Fréttablaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 12. febrúar 2005 25 MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.868 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 303 Velta: 2.660 -0,18% MESTA LÆKKUN vidskipti@frettabladid.is Actavis 42,10 -0,71% ... Atorka 6,35 - 0,78% ... Bakkavör 27,70 – ... Burðarás 13,75 – ... Flugleiðir 14,20 -1,05% ... Íslandsbanki 12,40 – ... KB banki 528,00 -0,56% ... Kögun 47,40 -0,21% ... Landsbankinn 14,65 +0,69% ... Marel 55,00 +1,66% ... Medcare 6,27 - 0,48% ... Og fjarskipti 3,89 +0,26% ... Samherji 11,10 -1,33% ... Straumur 10,25 +1,49% ... Össur 86,50 +1,76 Össur 1,76% Marel 1,66% Straumur 1,49% Samherji -1,33% HB Grandi -1,27% Flugleiðir -1,05% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Íslenskir bankar mörkuðu nýja stefnu með forystu í stóru láni til Norðuráls. Fjölmörg tilboð bárust frá erlendum bönkum. KB banki og Landsbankinn munu hafa forystu um 23 millj- arða sambankalán til Norðuráls. Lánasamningurinn markar tímamót þar sem íslenskir bankar hafa ekki fyrr leitt stór lán til erlendra stórfyrirtækja. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir samninginn til marks um styrk íslensku bankanna. „Við viljum gjarnan beina við- skiptum okkar til innlendra aðila og í þessu tilviki hentaði boð íslensku bankanna best þörfum okkar.“ Lánið sem er tekið til endurfjármögnunar vegna stækk- unar Norðuráls er veitt í samvinnu við alþjóðleg fyrirtæki. Bankastjórar KB banka og Landsbankans segja lánið til marks um styrk bankanna og traust á alþjóðlegum markaði. Það sé rökrétt framhald af þjónustu íslenskra banka við er- lenda aðila að þeir þjónusti erlenda fjárfesta í stóriðju hér á landi. ■ Tímamótalán til Norðuráls ÍSLENSK FORYSTA Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason bankastjórar Landsbankans, Daniel J. Krofcheck aðstoðarforstjóri Century Aluminium, Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka og Bjarki Diego, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs KB banka, kynntu 23 milljarða sambankalán til Norðuráls. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R Samherji með Eimskip Samherji hefur samið við Eimskip um alla flutninga og þjónustu tengda þeim. Samherji hafði áður flutt vörur sínar með Samskipum. Að sögn Baldurs Guðnasonar, forstjóra Eimskips, verður Sam- herji einn stærsti og mikilvægasti viðskiptavinur félagsins. „Þetta er stórt og öflugt fyrirtæki með um- svif víða um heim og þessi samn- ingur nær til allra þeirra flutninga,“ segir Baldur. Hann segir að samningurinn styrki stöðu Eimskips á heima- markaði sínum, sem er Norður- Atlantshafið. Kaup Eimskips á skipafélögum í Noregi og Færeyj- um er til marks um stefnu félagsins um að auka umsvif sín í flutningi sjávarafurða á þessu svæði. - þk FORSTJÓRAR SEMJA Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, og Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, við undirritun. SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Samið við Nýherja Akureyrarbær hefur samið við Ný- herja um kaup á SAP fjárhags- og mannauðskerfi að undangengnu út- boði í umsjón Ríkiskaupa. Akureyrarbær er fyrsta sveit- arfélagið sem innleiðir SAP-hug- búnaðarlausnir en markmið Ný- herja er að önnur sveitarfélög, innlend og erlend, muni nýta sér lausnirnar sem þróaðar verða í samstarfi við Akureyrarbæ. Alls bárust fimm gild tilboð, þar af tvö sem uppfylltu kröfur Akureyrarbæjar. Tilboð Nýherja var talið hagkvæmast en það hljóðaði upp á tæpar 50 milljónir króna. - kk ■ LEIÐRÉTTING Mistök voru í töflu sem birtist í fyrradag um spár greiningar- deilda bankanna um afkomu Öss- urar í fyrra. Spár KB banka og Ís- landsbanka víxluðust. Spá KB banka var að félagið hefði hagnast um 15,02 milljónir Bandaríkja- dala. Spá Íslandsbanka var 15,7 milljónir. Raunveruleg niðurstaða var 15,2 milljóna dala hagnaður. ■ 24-41 (24-25) tímamót/viðskipti 11.2.2005 19.57 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.