Fréttablaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 24
ANDLÁT
Anna Ástveig Guðmundsdóttir, dvalar-
heimilinu Lundi, Hellu, lést laugardaginn
29. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrr-
þey.
Guðbjörg R. Bergsveinsdóttir, Brautar-
landi 19, Reykjavík, lést þriðjudaginn 1.
febrúar.
Guðmundur Eysteinn Sigurðsson, frá
Borgarfelli, Norðurgötu 2, Akureyri, lést
fimmtudaginn 3. febrúar. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Halldóra Helgadóttir lést á Hrafnistu í
Reykjavík, mánudaginn 7. febrúar.
Óli B. Jónsson, íþróttakennari, lést á
Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 8.
febrúar.
Alda Kristjánsdóttir, dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Hlíð, áður Ægisgötu 4,
Akureyri, lést fimmtudaginn 10. febrúar.
Axel Emil Gunnlaugsson, frá Ísafirði,
lést fimmtudaginn 10. febrúar.
JARÐARFARIR
13.00 Loftur Eiríksson, bóndi, Stein-
holti, Gnúpverjahreppi, verður
jarðsunginn frá Skálholtskirkju.
13.30 Björg Ebenesersdóttir,frá Harra-
stöðum, verður jarðsungin frá
Kvennabrekkukirkju.
14.00 Aðalheiður Kristín Jónsdóttir,
Háeyrarvöllum 40, Eyrarbakka,
verður jarðsungin frá Eyrarbakka-
kirkju.
14.00 Guðmundur Ármann Böðvars-
son, vélstjóri, Vallargötu 14, Vest-
mannaeyjum, verður jarðsunginn
frá Landakirkju.
14.00 Ingimar Ingimundarson, frá
Garðstöðum, Garði, Aðalgötu 5,
Keflavík, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju.
14.00 Kristbjörg Guðmundsdóttir, Bú-
landi 8, Djúpavogi, verður jarð-
sungin frá Djúpavogskirkju.
14.00 Páll Pálsson, frá Smiðsgerði, Gils-
túni 16, Sauðárkróki, verður jarð-
sunginn frá Sauðárkrókskirkju.
14.00 Rakel Steinvör Kristjánsdóttir,
Hléskógum 8, Egilsstöðum, verð-
ur jarðsungin frá Egilsstaðakirkju.
14.00 Verónika Hermannsdóttir, Sval-
barða, Hellissandi, verður jarð-
sungin frá Ingjaldshólskirkju.
Hótel Holt í Reykjavík á 40 ára af-
mæli í dag, en það var opnað árið
1965, þá með 36 herbergi og mál-
verk eftir íslenska listamenn í
hverju þeirra.
„Það fer nú hægt um afmælið
vegna þess hve mikið er að gerast
þessa dagana,“ segir Eiríkur Ingi
Friðgeirsson, hótelstjóri á Hótel
Holti, en um miðja næstu viku byrj-
ar Food and fun hátíðin og því mik-
ið um að vera í ferðamannageiran-
um.
„Í byrjun mars ætlum við hins
vegar að halda verulega upp á
tímamótin og bjóða hér upp á
fræga gamla rétti í nýjum búningi
og meira til.“ Eiríkur segir bara
einn rétt hafa haldist á matseðlum
hótelsins frá upphafi; graflaxinn og
á því yrði engin breyting. „Menn
komu hingað í gamla daga til að
borða ákveðna rétti og grétu í fleiri
mánuði þegar þeir voru teknir af
seðlinum. Í dag hefur orðið mikil
breyting og markaðurinn miklu
opnari fyrir nýjungum, en þá fundu
menn ákveðið öryggi í því að rétt-
irnir voru alltaf eins. Þá voru menn
bara skotheldir og sáttir ef þeir
bara pöntuðu sinn rétt.“
Listaverkin laða að gesti
Öll herbergi hótelsins voru
endurnýjuð árið 1993 og um leið
var þeim fækkað í 42. „Það var nú
bara út af kröfum okkar gesta. Við
þurftum að fjölga stærri herbergj-
um og svítum,“ segir Eiríkur Ingi.
Hann segir sömu áherslu og fyrr
lagða á íslenska myndlist á Hótel
Holti. Athafnamaðurinn Þorvaldur
Guðmundsson og kona hans Ingi-
björg Guðmundsdóttir byggðu hót-
elið, en þau voru ötulir listaverka-
safnarar. „Það eru vel yfir 300 verk
á hótelinu,“ segir Eiríkur og bætir
við að áherslan á myndlistina hafi
alla tíð vakið áhuga og athygli
gesta, jafnt erlendra sem inn-
lendra. „Við fáum til dæmis heil-
mikið inn á sumrin af ferðamönn-
um sem koma eingöngu til að skoða
málverkin. Það er greinilega vegna
þess að þegar þeir spyrjast fyrir
um listasöfn í Reykjavík er Hótel
Holt talið með í þeirri upptalningu.
Öðruvísi myndu þeir ekki hafa
neina vitneskju um að hér innan
dyra væri svona mikið safn af mál-
verkum.“
Eigendaskipti fyrir ári
Hótel Holt hefur alla tíð verið í eigu
fjölskyldu Þorvaldar og Ingibjarg-
ar. Lengi vel áttu börn þeirra hótel-
ið saman, en fyrir rúmu ári, varð
breyting á eignarhaldinu þegar
Geirlaug Þorlvaldsdóttir keypti
reksturinn af systkinum sínum,
Skúla og Katrínu. „Hún á hótelið
ein í dag og leigir svo reksturinn
okkur Sigmari Ingólfssyni sem var
búinn að vinna hér með mér í 10 ár
sem þjónn og yfirþjónn,“ segir Ei-
ríkur Ingi, en sjálfur hefur hann
um 20 ára starfsreynslu á hótelinu.
Eiríkur segir ýmsa hafa sýnt því
áhuga að kaupa hótelið þegar systk-
inin tvö seldu sinn hlut, þar á með-
al erlendar hótelkeðjur, en telur
farsælli lendingu hafa verið náð
með kaupum Geirlaugar á hótelinu.
Hann telur að hætt hefði verið við
að hlutir hefðu fengið að drabbast
niður með aukinni áherslu á gróða
og hagnað hefðu aðrir orðið til að
kaupa. Eins hefði líka horfið af hót-
elinu eitt helsta persónueinkenni
þess, listaverkin.
„Hótelið er náttúrlega einna
þekktast fyrir listina og okkar
fastagestir í gegnum árin eiga sum-
ir sína ákveðnu staði í matsalnum,
undir einhverju ákveðnu málverki.
Maður fær stundum þannig bókan-
ir og fólk vill þá hafa ákveðna sýn í
salnum yfir málverkin.“ ■
24 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
JEAN RENOIR (1994-1979)
lést þennan dag.
Enn með listina í fyrirrúmi
TÍMAMÓT: HOLTIÐ FERTUGT – HALDIÐ UPP Á TÍMAMÓTIN Í MARS
„Leikstjóri gerir bara eina kvikmynd á ævinni.
Hann brýtur hana svo upp í búta og býr hana
til aftur.“
Joseph Göbbels, áróðursmeistari nasista, bannaði sýningar á kvikmynd
Renoirs „Le Grande Illusion“ og taldi hana franskan áróður, en myndin er
af mörgum talin hans fyrsta meistaraverk. Mussolini fór svo sömu leið
eftir að myndin vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
timamot@frettabladid.is
Á HÓTEL HOLTI Eiríkur Ingi Friðgeirsson hótelstjóri, Birgir Karl Ólafsson yfirkokkur og
Sigmar Örn Ingólfsson veitingastjóri tóku vel á móti ljósmyndara blaðsins, þrátt fyrir annir.
Snemma í febrúar árið 1991 viður-
kenndi Ísland sjálfstæði Litháens. Al-
þingi ályktaði sem svo að staðfest-
ing ríkisstjórnarinnar frá árinu 1922
á sjálfstæði lýðveldisins Litháens
væri í fullu gildi og studdu ákvörðun
ríkisstjórnarinnar frá því í janúarlok
um að verða við ósk lýðræðislega
kjörinna stjórnvalda í Litháen um
viðræður um stjórnmálasamband.
Ákvörðunin þótti djörf á sviði al-
þjóðastjórnmála, en til marks um
það er að utanríkisráðuneyti Noregs,
Danmerkur og Svíþjóðar ákváðu að
láta ákvörðun landsins um að taka
upp stjórnmálasamband við Litháen
ekki hafa áhrif á utanríkisstefnu
þeirra, að sinni.
Síðar á árinu, þann 26. ágúst, stofn-
aði Ísland svo, fyrst ríkja, formlega til
stjórnmálasambands við Eystrasalts-
ríkin þrjú, Eistland, Lettland og Lit-
háen, en ritað var undir yfirlýsingu
um sambandið í Höfða í Reykjavík.
Við það tilefni sagði Lennart Meri,
utanríkisráðherra Eistlands: „Við snú-
um nú aftur inn í fjölskyldu Evrópu-
þjóða.“ Í kjölfarið viðurkenndu svo
aðrar þjóðir þessi ríki.
Jón Baldvin Hannibalsson, þá utan-
ríkisráðherra þjóðarinnar, var fremst-
ur í flokki stjórnmálamanna á Vest-
urlöndum við að styðja við sjálf-
stæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna fyrir
auknu sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
Hann heimsótti Eystrasaltslöndin
skömmu eftir að sovéski herinn lét
þar sverfa til stáls í byrjun árs 1991.
Í ÁRSBYRJUN 1991
Jón Baldvin leggur blóm á leiði
þeirra sem féllu í átökum við Sov-
éska herinn í Litháen.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1818 Chile fær sjálfstæði frá
Spáni.
1912 Kína tekur upp gregorískt
dagatal.
1918 Útgáfa Dags á Akureyri hefst.
Fyrstu árin kom hann út
tvisvar í mánuði, en var
gerður að dagblaði árið
1985.
1919 Konungsúrskurður um skjald-
armerki Íslands gefinn út.
1938 Þýskar hersveitir koma til
Austurríkis.
1940 Almenn hegningarlög voru
sett og komu í stað laga frá
árinu 1869.
1940 Lög staðfest um friðun Eld-
eyjar undan Reykjanesi.
1950 Albert Einstein varar við
vetnissprengjunni.
1967 Keith Richards, Mick Jagger og
Marianne Faithfull voru hand-
tekin fyrir eiturlyfjanotkun.
Sjálfstæði Litháens viðurkennt
Innilegar þakkir til afkomenda
minna, frændfólks og vina.
Gjafir og heillaskeyti í tilefni
90 ára afmælis míns
4. febrúar síðastliðinn.
Afmæli
Björn Jónsson
Suðurbraut 2, Hafnarfirði.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Tryggvason
hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 7,
(áður til heimilis að Miklubraut 60)
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 14. febrúar
kl. 15.
Guðrún Guðmundsdóttir, Þórir Kristmundsson, Björn Tryggvi Guð-
mundsson, Steinunn Elínborg Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Jóhannes-
son, Kristín Guðmundsdóttir, Gísli Viggósson, Kolbeinn Guðmunds-
son, Árný Valgerður Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is
MOSAIK
af legsteinum
gegn staðgreiðslu
í janúar og febrúar
Sendum myndalista
15% afsláttur
Elskulegur faðir minn, bróðir okkar og afi,
Valgeir Gottskálk Magnússon
andaðist að heimili sínu Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn
9. febrúar.
Magnús Skúlason, Guðrún Magnúsdóttir, Hulda Hansen
Sigríður Johnsen og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar systur okkar og frænku,
Svövu Skúladóttur
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis að Hátúni 10a, Reykjavík.
Aðstandendur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
24-41 (24-25) tímamót/viðskipti 11.2.2005 19.56 Page 2