Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 1
HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 -SIMI (91)19460 40. tbl. — Sunnudagur 16. febrúar 1975 —59. árgangur ■" ■ \ Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bildudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 ■ífW' Myndin er tekin yfir aöalsai ÞjóOleikhússins viö setningu 23. fundar Norðurlandaráðs i gærmorgun. (Tfmamynd Róbert) Manstu gamla daga? 23. fundur Norðurlandaráðs hófst í gærmorgun: ORKUMAL I ÖNDVEGI Ragnhildur Helgadóttir fyrsta konan, sem kjörin er forseti Norðurlandaráðs ET-Reykjavik. 23. fundur Norð- urlandaráðs var formlega settur i gærmorgun. Mörg verkefni iiggja fyrir fundinum, en þau helztu eru norræn samvinna á sviði orku- mála og fyrirhuguð stofnun nor- ræns fjárfestingarbanka, einkum til stuðnings iðnfyrirtækjum á Norðurlöndum. Johannes Antonsson (Sviþjóð), fráfarandi forseti Norðurlanda- ráðs, setti fundinn kl. 11 i gær- morgun. í setningarávarpi sinu vék Antonsson að þeim verkefn- um, sem nú eru á döfinni hjá Norðurlandaráði. Hann taldi fyrst upp samvinnu á sviði orku- mála og sagði, að þegar væri haf- inn undirbúningur að viðræðum norrænna rikisstjórna um þau mál. Það, sem einkum er rætt um i þvi sambandi, er að koma á samkomulagi milli Norðmanna og annarra Norðurlandaþjóða um sölu á oliu. Talið er, að Norðmenn verði aflögufærir um oliu i lok þessa áratugar. Á fundi forsætisráðherra Norðurlanda i Osló fyrir skömmu kom fram hugmynd um stofnun norræns fjárfestingarbanka, er gæti stutt við bakið á norrænum iðnfyrirtækjum og norrænni út- flutningsframleiðslu. Antonsson sagði i ávarpi sinu, að þessi hug- mynd væri athyglisverð og yrði eflaust rædd itarlega á fundinum. Að lokinni setningu, var gengið til kosninga á forsætisnefnd Norðurlandaráðs. Forseti ráðsins var kjörinn Ragnhildur Helga- dóttir, en varaforsetar þeir Knud Enggaard (Danmörku), V.J. Sukselainen (Finnlandi), Odvar Nordli (Noregi) og Johannes An- tonsson (Sviþjóð). Þess má geta, að Ragnhildur er fyrsta konan, er gegnir þessu virðingarembætti. Hinn nýkjörni forseti tók þvi næst til máls. Ragnhildur þakkaöi þingheimi það traust, er henni hafði verið sýnt, en vék svo að þeim ávinningi, er norræn sam- vinna hefði haft i för með sér fyrir okkur Islendinga. Sem dæmi nefndi hún Norræna húsið i Reykjavik, uppbygginguna á Heimaey og Norrænu eldfjalla- rannsóknarstöðina, sem er nýtek- in til starfa. Þvi næst vék Ragnhildur að norrænu samstarfi almennt og þeim verkefnum, er biðu þessa fundar. 1 lok ávarpsins lagði hún áherzlu á, að Norðurlandaþjóð- irnar yrðu að standa saman, þótt oft væru skiptar skoðanir um ein- stök mál, þvi að reynslan hefði sýnt, að það væri þessum frænd- þjóðum fyrir beztu. Fundi var svo haldið áfram i gær og i dag verða þingfundir, en i kvöld verða svo bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs afhent við hátiðlega athöfn i Háskóla- biói. í DAG Hermann Hermannsson knattspyrnukappi Þessi mynd er tekin rétt áður en fundur Norðurlandaráðs hófst. A myndinni sjást Erling Jensen, við- skiptaráðherra Danmerkur (snýr baki i myndavélina), Ólafur Jóhannesson, Rune Johansson, iðnaðar- ráðherra Sviþjóöar, Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, og Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar. (Timamynd Róbert.) íslenzkir rithöfundar t DAG hefst hér i blaðinu nýr greinaflokkur, það eru viðtöl við skáid og rithöfunda um ævi þeirra og störf. tslendingar hafa löngum verið forvitnir um skáid sin og þeir hafa gert sér titt um þau, þótt vitaniega hafi það allt- af verið misjafnt, hversu. mót- tækilegir menn voru fyrir boð- skap skáldanna eða næmir á iistræn vinnubrögð þeirra. Lengi var þvi trúað, að bók- vitið yrði ekki 1 askana iátið. Það var á þeirri tið, þegar næst- um allt ritað mál á islandi var skáldskapur af einhverju tagi. Nú er komin önnur öld, og nú má heita, að allt, sem gerist I landinu, gerist á einhvern hátt fyrir tilverknað bókvitsins. En það bókvit, er ekki allt list, heldur að sumu leyti andstæða hennarog margt hvað margfalt andsnúnara skáldskap en til dæmis heyskapur, fiskidráttur og fjármennska, svo aöcins sé gctið þriggja starfa, sem forfeð- ur okkar stunduðu á þeim öld- um, þcgar talað var af nokkurri litilsvirðingu um bókvitið. Þótt íslenzkir rithöfundar margfalt fleiri isiendingar gangi nú i skóla en nokkru sinni siðan land byggðist, er mikið vafamál, hvort við höfuin i ann- an tima haft meiri þörf fyrir sannan skáldskap til eflingar andlegri heilsu okkar. Hér verða aöeins nefndir þrir þeirra rithöfunda, sem lesendur fd að kynnast i þessum greina- flokki, þótt ncfna mætti inarga. Þeir eru Jón Daii/ Jökull Jakobsson og Indriði G. Þor- steinsson, og birtist fyrsta greinin, viðtalið við Jón Dan- í DAG Jón Dan Nýr greinaflokkur í Tímanum — Nýr greinaflokkur í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.