Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 62
MÁNUDAGUR 28. febrúar 2005 21 Góðar líkur eru á að ArjenRobben, leikmaður Chelsea, verði orðinn leikfær á ný þegar liðið mætir Barcelona á Stamford Bridge 8. mars í Meistara- deild Evrópu. Búist var við að Robben yrði frá í sex vikur en samkvæmt Jean Pierre Meersse- man, hnykkjara Chelsea-liðsins, ætti Hollendingur- inn að vera til í slaginn þegar liðin á nýjan leik. „Ég vona að hann verði tilbúinn aftur og ætla að gera mitt til að hjálpa til,“ sagði Meersseman. Pavel Nedved hlaut slæm meiðslií leik með liði sínu Juventus gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Nedved og Raul Bravo, varnar- maður Real, skullu harkalega saman í leiknum og var Nedved fluttur á sjúkrahús þegar heim var komið. Forráðamenn Juventus vonuðust til að Nedved gæti verið með fyrir seinni leik liðanna en afar litlar líkur er á því samkvæmt læknum liðsins. Jelena Isinbajeva frá Rússlandisetti nýtt heimsmet í stangarstökki kvenna í gær þegar hún stökk yfir 4,89 metra. Þetta var í þriðja sinn á skömmum tíma sem hin 22 ára gamla Isinbajeva setur heimsmet innanhús. Eftir met- ið lét hún hækka rána í heila 5,05 metra og freistaði þess að verða fyrsta konan í sögunni til að stökkva yfir fimm metra. Þrátt fyrir þrjár mjög góðar tilraunir náði hún ekki að komast yfir en nú þykir það aðeins tímaspursmál hvenær hún stekkur yfir fimm metra. Austurríkismaðurinn BenjaminRaich tryggði sér í gær heimsbik- arinn í svigi karla með því að hafna í þriðja sæti á heimsbikarmóti á Kranjska Gora í Slóveníu. Það var Ítalinn Giorgio Rocca sem kom fyrstur í mark en annar varð Andre Myhrer frá Svíþjóð. Raich hefur enn ekki gefið upp alla von á sigri í heildarstigakeppni heimsbikarsins en Bandaríkjamað- urinn Bode Miller féll úr keppni í sviginu og hefur nú aðeins 33 stiga forskot á Raich í heildarkeppninni. Arsene Wenger, knattspyrnustjóriArsenal, lét framherjann Robin van Persie heldur betur heyra það eftir að Hollendingurinn ungi hafði látið reka sig af velli gegn South- ampton á laugar- daginn. „Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri með gult spjald á bakinu og yrði því aug- ljóslega skotmark. Hann hunsaði orð mín og lét veiða sig í gildruna,“ sagði Wenger og var allt annað en ánægður með framkomu síns manns. Persie er fyrsti leikmað- ur Arsenal til að fá rautt spjald á þessari leiktíð en alls hafa leikmenn Arsenal fengið að líta rauða spjald- ið 58 sinnum í stjóratíð Wenger. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM 60-61 (20-21) Sport 27.2.2005 18:13 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.