Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 6
6 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Ákvæði um hlutfall kynja: Sigur fyrir jafnréttið FLOKKSÞING Framsóknarmenn samþykktu á flokksþinginu í gær ákvæði um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera lægra en 40 pró- sent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins, sem og við val á framboðslista. Þetta þýðir meðal annars að taka þarf mið af kynjahlutföllum þegar valið er í ráðherraembætti á vegum flokksins. „Þetta er ofboðslega stórt skref fyrir jafnréttisbaráttuna í landinu og stór áfangi í stjórn- málasögu landsins,“ segir Bryn- dís Bjarnarson, formaður jafn- réttisnefndar Framsóknar- flokksins. „Þetta er sigur fyrir jafnréttissinna í flokknum,“ segir hún. „Ég á von á því að aðrir flokk- ar muni líta til þessa ákvæðis í lögum Framsóknarflokksins og taka það til fyrirmyndar,“ segir Bryndís. Hún sagði að lagabreyt- ingin væri til þess gerð að auka hlut kvenna í stjórnmálum. „Breytingin mun gera þeim sem stjórna framboðsmálum og kosn- ingum í stjórnir og ábyrgðastöð- ur auðveldara með að fá konur til að starfa fyrir Framsóknarflokk- inn,“ segir Bryndís. - sda Ályktun flokksþings: Flugvöllurinn áfram í Reykjavík FLOKKSÞING Tekist var á um það á flokksþingi framsóknarmanna hvort álykta ætti um það að flytja innanlandsflugið burt úr miðborg- inni. Niðurstöðurnar voru þær að miðstöð innanlandsflugsins yrði áfram rekin í Reykjavík. Leitað skyldi leiða að skipuleggja flugvall- arsvæðið og næsta nágrenni þess þannig að landsvæði sem undir hann fer minnkaði og stuðlaði að eðlilegri byggðarþróun í Reykjavík. Fyrstu drög ályktunarinnar gengu út á að Reykjavíkurflugvöll- ur yrði aflagður og innanlandsflug yrði flutt til Keflavíkur. Með niðurstöðunni er því ekki lokað fyrir þann möguleika að Reykjavíkurflugvöllur verði starf- ræktur í breyttri mynd; að flug- brautir verði lagðar út í Skerjafjörð svo nýta megi til frekari uppbygg- ingar landsvæði sem nú fer undir flugbrautir. - sda Átakamikið flokksþing Hörð átök voru um stór mál á flokksþingi framsóknarmanna. Mestu deilurnar voru um Evrópumál. Evrópusinnar bökkuðu mikið frá upphaflegum drögum að ályktun en fengu grundvallaratriði í gegn. FLOKKSÞING Framsóknarmenn tók- ust á í afstöðu sinni til Evrópu- mála á flokksþingi í gær. Sam- þykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Fram- sóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildar- viðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarvið- ræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöll- un í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokks- þingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. „Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega af- stöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Það var hins vegar sam- þykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða,“ segir Hall- dór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gær- morgun. „Ef þetta verður sam- þykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því al- gjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í,“ sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að tak- ast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. „Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþing- iskosningar vitandi um mikla and- stöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæða- greiðslu verði hún samþykkt,“ sagði hann. Guðni Ágústsson varaformað- ur sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. „Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli,“ sagði hann. „Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn,“ sagði Guðni. sda@frettabladid.is Fylgistu með fréttum af flokks- þingi framsóknarmanna? SPURNING DAGSINS Í DAG: Þarf Ísland að ganga í Evrópusambandið ef Noregur gerir það? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 60,5% 39,5% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Framsóknarmenn vilja ekki leggja Reykjavíkurflugvöll af. Þeir útiloka hins vegar ekki að flugbrautum verði breytt svo nýta megi landsvæðið betur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R JAFNRÉTTISVERÐLAUN FRAMSÓKNARFLOKKSINS AFHENT Sigrún Sturludóttir, Áslaug Brynjólfsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir fengu viðurkenningu fyrir störf sín að jafnréttismálum á vegum Framsóknarflokksins. Þær stóðu meðal annars að undirbúningi stofnunar Landssambands framsóknarkvenna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FORYSTA FRAMSÓKNARFLOKKSINS Á FLOKKSÞINGI Í GÆR Halldór Ásgrímsson og Guðni Ágústsson voru á öndverðum meiði í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Báðir sögðust þeir sáttir við niðurstöðu þingsins. Ný stefnu- mál afgreidd FLOKKSÞING Húsnæðismál Allir landsmenn hafi jafnan aðgang Innflytjendamál Fjölmenningar- stefnu verði fylgt eftir. Íslensku- kennsla fyrir innflytjendur verði stóraukin. Ættleiðingar Samkynhneigðir njóti sama réttar og gagnkynhneigðir til ættleiðinga. Annarri mismunun á grundvelli kynhneigðar verði líka útrýmt. Heilbrigðismál Uppbyggingu Land- spítala – háskólasjúkrahúss verði fylgt eftir. Ríkisfjármál Álagning stimpil- gjalda og vörugjalda, sem og virðis- aukaskattur á matvæli, verði tekin til endurskoðunar. Orkumál Breytt fyrirkomulag raf- orkusölu valdi sem minnstum verð- hækkunum á rafmagni á lands- byggðinni. Iðnaðarmál Orkufrekur iðnaður er fagnaðarefni. Lögð er áhersla á að næsta verkefni verði á Norður- landi. Menntamál Skoða skal hugmyndir um að gera síðasta ár leikskóla að skyldunámi. Allt grunnnám verði gjaldfrjálst í ríkisreknum skólum. Stofna skal háskóla á Ísafirði. Menningarmál Ríkisútvarpið verði í þjóðareigu og sjálfstæði þess eflt. Nýsköpun Starfsemi frumkvöðla- setra verði aukin og ný setur stofn- uð á landsbyggðinni. Samgöngumál Veggjald í Hval- fjarðargöng verði lækkað og virðis- aukaskattur af því felldur niður. Póst- og fjarskiptastofnun verði efld. Hluti af söluandvirði Símans gangi til að styrkja dreifikerfi í dreifðum byggðum. Sveitastjórnarmál Tryggt verði að tekjuskipting milli ríkis og sveita- félaga sé í samræmi við verkskipt- ingu. Höfuðborgarstefna Lóðaframboð skal ávallt vera nægilegt svo lóða- skortur valdi ekki hækkun á hús- næðisverði. Mislæg gatnamóti rísi við Kringlumýrarbraut og Miklu- braut. Grunnskólastefna Tómstundir verði hluti af daglegu skólastarfi grunnskólabarna. 06-07 27.2.2005 21:59 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.