Tíminn - 16.02.1975, Side 5

Tíminn - 16.02.1975, Side 5
Sunnudagur 16. febrúar 1975 TÍMINN 5 snemma heim, þvi aö snemma næsta morgun átti hann að fara til vinnu, en hann leikur i kvik- mynd, sem á að heita Snerting dauðans (Deadly Touch) Ginger Rogers var með óhemjufallega skartgripi, hálsfesti og eyrna- lokka, sem fóru vel við snjó- hvita hárið hennar, og þótti hún glæsileg mjög á dansgólfinu með fyrrverandi samleikara slnum, Fred Astaire. Margaret O’Brien, sem þekktust var er hún lék sem smástepla með fléttustýri, en nú var hún með uppsett hár og mjög virðuleg frú. Donald O’Connor, sem lék hér áður i léttum söng- og dans- myndum, fékk Gene Kelly, Fred Astaire og Ginger Rogers til að dansa með sér við mikinn fögnuð gesta. Þetta var mjög glæsileg samkoma, og demant- ar og skartgripir — og ,,stjörn- ur” settu svip sinn á kvöldið. - þannig i sjóinn, að margt fólk féll útbyrðis. Eins og áður er sagt björguðust aðeins 163. Sökkhlöðnum bátun- um var róið frá slysstaðnum, þar sem lik flaut við lik, og fáeinir, sem lifs voru i björgunarbeltum, voru dregnir upp i þá. Meðal þeirra var skipstjórinn, Gundel, sem sokkið hafði með skipinu, en skotið upp aftur. Otflytjendurnir á skipinu höfðu verið mjög barnmargir. I sumum fjölskyldunum voru fjögur til átta börn. I einum bátnum, sem komst slysalaust á sjó, reyndust vera sjötiu og einn — þar af tuttugu og átta börn. Þessi bátur var ætlaður fjöru tiu og átta. Þrir sólarhringar voru liðnir, þegar fréttist um þetta ægilega Íj slys. Skipið hafði ekki haft neitt jj skeytasamband við land, þar eð B enginn tæki til sliks voru i þvi, og | enginn hafði þess vegna undrazt a um þaö. Tveim dögum eftir slysið JJ bar brezkan togara að báti, R sem tuttugu og átta manns var i. 7 Hann fór með fólkið til Grimsby, | og þaðan bárust svo fréttirnar j næstu dægur. Seinasti hópurinn, sem bjarg- ' aðist, var fluttur til Færeyja á gufuskipi. Loftskeytastöð var þá engin i Færeyjum, og fór einn þeirra, sem bjargaðist, stýrimað- ur, þess vegna með millilanda- skipi til Skotlands til þess að koma þaðan boðum um það, hverjir bjargazt hefðu til Fær- eyja. Rannsókn fór fram á þessu slysi i Kaupmannahöfn i júlimán- uði, og þar skýrði skipstjórinn frá þvi, að hann hefði ekki vitað, á hvað hann sigldi. Það var ekki fyrr en eftir á, að sumir þeirra, sem björguðust, sáu dranginn, er þeir höfðu upphaflega haldið vera seglskip. Skipstjórinn hafði talið sig langt sunnan við dranginn, og seinna komst upp, að aöaláttaviti skipsins hafði verið i ólagi. Þetta er eitt mesta slys I allri siglingasögu Dana. Arið 1888 sigldust þó tvö skip danska Þing- valla-skipafélagsins á úti á At- lantshafi, og sökk annað þeirra með hundrað og fimm mönnum innan borðs. Það voru einnig út- flytjendaskip, en manntjónið er ekki neitt sambærilegt. Útflytjendaskipið Rokkinn sumarið ROKKURINN, klettadrangurinn mikli, sem ris upp undir öldunum úti á reginhafi, hefur nokkuð verið til umræðu að undanförnu, þar eð Brctar hafa helgað sér hann, en aðrir lita þá ákvörðun óhýru auga,ekkisizt FæreyingaT. Hér verður þó ekki farið út i þá sálma, heldur aftur á móti rifjað upp, að árið 1904-varð ægilegt sjó- slys við Rokkinn, er danskt far- þegaskip með rúmlega átta hundruð manns innan borðs sigldi á hann i júnimánuði. Sex hundruð sem siqldi á 1904 og fimmtiu fórust, en aðeins 163 komust lifs af. Brezkur liðsforingi steig fyrstur manna fæti á Rokkinn, svo að kunnugt sé, árið 1810. Hann fór upp á dranginn til þess að kanna, hvort þar fyndist nokkurt líf. 1862 kom þangað aftur brezkt herskip, og árin 1887 og 1888 kleif Færeyingur, Daniel Danielsen, dranginn — i fyrri ferðinni ásamt manni að nafni Jóhann M. Peder- sen, en i siðara skiptið með bróður sinum Óla. Siðan liðu sex- tlu og sjö ár, áður en brezkir sjó- liðar komust upp á klettinn og drógu þar upp fána i nafni drottn- ingar sinnar. Annars hefur Rokkurinn ekki komið mjög við sögu. Arið 1904 urðu þó fuglarnir þar vitni að miklum harmleik. í rauðabýtið hinn 29. júni það ár sigldi danska útflytjendaskipið Norge á klettinn á fiúlri ferð. Skipstjóranum, V.J. Gundel, tókst þó að losa skipið, en þá tók ekki betra við: Stefnið seig I sjóinn og eftir tuttugu minútur var skipið sokkið. í þessar tuttugu minútur, sem gáfust, striddu skipverjar og far- þegar við að koma bátum i sjóinn, og ofan af stjórnpallinum bárust hróp skipstjórans, sem mælti svo fyrir, að konur og börn skyldu hafa forgangsrétt til bátanna. En þetta var vonlaust strið. Björgunarbátarnir tóku i hæsta lagi um tvö hundruð og fimmtiu manns, en á skipinu voru meira en átta hundruð. Aðrir urðu að láta sér nægja björgunarbelti, eftir þvi sem þau hrukku til. Við þetta bjástur brotnaði björgunarbátur, sem merktur var tölunni sjö. Báturinn númer sex sökk með skipinu, og bátur númer tvö hvarf. Enginn vissi, hvað af honum hafði orðið. A tveim bátanna brotnuðu borð- stokkar, og einn báturinn lenti Teikning úr danska timaritinu Illustreret Tidende 17. júli 1904, er átti að lýsa slysinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.