Fréttablaðið - 28.02.2005, Side 10

Fréttablaðið - 28.02.2005, Side 10
ÍSHEIMAR Á AKUREYRI Undarleg veröld blasti við Akureyringum í bítið í gærmorgun eftir að þoka og frost hafði klætt tré og runna í fagurhvít ísnálaklæði. Þokan var á burt í gær og notaði Vilberg Alexandersson, fyrrverandi skólastjóri Glerárskóla, tækifærið til hressingargöngu. 10 28. febrúar 2005 MÁNUDAGUR SKAÐABÆTUR Helgi Garðarsson, eigandi verslunarinnar Rafvirkjans á Eskifirði, hefur farið fram á skaðabætur frá Fjarðabyggð vegna skerts aðgengis að verslun hans vegna hitaveituframkvæmda á Eskifirði. Bæjarráð Fjarðabyggðar hafnaði skaðabótakröfunni á þeim forsendum að ábyrgðin væri verk- takans sem annast framkvæmdirn- ar. Jón Björn Hákonarson, upplýs- ingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir GV Gröfur á Akureyri annast veitu- framkvæmdirnar. „Bæjaryfirvöld urðu við ósk fyrirtækisins um að gera hlé á framkvæmdum á meðan frost er í jörðu og því hefur ekkert verið unnið við verkið síðan í lok janúar. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist á ný í apríl,“ segir Jón Björn. Helgi Garðarsson segist vongóð- ur um að bæjarráð fjalli á ný um málið. „Jarðraskið við verslunina byrjaði í nóvember og framkvæmd- irnar settu strik í jólaverslunina hjá mér. Ég get hins vegar ekki gert mér grein fyrir hversu mikill skað- inn er,“ segir Helgi. - kk SCHRÖDER ÁNÆGÐUR Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, er ánægður með að Bandaríkjamenn ætli ekki að ráðast á Íran vegna deilunnar sem stendur yfir varð- andi kjarnorkuvopn landsins. George W. Bush Bandaríkjafor- seti segir það fáránlegt að halda því fram að þjóðin sé að undirbúa loftárásir á Íran. FRIÐARVIÐRÆÐUR ÁBERANDI Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, telur að friðar- viðræður eigi eftir að vera meira áberandi á seinna kjörtímabili Bush Bandaríkaforseta. Nefndi hann ráðningu Condoleezza Rice í starf utanríkisráðherra sem stað- festingu á þessum breyttu áhersl- um. ■ BANDARÍKIN SMS heimasími Panasonic KX-TCD300 Tilboð í vefverslun: 8.980 kr. 25% afsláttur úr heimasíma í 6 númer Skráðu þig á siminn.is Nú getur þú sent SMS E N N E M M / S ÍA / N M 13 16 8 siminn.is/vefverslun 980 Léttkaupsútborgun: og 750 kr. á mán. í 12 mán. kr. Tiboðsverð: 9.980 kr. Hægt er að senda og taka á móti SMS. Númerabirting fyrir allt að 30 númer. Símaskrá fyrir 200 símanúmer og nöfn. Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Dagsetning og tími og raddstýring á 20 númerum. VERSLUN RAFVIRKJANS Eigandinn telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna minni jólaverslunar sem hann tengir skertu aðgengi að versluninni. Hitaveituframkvæmdir á Eskifirði: Verslunareigandi krefst skaðabóta Samtök iðnaðarins: Mikil ánægja með íslenskt KÖNNUN Ríflega sextíu prósent neytenda gefa íslenskri mat- og drykkjarvöru hæstu einkunn í viðhorfskönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnað- arins. Tæp 98 prósent þeirra sem keyptu íslenska hönnunarvöru voru jákvæð gagnvart henni og tæp 96 prósent þeirra sem keyptu íslenska byggingarvöru, samkvæmt upplýsingum sam- takanna. Á bilinu 0,8 til 3,3 prósent þátttakendanna 950 gáfu ís- lenskum vörum falleinkunn. Könnunin er hluti ánægjuvogs- mælingar IMG Gallup og verða frekari niðurstöður birtar á mánudag. - gag ÚTIVIST Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er að meðaltali oftar opið en skíðasvæði Ísfirðinga, Austfirðinga og Reykvíkinga. Samanteknar tölur fyrir opn- unardaga síðustu sjö ára sýna að skíðasvæði Akureyringa var opið í 603 daga á þessu árabili. Í öðru sæti er skíðasvæði Ísfirð- inga í Tungudal þar sem opið hefur verið í 465 daga. Í þriðja sæti er Oddsskarð í Fjarða- byggð. Skíðasvæði Reykvíkinga í Bláfjöllum rekur lestina með 288 opnunardaga á sama tíma- bili. Snóbúskapur veltur á ýmsum þáttum en ríkjandi vindátt og hæð yfir sjávarmáli skiptir sköpum. Skíðasvæði Akureyr- inga er í 474 til 950 metra hæð yfir sjávarmáli á meðan Blá- fjallasvæðið nær frá 450 metrum í um 700 metra yfir sjá- varmál. Að sögn Friðjóns Árna- sonar, starfsmannastjóra skíða- svæða höfuðborgarsvæðisins, er nægur snjór á skíðasvæði Bláfjalla. - shv Skíðasvæði landsmanna: Hlíðarfjall oftast opið SJALDÆF SJÓN Nægur snjór er í Bláfjöllum og svæðið hefur verið opið síðustu daga. Hlíðarfjall Bláfjöll Oddsskarð Ísafjörður 1998 63 33 70 89 1999 104 72 75 76 2000 124 59 71 65 2001 91 33 66 76 2002 88 26 53 63 2003 51 40 21 48 2004 82 25 19 48 Samtals 603 288 375 465 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K 10-11 27.2.2005 18:12 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.