Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 8
1Hver verður deildarforseti nýrrarfélagsvísinda- og hagfræðideildar á Bifröst? 2Hverjir urðu bikarmeistarar kvenna íhandbolta? 3Hvað hét stofnandi Amnesty Inter-national sem nú er nýlátinn? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Samskip fær nýtt skip: Nýju Helgafelli gefið nafn SAMGÖNGUR „Þetta var yndisleg til- finning og ofsalega gaman,“ segir Arney Guðmundsdóttir, starfs- maður í mötuneyti Samskipa, sem hlotnaðist sá heiður að nefna nýtt skip Samskipa í Hamborg á föstu- dag. Skipið hlaut nafnið Helgafell og leysir gamla Helgafellið af hólmi á siglingaleiðinni milli Evr- ópu og Íslands. Skipið var afhent við hátíðlega athöfn á föstudag. Nöfn allra kvenna sem starfa hjá Samskipum voru sett í pott og síð- an var dregið um hver fengi að nefna skipið og hreppti Arney hnossið. Helgafellið er fyrsta skipið sem hún gefur nafn og lík- aði henni það vel. Helgafellið nýja er ellefu þús- und tonna skip og getur flutt 200 gámaeiningum meira en forveri sinn. Systurskipið Arnarfell var afhent í fyrra en kostnaður við hvort skip nam 1,7 milljörðum króna. Helgafellið leggur úr höfn í Rotterdam hinn 1. mars og er væntanlegt til Íslands 9. mars. Skipverjar eru ellefu talsins en skipið er skráð í Færeyjum, af rekstarlegum ástæðum að sögn forsvarsmanna Samskipa. -bs Ólæti í miðborginni: Rúðubrot á Alþingi LÖGREGLUFRÉTTIR Þrír menn voru handteknir um klukkan fjögur að- faranótt sunnudags eftir að hafa skeytt skapi sínu á byggingum Al- þingis og Stjórnarráðsins og brot- ið þar rúður. Mennirnir voru vel við skál og gátu engar skýringar gefið á athæfi sínu en voru færðir til yfirheyrslu lögreglu í gær. Mikill erill var í miðborginni aðfararnótt sunnudags, glaumur og gleði, enda veðrið gott. Lög- reglan hafði í nógu að snúast um alla borg, þótt lítið hafi verið um pústra og ólæti. -þlg Verðstríð í uppsiglingu? Bónus og Krónan lækkuðu báðar verð um helgina. Teikn eru á lofti um verðstríð milli lágvöruverðsverslana. MATVÖRUVERÐSTRÍÐ Í kjölfarið af fréttum af verðlækkun á helstu neysluvörum í verslunum Krón- unnar hyggja margir að stutt sé í verðstríð á matvörumarkaði milli Bónus og Krónunnar. Sig- urður Arnar Sigurðsson, for- stjóri Kaupáss, var inntur eftir möguleikanum á að slík átök brytust út. „Það er ljóst að verð- ið var að lækka um helgina og það sem við ætlum að gera er að standa okkur.“ Þegar hann var spurður að því hversu langt væri hægt að ganga til að vera með lægsta verðið sagði Sigurður: „Það er auðvitað ekki hægt að lækka verð endalaust og ein- hvers staðar liggja mörkin en til að vera raunhæfur valkostur verður Krónan að bjóða upp á samkeppnishæft verð.“ Sigurður sagði að ekki væru uppi áform um að lækka þjónustustig eða fækka starfsfólki til að ná mark- miðum um lægra vöruverð held- ur væri verið að láta viðskipta- vini njóta hagræðingar sem hefði náðst við eigendaskipti hjá fyrirtækinu. „Mér finnst það vera hól fyrir okkur að lágvöruverðskeðja eins og Krónan þurfi að lækka sig um allt að 20 prósent til að ná okkur í verði,“ sagði Guðmundur Mart- einsson, framkvæmdastjóri Bón- us. Hann sagði enn fremur að Bónus myndi gera allt til að tryggja lægsta vöruverð á mark- aðnum. „Við erum með skuld- bindingar við okkar viðskipta- vini og munum standa við þær hvað sem það kostar.“ Þegar hann var spurður að því hvernig Bónus hygðist ná þeim markmið- um að standa við þessar skuld- bindingar sagði Guðmundur: „Menn þurfa bara að reyra á sig takkaskóna og herða sultarólina, það er ekkert flóknara en það.“ Fréttablaðið gerði skyndi- verðkönnun í gær, sunnudag, þar sem farið var í verslanir Bónus og Krónunnar á sama tíma og keyptar nokkrar algengar neysluvörur. Mikið var að gera í báðum búðunum og ljóst að ís- lenskir neytendur kunna vel að meta verðlækkanir á matvöru- markaði. - bb VIÐ HELGAFELL Arney með Steingrími Sigurgeirssyni, skipstjóra Helgafellsins, fyrir framan skipið í þurrkví í Hamborg. ÝMSAR ALGENGAR NEYSLUVÖRUR Um helgina hafa Krónan og Bónus keppst við að lækka verð. Krónan Bónus Cheerios 567 g 239 219 Coke 2 l 175 169 Brauðostur 1 kg 997 927 KEA skyr 500 g 183 181 Bananar 129 119 Ali skinka 1618 1618 Merrild kaffi 269 269 Léttmjólk 1 l 66 66 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 08-09 27.2.2005 19:22 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.