Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 57
Eyri við Skutulsfjörð hefur verið kirkjustaður um aldir. Falleg tim- burkirkja var vígð þar árið1863 en stórskemmdist í eldi sumarið 1987. Á aðalsafnaðarfundi haust- ið 1991 var ákveðið að byggja nýja kirkju á gamla kirkjustaðn- um. Haldin var samkeppni um hönnun nýju kirkjunnar og fyrir valinu varð tillaga arkitektsins Hróbjarts Hróbjartssonar og fé- laga hans á Vinnustofu arkitekta. Vinna við byggingu nýrrar Ísafjarðarkirkju hófst haustið 1992 og var nýja kirkjan vígð á upp- stigningardag 1995. Á gólfi kirkjunnar, predikunarstól og borðplötu altarisins er íslenskur grásteinn. Árið 1995 var sett upp nýtt danskt 22 radda pípuorgel frá P. Bruhn. Einnig er Bösendorfer flygill í kirkjunni. Kirkjuskipið er að öllu leyti fullgert nema að eftir er að koma upp altaristöflu. Sóknarprestur er sr. Magnús Erlingsson. Hagnaður ÍLS 1,1 milljarður Hagnaður Íbúðalánasjóðs árið 2004 nam rúmum 1,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í árs- reikningi sjóðsins fyrir árið 2004, en hann var samþykktur á fundi stjórnar 24. febrúar 2005. Þann 1. júlí 2004 voru gerðar miklar kerf- isbreytingar á starfsemi sjóðsins þegar hætt var með skuldabréfa- skipti húsbréfa og útlánum sjóðs- ins breytt í peningalán. Frá þeim tíma fjármagnar Íbúðalánasjóður útlán sín með sölu íbúðabréfa sem eru verðtryggð jafngreiðslubréf í íslenskum krónum, skráð í Kaup- höll Íslands og hjá Euroclear. Í tengslum við kerfisbreytingarnar fór Íbúðalánasjóður í gegnum láns- hæfismat tveggja matsfyrirtækja, Standard & Poor’s og Moody’s. Sjóðurinn var metinn með sömu lánshæfiseinkunn og íslenska rík- ið. Eftir kerfisbreytinguna taka vextir útlána Íbúðalánasjóðs mið af ávöxtunarkröfu við sölu íbúða- bréfa hverju sinni og hafa útlána- vextir almennra lána sjóðsins því lækkað úr 5,1% í 4,15%. Vegna eð- lisbreytinga á útlánum var aukin áhersla lögð á áhættu- og fjárstýr- ingu Íbúðalánasjóðs. Stjórn sjóðs- ins samþykkti ítarlega áhættustýr- ingarstefnu og fjárfest var í öflug- um hugbúnaði vegna áhættustýr- ingar. Uppgreiðslur á fyrri hluta ársins voru um 9 milljarðar króna, en eftir 1. júlí námu þær 74 millj- örðum króna. Vegna þessa nýtti sjóðurinn sér heimildir til aukaút- dráttar húsbréfa og uppgreiðslu óhagstæðra lána. Í samræmi við áhættu- og fjárstýringarstefnu sjóðsins gerði hann samninga við innlendar lánastofnanir um ávöxt- un til lengri tíma, með það að markmiði að viðhalda skilgreindu eiginfjárhlutfalli, jákvæðum vaxtamun, jafnvægi í meðallíftíma eigna og skulda og jöfnu sjóðs- streymi. Þá var hluti uppgreiðslu- fjárins varðveittur með skamm- tímasamningum við fjármálastofn- anir . Á árinu nam hagnaður af rekstri sjóðsins 1.116 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Hreinar vaxtatekjur á árinu námu 1.856 millj. kr. samanborið við 2.519 millj. kr. árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru jákvæðar um 915 millj. kr. á árinu samanborið við 880 millj. kr. tekjur árið áður. Kostnaður við rekstur sjóðsins nam 900 millj. kr. og hækkar um 14,7 % milli ára. Kostnaðaraukann milli ára má að verulegu leyti rek- ja til kostnaðar vegna kerfisbreyt- inga sem urðu á árinu. Eigið fé sjóðsins í árslok nam 12.741 millj. kr. eða 2,6% af heildar- eignum sjóðsins. Eiginfjárhlutfall sjóðsins sem reiknað er samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 544/2004 um Íbúðalánasjóð er 5,6%. Hlut- fallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtæ- kja. Höfundur er sviðsstjóri þróunar- og almannatengslasviðs Íbúðalánasjóðs. HALLUR MAGNÚSSON HÚSIN Í BÆNUM - t= - SELDAR EIGNIR Á AKUREYRI* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 21.1-27.1 TÍMABIL 0 5 10 15 20 11 28.1-3.2 17 4.2-10.2 22 11.2-17.2 20 7.1.-13.1. 12 19 14.1.-20.1 30 25 FJÖLDI Ísafjarðarkirkja 40 - fast bak 26.2.2005 18:14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.