Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR VEÐRUN ÍSLANDS Dr. Sigurður Gísla- son, vísindamaður á Jarðvísindastofnun Há- skólans, flytur klukkan fimm í dag í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskólans, erindi sem nefnist Veðrun Íslands. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 28. febrúar 2005 – 57. tölublað – 5. árgangur EFTIR LÚÐRABLÁSTUR Formaður Vinstri grænna telur ESB-umræðuna hugsan- lega skilaboð um breytt stjórnarmynstur á næsta kjörtímabili. Formaður Samfylkingarinn- ar telur sjálfstæðismenn móta stefnu fram- sóknarmanna í Evrópumálum. Sjá síðu 4 ALLT BRANN SEM BRUNNIÐ GAT Fjögurra manna fjölskylda er heimilislaus eftir eldsvoða í Breiðholti á laugardag. Fjölskyldan hafði flutt inn fyrr um daginn. Slökkviliðið segir aðstæður hafa verið mjög erfiðar. Elds- upptökin liggja ekki fyrir en rannsókn beinist að rafmagni. Sjá síðu 6 VERÐSTRÍÐ Í UPPSIGLINGU Bónus og Krónan lækkuðu verð um helgina. Teikn eru á lofti um verðstríð milli lágvöruversl- ana. Ekki eru áform um að lækka þjónustu- stig eða fækka starfsfólki til að ná lægra vöruverði. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Dagblaðalestur á mánudögum* 67% 46% *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, nóv. 2004. NORÐANKALDI EÐA STREKK- INGUR OG KALT Í DAG Bjart syðra en lítilsháttar él fyrir norðan og austan. Frost um allt land. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 SKIPULAGSMÁL Vatnsmýrin væri 200 milljarða króna virði ef flug- völlurinn væri lagður niður og byggt á svæðinu, að sögn Arnar Sigurðssonar arkitekts. „Þetta byggist allt á því hvesu mikið landið er nýtt. Þessi tala miðast við hóflega nýtingu sem gerir ráð fyrir 42 þúsund íbúum og störfum á svæðinu,“ segir Örn. Reykjavíkurborg á tvo þriðju af lóðum í Vatnsmýrinni en ríkið þriðjung. Örn segir að beinar tekjur af lóðunum yrðu 90 milljarðar króna. Hækkun á fasteignamati í nágrenninu myndi skila öðrum 90 milljörðum og tuttugu millj- arðar myndu sparast á því að ekki þyrfti að byggja nýtt úti- vistarsvæði. Örn segir þessa út- reikninga miða við vísindalega vinnu tveggja stúdenta í verk- fræðideild Háskóla Íslands. „Þeir unnu lokaverkefni í fast- eignaverkfræði og þar koma áhrifin á umhverfið vel fram, en hingað til höfum við aðallega horft á lóðaverðið. Við gerðum okkur til dæmis ekki grein fyrir verðmæti útivistarsvæðanna,“ segir Örn. Örn bendir á að til séu aðrar hugmyndir sem geri ráð fyrir meiri nýtingu Vatnsmýrarinnar þar sem heildarverðmætið yrði allt að 250 til 300 milljarðar króna. - bs FORYSTA FRAMSÓKNARFLOKKSINS ENDURKJÖRIN Halldór Ásgrímsson fékk tæp 82 prósent atkvæða á flokksþingi framsóknar- manna í gær. Hann fékk um 92 prósent í síðasta formannskjöri. Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins og Guðni Ágústsson varaformaður. Þau lýstu öll yfir mikilli ánægju með kosninguna. Siv sagðist hrærð yfir stuðningnum. EVRÓPUMÁL Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir að ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusam- bandinu í Noregi. „Ályktun flokksþings framsókn- armanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi,“ segir Bondevik í samtali við Frétta- blaðið. „Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildar- viðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn, sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkom- an verður úr þjóðaratkvæða- greiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsan- legar aðildarviðræður,“ segir Bondevik Hann segir að ef ákveðið verði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusam- bandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtíma- bils, á milli 2007 og 2009. „Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusamband- inu, sem mun verða sú þriðja, verð- um við að vita nákvæmlega hvers við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðild- arríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusam- bandinu. Við vilj- um sjá hver reynslan af þess- ari stækkun verð- ur,“ segir Bondevik. „Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Ís- lendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu sjónarmiði. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu því hvorugt landanna myndi vilja vera í þeirri stöðu að vera eina landið ásamt Liechten- stein í Evrópska efnahagssvæð- inu,“ segir Bondevik. Hann segir ályktun Framsókn- arflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Ís- lands í næstu alþingiskosningum. „Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi,“ segir Bondevik. - sda sjá síðu 4, 6, 14 og 15. Vill Reykjavíkurflugvöll burt: Vatnsmýrin 200 milljarða virði FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Írösk telpa: Hrifin af páfanum RÓM, AP Þegar Diar litla, fjögurra ára gömul telpa frá Írak, sá mynd af Jóhannesi Páli páfa í sjónvarpinu varð hún afar glöð og kvaðst vilja þakka honum fyrir að mótmæla stríðinu í Írak. Sökum fjarlægðarinnar er slíkt yfirleitt erfitt fyrir írösk börn en fyrir Diar gæti þetta verið möguleiki. Diar og páfi dvelja nefnilega bæði á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm. Hún missti fótleggina í sprengingu í Írak og var flutt á sjúkrahúsið til lækninga en páf- inn jafnar sig þar eftir aðgerð á hálsi. ■ Framsókn hreyfir við Norðmönnum Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, segir Evrópustefnu Framsóknarflokksins hafa áhrif í Noregi. Í samtali við Fréttablaðið segir Bondevik að Norðmenn fylgist grannt með þróun umræðunnar á Íslandi. Aðildarviðræður séu á dagskrá Norðmanna í fyrsta lagi árið 2007. ● skírði frumburðinn í höfuðið á Owen Dyggur Liverpool- aðdáandi Hilmar Ægir Þórðarson: ▲ SÍÐA 30 ● fasteignir ● hús Tími til að klippa runnana Guðlaug Þorsteinsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS HALLDÓR ÁSGRÍMSSON KJELL MAGNE BONDEVIK 01 Forsíða 27.2.2005 22:22 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.