Fréttablaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 26
Blendingsvél Framleiðsla á bílum með blendingsvél hefur aukist af umhverfisástæðum. Að bíll sé drifinn af blendingsvél þýðir einfaldlega að hann sé drifinn af fleiri en einni tegund af vél. Algengasta blandan núna er rafmagnsvél og bensínvél sem ætlað er að draga úr mengunaráhrifum á umhverfið. [ ] REYNSLUAKSTUR Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Vinsæll bíll í nýrri útfærslu Borgarjeppinn Honda CR-V stendur vel undir þeirri nafngift. Þetta er þægilegur bíll sem þjónar vel þörfum venjulegrar fjölskyldu. Borgarjeppinn Honda CR-V hefur notið vinsælda frá því hann kom fyrst á markaðinn. Ástæðan er líklega að þetta er afar þægilegur bíll fyrir meðalfjölskyldu sem hefur gaman af að ferðast. Auk þess hefur út- litið á bílnum frá upphafi verið einfalt og stílhreint en sérstakt um leið þannig að bíllinn hefur skorið sig úr á götunum. Nú er Honda CR-V kominn í nýrri útfærslu. Út- litið er sem fyrr stílhreint og fallegt en helsta breyt- ingin er á framenda bílsins, sem er orðinn rennilegri og um leið glæsilegri en á fyrirrennaranum. Bíllinn er um margt óvenjulegur að innan. Bæði gírstöng og handbremsuhandfangi er komið fyrir við hlið mælaborðsins og á milli framsæta er niðurfell- anlegt borð með glasabökkum og öðru geymslurými. Mælarnir í borðinu eru baklýstir, sem gerir þá bæði skýra og gefur þeim skemmtilegt útlit. Þetta er meðal þess sem gerir bílinn óvenjulegan og um leið skemmtilegan að innan. Sætin í bílnum eru góð, hæfilega mjúk og halda vel utan um farþega. Plássið nýtist vel meðal annars vegna þess að gólfin eru alveg flöt og sætin færast lipurlega fram og aftur. Farangursrýmið er líka ágætt og býður upp á stækkun með niðurfellingu annars eða beggja aftursæta. Fjórhjóladrifið í bílnum er sjálfvirkt þannig að þegar veggrip er gott beinist aflið í framhjólin en um leið og þau byrja að missa grip beinist afl eftir þörf- um til afturhjólanna. Þetta gerir það að verkum að bíllinn er sparneytnari en sambærilegur bíll sem búinn er sídrifi. Bíllinn er lipur og skemmtilegur eins og búast má við, bæði í borgarakstri og eins úti á vegum. Undir- rituð hefur mikinn smekk fyrir jepplingum, einkum vegna þess hversu gott útsýnið verður þegar setið er ögn hærra en í venjulegum fólksbíl. Sömuleiðis er þægilegt að setjast inn í og fara út úr bílum í jeppl- ingahæð, hvorki er sest niður í bílinn eins og í fólks- bíl né þarf að klífa upp í hann eins og í fullvaxinn jeppa. Honda CR-V stóðst allar væntingar fyllilega. Salan á nýja CR-V bílnum hefur gengið vel að sögn sölumanna hjá Bernhard. Þegar eru nokkrir tugir bíla seldir á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá því bíllinn kom á markað. steinunn@frettabladid.is HONDA CR-V Hestöfl Beinskiptur Sjálfskiptur LS 2.0i 150 2.749.000 2.849.000 ES 2.0i 150 2.895.000 2.995.000 Executive 2.0i (leður+sóllúga) 150 3.249.000 3.349.000 ES 2.2i i-CTDi Dísil 140 3.295.000 Nýi Honda CR-V er rennilegri á að líta en fyrirrennarinn. = ft. nn eg- uk en yrr em nd- illi ru æði er- ar- eg ka gja er rip um fi. i í 26-27 ALLT bílar ofl 11.2.2005 15.59 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.