Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 18
Aðdragandi þess að Alþýðu- flokkurinn nánast hvarf í lok Viðreisnar var sennilega sá hvernig Gylfi Þ. Gíslason sveigði flokkinn frá vinstri til hægri undir hæl Sjálfstæðis- flokksins. Sem dæmi þá mun Gylfi hafa talað um hæfilegt at- vinnuleysi sem hagstjórnar- tæki. Verkföll voru svo tíð að mikla undrun vakti meðal sósíalde- mókrata í Svíþjóð, sem skildu ekki hvernig slíkt gerðist með þjóð þar sem sósíaldemókratar sætu í stjórn. Þessu svaraði Gylfi afdráttarlaust og að því er virtist án þess að skammast sín á þessa leið í sænska sjónvarp- inu í byrjun júní 1971: Þetta er bara þannig að í stað þess að fara í sumarfrí fer íslenskur verkalýður í verkfall. Að lokinni þessari skýringu ráðherrans hlógu viðstaddir og öfunduðu ís- lendinga af ánægjulegum verk- föllum. Þessi ráðherra missti völdin í kosningum sem fram fóru skömmu síðar og nú er Al- þýðuflokkurinn horfinn. Eftir að Halldór Ásgrímsson tók við forystu í Framsóknar- flokknum hefur hann stöðugt sveigt stefnu hans lengra til hægri, svo gróflega að flokkur- inn er nú hægra megin við hinn hægfara flokk Sjálfstæðisflokk- inn og hefur Halldór lagt niður kjörorð eins og Fólkið í fyrir- rúmi enda virðast hann og hirð hans starfa fremur eftir kjör- orðinu fjármagn og einkafram- tak í fyrirrúmi. Í könnunum um stuðning al- mennings við ýmis mál kemur í ljós að stefna Halldórs og hirð- arinnar, eða ætti jafnvel að segja aðeins stefna Halldórs og vitringanna, á sjaldnast stuðn- ing meirihluta framsóknar- manna. Óánægja framsóknar- manna með forystu Halldórs og vitringanna kemur fram í margskonar skoðanalegum nún- ingi innan flokksins. Sá núning- ur er að aukast enda fara hraksmánarleg vinnubrögð Halldórs og hirðar hans vax- andi. Halldór hefur lengi ekki þolað nema jábræður og þó svo- kallaður dauðalisti sé ekki hans verk er uggur í mörgum góðum framsóknarmönnum að Halldór hafi velþóknun á höfundum slíks lista, sé hann þá til. Engum dylst hugur um að harkaleg vinnubrögð þingflokks Framsóknar gagnvart Kristni H. Gunnarssyni hafa ekki verið gerð gegn vilja Halldórs heldur með vilja hans og samþykki. Að setja Siv af var harkaleg aðgerð gagnvart jafnrétti í flokknum. Að taka ákvörðun um stuðning við Bandaríkin um árás á Írak án þess að fá til þess samþykki í þingflokknum og án þess að ræða þá ákvörðun í utanríkis- málanefnd og án þess að ræða þessa landráðaákvörðun í ríkis- stjórn eru dæmi um gróflega vanhæfni Halldórs Ásgrímsson- ar til að vera leiðtogi Framsókn- arflokksins. Fólkið í fyrirúmi, samvinna og félagshyggja er greinilega það sem Halldór hef- ur vikið til hliðar. Hin lokaða klíka sem Halldór hefur safnað um sig er nú að búa sig undir átök á komandi flokks- þingi. Framtíð Framsóknar- flokksins er nú í húfi. Þeir sem vilja fólkið í fyrirrúmi og að- hyllast samvinnu og félags- hyggju verða að safna liði innan flokksins, í flokksfélögunum og kjósa þá sem raunverulega eru framsóknarfólk sem fulltrúa á flokksþingið. Vonandi hafa sem flestir innan Framsóknarflokks- ins heyrt viðtalið við Steingrím Hermannsson í Silfri Egils á Stöð 2 sl. sunnudag eða viðtalið við hann á Sögu daginn eftir. Þar talaði framsóknarmaður svo að eftir var tekið. Hann talaði ann- að mál en Halldór og hirð hans. Slíkur forystumaður gæti komið Framsóknarflokknum aftur á réttan kúrs. Slíkan mann er því miður ekki að finna með- al sporgöngumanna Halldórs Ásgrímssonar. Siv, Jónína og Guðni Ágústsson, að ógleymd- um Kristni H. Gunnarssyni, eru hugsanleg efni enda vissulega utan hirðar Halldórs. Fyrir framsóknarfólk er rétt að gæta líka að aðför hirðmanna Hall- dórs að Alfreð Þorsteinssyni. Sú aðför kemur úr klíku Hall- dórs og er að mínu mati mikil meðmæli með Alfreð Þorsteins- syni. Af því ætti að vera ljóst að framsóknarfólk, ekki bara á landsvísu heldur líka í Reykja- vík verður að bregðast myndar- lega við og hafna með öllu valdabrölti Halldórsklíkunnar. Góðir framsóknarmenn, snúum flokknum okkar aftur á veg samvinnu og félagshyggju og setjum fólkið í forgang. ■ Vel gengur að ljósleiðaravæða Ísland á hagkvæman og skilvirk- an hátt. Á tíu árum hefur Síminn lagt ljósleiðara að 40.000 heimil- um á höfuðborgarsvæðinu, um helmingi allra heimila á svæð- inu. Uppbyggingin á landsbyggð- inni hefur einnig gengið vel. Ekkert erlent símafyrirtæki get- ur tengt stærri hluta markaðar síns við ljósleiðara. Samtals eru ljósleiðarar Símans, í stofn- og aðgangsneti, um 4.500 km um land allt og eru umfangsmesta ljósleiðarakerfi landsins. Jarðvinnan er stærsti kostn- aðarliðurinn við ljósleiðaravæð- ingu heimilanna, yfir 75%. Til hagsbóta fyrir neytendur hefur Síminn dregið verulega úr kostn- aði við ljósleiðaravæðinguna með nýtingu skurða sem grafnir eru upp vegna annarra ástæðna. Oftast hefur þetta verið gert í samstarfi við Orkuveitu Reykja- víkur. Kostnaðurinn við jarð- vinnsluna er greiddur í hlutfall af nýtingu. Síminn hefur greitt hluta jarðvinnunnar og lækkað þar með kostnað annarra sem nýta skurðina. Síminn hefur lagt áherslu á að nýta þær lagnir sem fyrir eru, enda anna þær vel háhraðasam- böndum, interneti, sjónvarpi og útvarpi, svo eitthvað sé nefnt, í ansi mörg ár í viðbót. Tækniþró- un undanfarinna ára hefur beinst að því að auka flutningsgetu símalína og jafnframt að þjappa gögnum. Þetta hefur orðið til þess að hægt er að senda sjón- varpsrásir með hefðbundnum símalínum eins og Síminn gerir nú með stafrænt sjónvarp til tíu þéttbýlisstaða á landinu. Sjón- varpsefnið er sent með ljósleið- ara í símstöðvar þéttbýlisstað- anna og þaðan með ADSL-tækni til heimilanna með símalínum. Fyrir lok þessa árs munu allt að 92% landsmanna hafa möguleika á að ná stafrænu gagnvirku sjón- varpi um kerfi Símans, með ljós- leiðaraheimtaug eða símalínu. Þessi aðferð er og mun vera notuð af leiðandi fjarskiptafyrir- tækjum í Evrópu með góðum ár- angri. Í nýrri skýrslu, European Broadband Forecast 2004-2010, frá bandaríska ráðgjafafyrir- tækinu Forrester Research, er talið að sambærilegar tækni- lausnir og Síminn notar muni vera með yfir 80% af háhraða- tengingum í Evrópu árið 2010. Einungis er talið að ljósleiðarar muni sinna um 5% tenginganna. Ljóst er að sú aðferð sem Orkuveitan notar við lagningu eigin ljósleiðara verður aldrei jafn hagkvæm og sú samnýting sem Síminn hefur notað með góðum árangri síðasta áratug auk þess sem núverandi lagnir úreldast ekki í bráð. Þann tíma á að nýta til að leggja ljósleiðara með þeim hagkvæma og mark- vissa hætti sem notaður hefur verið. Slík ráðdeild sparar neyt- endum að auki verulegar upp- hæðir, því þeir borga ávallt framkvæmdirnar þegar upp er staðið. Það getur heldur aldrei verið hagkvæmt að leggja tvö ljósleið- arakerfi hlið við hlið, þegar neyt- andinn nýtir aldrei nema annað þeirra. Hverjum mundi detta í hug að leggja tvö hitaveitukerfi hlið við hlið? Það er líka álitamál hvort eðlilegt sé að Orkuveita Reykja-víkur fari út fyrir verk- svið sitt og inn á fjarskiptamark- aðinn með þessum hætti. Fyrir- tækið hefur einokun á sölu raf- magns og vatns á athafnasvæði sínu og í hæsta máta óeðlilegt að fyrirtækið nýti hagnað sinn á því verndaða sviði til þess að greiða niður framkvæmdir á öðru sviði og óskyldu þar sem hörð sam- keppni ríkir. Samkeppni um hylli við- skiptavina mun ekki snúast um ljósleiðara eða aðrar tæknilegar útfærslur. Það sem skiptir við- skiptavininn máli er að fá ör- ugga, einfalda og hagkvæma þjónustu. Síminn leitar leiða til ná þessum markmiðum við- skiptavinum sínum til hags- bótar. Í því felst að nýta núver- andi lagnakerfi eins vel og kost- ur er, byggja upp á hagkvæman hátt og fjárfesta ekki í nýju lagnakerfi fyrr en nauðsynlegt er. ■ 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Jarðvinna er yfir 75% kostnaðar ÞÓR JENS ÞÓRISSON FRAMKVÆMDASTJÓRI GAGNASVIÐS SÍMANS UMRÆÐAN LJÓSLEIÐARAR Klofnar eða hverfur Framsóknarflokkurinn? Óánægja framsókn- armanna með for- ystu Halldórs og vitringanna kemur fram í margskonar skoðanalegum núningi inn- an flokksins. Sá núningur er að aukast enda fara hraksmánarleg vinnubrögð Halldórs og hirðar hans vaxandi. KRISTINN SNÆLAND BÍLSTJÓRI UMRÆÐAN FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN ,, Ljóst er að sú aðferð sem Orkuveitan notar við lagningu eigin ljósleiðara verður aldrei jafn hagkvæm og sú samnýting sem Síminn hefur notað með góðum árangri síðasta áratug ,, 18-19 umræða 11.2.2005 18.43 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.