
skurðaði að ekki mæti eingöngu
notast við enska þuli í útsending-
um. Úrskurðurinn kom í kjölfar
þess að Þorsteinn Gunnarsson,
starfsmaður Sýnar, kærði lýsing-
una til útvarpsréttarnefndar.
„Við byrjuðum tveir saman, ég
og þýðandi, en sáum fljótlega að
það væri ekki hægt. Ég ákvað því
bara að gera þetta sjálfur,“ segir
Benedikt Nikulás.
Það reyndi mikið á upptöku-
stjórann við að texta leikinn enda
knattspyrna oft á tíðum frekar
hraður leikur. „Ég hlustaði á ensku
þulina, þýddi og setti textann inn.
Það tók smá tíma fyrir textann að
koma inn enda þurfti ég að pikka
textann inn og ýta á tvo takka svo
hann birtist á skjánum,“ útskýrir
Benedikt og bætir við. „Ég reyndi
eins og ég gat að hafa textann laus-
an við stafsetningarvillur.“
Upptökustjórinn tók einnig að
sér að gerast þulur daginn eftir þeg-
ar hann endursagði það sem ensku
þulirnir sögðu á meðan leiknum
stóð. „Þá var ég með íslenska endur-
sögn, svona eins og í Eurovision.
Kom inn á fimm til tíu mínútna
fresti. Þegar mörkin komu leyfði ég
ensku þulunum að klára og endur-
sagði síðan það sem þeir sögðu.“
Að sögn Snorra Más Skúlason-
ar, sem hefur haft veg og vanda að
enska boltanum á Skjá einum,
verður brugðist við kærunni með
því að láta einn íslenskan þul lýsa
leikjum helgarinnar, í stað
tveggja áður. „Við mótmæltum
niðurstöðunni um síðustu helgi en
nú munum við bregðast við,“ seg-
ir Snorri sem mun lýsa leikjunum
ásamt Kristni Kjærnested, Snorra
Sturlusyni, Ríkharði Daðasyni,
Guðmundi Benediktssyni og Þór-
halli Dan Jóhannssyni.
kristjan@frettabladid.is
BENEDIKT UPPTÖKUSTJÓRI Upptökustjórinn textaði heilan fótboltaleik um síðustu helgi. Hann þarf þess þó ekki nú um helgina þar sem einn þulur verður um hvern leik.
BENEDIKT NIKULÁS ANIS KETILSSON: ÁTTI ERFIÐA HELGI Í ENSKA BOLTANUM
Textaði heilan fótboltaleik
Stuttir pelsar við langerma boli eða peysur, þröngarbuxur og töff stígvél. Úff, já. Ekkert smá flott. Það gæti
reynst erfitt að finna eitt stykki en það er um að gera að
leita í secondhand búðum eða jafnvel að verða sér úti
um skinn og bara sauma eitt stykki pels.
Bartar. Smekklegir og fallegirbartar geta verið einstök prýði
fyrir þann karlmann sem ber þá. Að
sjálfsögðu er ekki átt við ýkta barta í
stíl við lélega Presley-eftirhermu. Gaz Coombes í
hljómsveitinni Supergrass er til dæmis með einstak-
lega vel heppnaða barta sem gera hann að enn
meiri töffara en hann er fyrir.
Munstraðar skyrtur. Ekki er slæmt ef munstrið ereilítið gamaldags og einnig er blómamunstrið
alltaf vinsælt. Mjög flott er að vera í þröngri V-háls-
málspeysu yfir eða sætri jakkapeysu. Skyrtan má
einnig endilega vera í skærum litum til þess að lífga
upp á hversdaginn.
Flísefni. Æi já, þetta er hrikalega hlýtt og gott efni ogallt það. Auðvitað ættu allir að eiga eitt stykki flís-
peysu. Það verður hins vegar aldrei samþykkt að flís-
efni sé töff. Sama hversu fólk reynir að gera flotta flís-
peysu þá verður hún alltaf hálf lummó. Því miður.
Sítt að aftan. Það kom einhverbylgja nýlega í hártískunni og ein-
hvers konar afbrigði af „sítt að aftan“-
tískunni urðu allt í einu kúl aftur. Bylgj-
an fór þó fljótlega yfir og er horfin á
braut. Þetta er ekkert kúl lengur, hættum að reyna að
kalla aftur stemninguna sem var uppi á níunda áratugn-
um.
Leðurbuxur. Það eru hreinar línur að leðurbuxureru ekki kúl. Hafa leðurbuxur einhvern tíma verið
kúl? Ástæðan fyrir hallærisleikanum er sennilega sú
að það er sama hversu þröngar leðurbuxurnar eru
þegar viðkomandi fer í þær, alltaf skulu þær víkka,
sem skilar einstaklega ljótum hangandi rassi.
INNI ÚTI
...fær Burðarás fyrir að efla Há-
skólasjóð Eimskipafélag Íslands
svo um munar, til dæmis með
byggingu Háskólatorgs og stuðn-
ingi við doktorsnema.
HRÓSIÐ
» BETRI
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
Á MIÐVIKUDÖGUM
Lárétt: 1drabba, 6ost, 7jl, 8rr, 9löt,
10sór, 12ugg, 14lof, 15 il, 16ak,17
ana, 18saur.
Lóðrétt: 1dorg, 2rsr, 3at, 4björgin,
5alt, 9lóu, 11doka, 13glas, 14las,
17ar.
62-63 (46-47) aftasta 11.2.2005 21.08 Page 2