Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 12. febrúar 2005
Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur
til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét
Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis-
menningar-, íflrótta- og mannú›armála.
Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki
úr sjó›num.
A› Pokasjó›i standa allar helstu verslanir á Íslandi.
Styrkir úr
Pokasjó›i
pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U
Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur
út 11. mars n.k. Umsóknum skal skila› á
www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar
um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki.
fieim sem ekki geta n‡tt sér Neti›
er bent á a› umsóknarey›ublö›
liggja frammi á skrifstofu sjó›sins í
Húsi verslunarinnar, 6. hæ›.
UMSÓKNARFRESTUR
RENNUR ÚT 11. MARS
Styrkir samkeppnisstöðu Íslands
Talsverður hluti þess lands sem
heyra mun til nýs Vatnajökulsþjóð-
garðs er þegar friðlýstur með ein-
hverjum hætti. Þjóðgarðarnir í
Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum
verða hluti hins nýja stóra þjóð-
garðs og nokkur önnur svæði eru
ýmist friðlönd eða náttúruvætti.
Má þar nefna Herðubreiðarlindir
og Öskju.
Þrátt fyrir það eru taldar ríkar
ástæður til að stofna sérstakan
þjóðgarð um þetta svæði og helg-
ast þær af nokkrum þáttum. Allt
skipulag er einfaldara ef land-
svæðið er ein heild, þjóðgarðslýs-
ingin tryggir sérstaka verndar-
stefnu og ímyndarlegt gildi er ótví-
rætt.
„Það hefur mikið aðdráttarafl
að gera þetta svæði að þjóðgarði og
snertir ímynd Íslands,“ segir Sig-
ríður Anna Þórðardóttir. „Þegar við
kynnum okkur fyrir öðrum þjóðum
leggjum við áherslu á hreinleika
landsins og náttúruna og þetta er í
raun hluti af samkeppnisstöðu okk-
ar gagnvart öðrum.“
Hún og Hjörleifur Guttormsson
leggja svo bæði áherslu á efna-
hagslegan þátt málsins og vitna til
mats fyrirtækisins Rannsókna og
ráðgjafar ferðaþjónustunnar þar
sem fram kemur að nýr Vatnajök-
ulsþjóðgarður gæti þýtt sjö pró-
senta fjölgun ferðamanna til lands-
ins og viðbótargjaldeyristekjur
upp á fjóra milljarða króna. Það
munar jú um minna.
Jökulsá á Fjöllum ekki virkjuð
Almenn sátt virðist ríkja í sam-
félaginu um áform stjórnvalda um
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Náttúruverndarsamtök Íslands og
Landvernd hafa lýst sig fylgjandi,
ekki síst þar sem þjóðgarðurinn
kemur í veg fyrir virkjun Jökulsár
á Fjöllum, en lengi hefur verið haft
á orði að þar liggi heppilegur virkj-
unarkostur ónýttur.
Sigríður Anna segir virkjunar-
áform í Jökulsá á Fjöllum lögð til
hliðar. „Með þessu er virkjunar-
áformum algjörlega ýtt til hliðar
og ekki verður hreyft við vatna-
svæði Jökulsár á Fjöllum og þar
með Dettifossi, vatnasvæði
Kreppu og Svartár.“
Íbúar þeirra fjölmörgu sveitar-
félaga sem liggja að eða innan
þjóðgarðs hafa ríka ástæðu til að
fagna enda yfirlýst markmið að
vinna að framgangi málsins í sam-
ráði við þá og aðra hagsmunaaðila.
Þá sjá forsvarsmenn fyrirtækja í
ferðaþjónustu fram á bjarta tíð.
Vatnajökulsþjóðgarður mun
ekki einasta njóta athygli sem
stærsti þjóðgarður Evrópu og einn
sá merkasti. Hann er talinn tækur
inn á heimsminjaskrá Sameinuðu
þjóðanna þar sem helstu nátt-
úruperlur og sögulegar menjar
veraldar er að finna. Um það segir
Sigríður Anna: „Það er mat sér-
fræðinga að Vatnajökulsþjóðgarð-
ur sé bær inn á heimsminjaskrána
og ég mun svo sannarlega skoða
það mál og vinna að því.“ Og um-
hverfisráðherrann efast ekki eitt
augnablik um dásemdir landsins.
„Náttúran þarna er einstök og það
er sama frá hvaða sjónarhóli er
horft, þetta er stórkostlegt svæði.“
bjorn@frettabladid.is
Um 1.600 þjóðgarðar eru í heiminum
Yellowstone er elsti þjóðgarður heims
FRÁ YELLOWSTONE Tíu stærstu verndarsvæði í heimi.
Þjóðgarðurinn Yellowstone í norðvestanverðum Bandaríkj-
unum er elsti þjóðgarður heims, stofnaður 1. mars 1872.
Um leið er hann sá þjóðgarður sem er hvað þekktastur í
heiminum og leggja milljónir manna leið sína í garðinn á ári
hverju.
Yellowstone þekur tæpa 9 þúsund ferkílómetra og er lands-
lag, gróður og dýralíf afar fjölbreytt. Þar er fjöldi hvera sem
margir hverjir gjósa reglulega. Miklar ár liðast um hann og
þar eru mörg há fjöll. Skóglendi er einnig mikið. Elgir, grá-
birnir og sléttuúlfar eru meðal dýra sem lifa í þjóðgarðinum.
Innan Yellowstone eru vegir sem samtals eru um 800 kíló-
metra langir og 1.600 kílómetrar af göngustígum.
1. Grænland 970.000
2. Arabíueyðimörkin í Sádi-Arabíu 640.000
3. Þjóðgarðurinn við Kóralrifið mikla í Ástralíu 345.000
4. Kóralvistkerfið á Norðvestur-Hawaii, Bandaríkjunum
340.000
5. Amazon-þjóðgarðurinn í Kólumbíu 320.000
6. Qiang Tang þjóðgarðurinn í Kína 250.000
7. Macquarie-eyja í Ástralíu 160.000
8. Churchill-höfði í Kanada 140.000
9. Verndarsvæðið fyrir villt dýr í norðurhluta Sádi-Arabíu,
100.000
10. Alto Orinoco-Casiquiare lífhvolfið í Venesúela og Bólivíu
84.000
Allar stærðir eru í ferkílómetrum
SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR
„Það hefur mikið aðdráttarafl að gera
þetta svæði að þjóðgarði og snertir ímynd
Íslands.“
Um þjóðgarða
Friðlýstar náttúruminjar skiptast í
fimm flokka og eru þjóðgarðar efstir
á blaði. Aðrir flokkar eru friðlönd,
náttúruvætti á landi, friðlýstar lífver-
ur, vistkerfi og fleira, og fólkvangar.
Landsvæði verður aðeins þjóðgarður
ef landslag eða lífríki þess er sérstætt
eða á því hvílir söguleg helgi þannig
að ástæða sé til að varðveita það
með náttúrufari sínu og leyfa al-
menningi aðgang að því eftir tiltekn-
um reglum.
Fjórir þjóðgarðar eru á Íslandi. Þing-
vellir voru lýstir þjóðgarður 1930,
Skaftafell 1967, Jökulsárgljúfur 1973
og Snæfellsjökull 2001.
Nýr Vatnajökulsþjóðgarður verður
um 15.400 ferkílómetrar að stærð,
jafnstór furstadæminu Kúvæt.
46-47 (30-31) Vatnajökull 11.2.2005 21:52 Page 3