Fréttablaðið - 28.02.2005, Side 64

Fréttablaðið - 28.02.2005, Side 64
MÁNUDAGUR 28. febrúar 2005 23 Sjálfboðaliðar óskast óskast til þróunarstarfa í Afríku. Prógrammið byrjar með þjálfun í Noregi í 6 mánuði, 6 mánuði í Zambíu og tveir mánuðir að eigin ósk til að skrifa loka skýrslu um starfið. Í sjálfboðaliðastarfinu felst meðal annars barátta gegn AIDS/HIV, vinna með götubörnum, kennsla, byggingarvinna og önnur samfélagshjálp. Hugsanlega hægt að fá Styrk. Upplýsingar gefur: Sidsel sidsel@humana.org Sími: 0047 61 26 44 44 www.drh-norway.org HUMANA People to People Jose Mourinho segir framkomu sína í úrslitaleiknum hafa verið misskilda: Þið fjölmiðlar ættuð að halda kjafti FÓTBOLTI „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Jose Mourinho, fram- kvæmdastjóri Chelsea, eftir úr- slitaleikinn í gær en framkoma hans setti svartan blett á þennan fyrsta titil hans með Chelsea. Mourinho hélt vísifingri fyrir munni sér og horfði upp í stúku þegar Chelsea jafnaði leikinn í venjulegan leiktíma og héldu flestir að það væri til þess fallið að þagga niður í stuðningsmönn- um Liverpool. Mourinho segir hins vegar að merkinu hafi verið beint að fjölmiðlum. „Ég ber mikla virðingu fyrir stuðningsmönnum Liverpool og hef ekkert út á þá að setja. Ég var að segja ykkur fjölmiðlamönnun- um að þegja. Þið setjið allt í háa- loft því að við töpum tveimur leikjum í röð og að mínu mati gerðuð þið allt til að koma okkur úr jafnvægi. Táknið var ætlað ykkur og nú ættuð þið að hafa vit á því að efast ekki um okkur,“ sagði Mourinho. Nú er fyrsti titillinn kominn í hús og ég er viss um að sá næsti er handan við hornið,“ sagði sá portúgalski jafn- framt og átti þá við meistaratitil- inn sjálfan. John Terry, fyrirliði Chelsea, réð sér vart af kæti eftir að hafa lyft fyrsta bikar sínum fyrir félagið. „Við byrjuðum hræðilega en fljótlega náðum við áttum og á síðasta korterinu sáum við að þeir voru orðnir þreyttir svo að það var ekkert annað í stöðunni en að keyra á þá af fullu afli. Það skilaði sigri á endanum,“ sagði Terry. „Það er mjög erfitt að kyngja þessum ósigri. Við skoruðum snemma – eiginlega of snemma, en leikmenn Chelsea eiga hrós skilið. Þeir áttu sigurinn skilinn,“ sagði Steven Gerrard, fyrliði Liverpool. „Það er sárt að tapa leik, en að það skuli vera bikar- úrslitaleikur þar sem ég skoraði sjálfsmark gerir það enn sárara. En það þýðir lítið að svekkja sig. Ég verð að komast yfir þetta áfall,“ sagði Gerrard. Rafel Benitez, stjóri Liverpool, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir ósigurinn. „Við fengum færin til að klára leikinn í stöð- unni 1-0 en nýttum þau ekki og okkur var refsað. En leikmenn mínir mega bera höfuðið hátt. Við spiluðum vel en töpuðum á eigin mistökum,“ sagði Benitez. Enska deildabikarinn LIVERPOOL–CHELSEA 2–3 1–0 John Arne Riise (1.), 1–1 Steven Gerrard, sjálfsmark (79.), 1–2 Didier Drogba (107.), 1–3 Mateja Kezman (112.), 2–3 Antonio Nunez (113.). Enska úrvalsdeildin MIDDLESBROUGH–CHARLTON 2–2 0–1 Matt Holland (14.), 1–1 Chris Riggott (74.), 1–2 Shaun Bartlett (80.), 2–2 Danny Graham (86.). Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton í stöðu vinstri bakvarðar NEWCASTLE–BOLTON 2–1 1–0 Lee Bowyer (35.), 1–1 Stelios Giannako- poulos (41.), 2–1 Kieron Dyer (69.). STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA CHELSEA 27 21 5 1 50–8 68 MAN. UTD. 28 18 8 2 47–17 62 ARSENAL 28 17 7 4 64–32 57 EVERTON 28 15 6 7 34–29 51 LIVERPOOL 27 13 4 10 41–29 43 MIDDLESB. 28 11 8 9 43–37 42 BOLTON 28 11 7 10 36–34 40 TOTTENH. 27 11 6 10 35–30 39 CHARLTON 27 11 6 10 32–38 39 A. VILLA 28 9 8 11 32–37 35 ––––––––––––––––––––––––––––––––––––– FULHAM 27 8 5 14 33–46 29 BLACKB. 27 6 10 11 24–36 28 C. PALACE 28 6 7 15 32–45 25 SOUTH. 28 3 12 13 29–44 22 NORWICH 27 3 11 13 26–51 20 WBA 27 2 12 13 23–49 18 Ítalska úrvalsdeildin BOLOGNA–LIVORNO 0–0 CAGLIARI–ATALANTA 3–3 1–0 Langella (10.), 1–1 Sala (17.), 2–1 Esposito (43.), 2–2 Makinwa (61.), 3–2 Abeijon (68.), 3–3 Marcolini, víti (90.). JUVENTUS–SIENA 3–0 1–0 Allesandro Del Piero (35.), 2–0 Emerson (50.), 3–0 Allesandro Del Piero, víti (63.), LAZIO–PARMA 2–0 1–0 Massimo Oddo, víti (19.), 2–0 Antonio Filippini (90.). LECCE–MESSINA 1–0 1–0 Beljanovic (86.), PALERMO–ROMA 2–0 1–0 Brienza (54.), 2–0 Toni (90.). REGGINA–CHIEVO 1–0 1–0 Nakamura (40.), Þýska úrvalsdeildin B. LEVERKUSEN–STUTTGART 1–1 1–0 Dimitar Berbatov (80.), 1–1 Cacau, víti (89.). SCHALKE–HANNOVER 1–0 1–0 Mike Hanke (64.). Spænska úrvalsdeildin OSASUNA–MALAGA 1–6 0–1 Angel (3.), 0–2 Duda (12.), 0–3 Baiano (37.), 0–4 Baiano (50.), 1–4 Aloisi (51.), 1–5 Rodriguez (79.), 1–6 Wanchope (81.). R. ZARAGOZA–VILLARREAL 1–0 1–0 David Sanchez (40.), SEVILLA–SANTANDER 2–2 1–0 Baptista (13.), 1–1 Aganzo (42.), 2–1 Silva (78.), 2–2 Regueiro (84.). A. MADRID–REAL SOCIEDAD 1–0 1–0 Antonio Lopez (25.). LEIKIR GÆRDAGSINS REKINN AF VELLI Jose Mourinho þurfti að sætta sig við að horfa á framlenginguna á sjónvarpsskjá inni í klefa eftir að hafa verið rekinn af velli fyrir að ögra áhorfendum. Hér sést hann rífast við eftirlitsdómara leiksins eftir að hafa sagt áhorfendum að þegja. SVEKKELSI Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool, var skiljanlega í sárum eftir leikinn. 62-63 (22-23) Sport 27.2.2005 20:22 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.