Tíminn - 16.02.1975, Side 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 16. febrúar 1975
Kveöja frá Islandi.
Litum fyrst á fröölega fiskað-
gerðarmynd frá 1915 eða eldri.
Útgefandi G. Jónasson og M .0. í
baksýn gömul hús við Hafnar-
stræti I Keflavik. Mér er sagt að
húsin til hægri hafi verið i eigu
Duusverzlunar. Málverk mun
hafa verið gert eftir þessu korti.
E.t.v. þekkja einhverjir les-
endur öll húsin og fiskaðgerðar-
mennina? Kort B. Magnús-
sonar (1914) af fyrstu stjórn
Eimskipafélags Islands sýnir
einnig fyrstu skipin Gullfoss og
Goðafoss-, og vikingaskips-
hugmynd i baksýn. Það fór
hrifningaralda um landið þegar
félagið var stofnað. Margir
ötulir að fá menn til að skrifa sig
fyrir hlutabréfum. I Hrisey var
sungið: Og viljirðu sjá Gullfoss
þá gægstu þar inn, þér gefst
máski eitthvað i kamppunginn
þinn”, — er þá átt við eitt
söfnunarheimilið.
A kvennaárinu sómir vel að
birta mynd af barnasjónleik
1916 til ágóða fyrir landspitala-
sjóðinn, en konur gengu vask-
lega fram i þvi máli, sem
kunnugt er, og skildu kannski
betur þörfina en karlmennirnir
gerðu.
Þekkir einhver konuna glæsi-
legu, sem heldur á bláhvita
fánanum? Og hvenær er myndin
tekin? Liklega fyrir sextiu til
sjötiu árum. Enginn útgefandi
er skráður á kortið, en á það er
skrifað til Guðnýjar Magnús-
dóttur Smiðjustig 10, Reykja-
vik.
Útgefandi tónskáldakortsins
er Olafur Ölafsson, Reykjavik.
Hvenær? Þeir bræðurnir Helgi
og Jónas Helgasynir voru báðir
smiðir að iðn, Helgi trésmiður
en Jónas járnsmiður. Áttu
heima i Reykjavik en ættaðir úr
Mývatnssveit og Flóa. Helgi
smiðaði hús, brýr og þilskip.
Var einnig kaupmaður, slökkvi-
liðsstjóri og tók þátt i þilskipa-
útgerð. Var fjömaður mikill.
Sagt er að hann hafi stundum
þotið ofan af húsþaki til að ná
sér I pappir, ef hugmynd að
sönglagi kom upp i kollinum á
honum. Heyrði útlenda hljóm-
sveit leika á Austurvelli 1874 og
eftir það héldu honum engin
bönd, hann fór til Hafnar til að
læra að þeyta horn, einnig fiðlu-
leik, tónfræði og ocgelsmiði.
Stofnaði Lúðurþeytarfélag
Reykjavikur 1876, hið fyrsta hér
á landi, og stjórnaði þvi til 1902,
er hann um skeið flutti til
Vesturheims.
Jónas hafði mikla og fallega
söngrödd og þótti svo gaman að
syngja að hann hljóp stundum
frá steðjanum til að syngja við
jarðarfarir. Arið 1862 stofnaði
Jónas söngfélagið Hörpu, sem
varö orðlagt og skemmti bæjar-
búum með söng I 30 ár. Tók við
organleikarastarfinu i dóm-
kirkjunni 1877, Jónas var I
fyrstu algerlega sjálfmennt-
aður, lék á fiðlu og harmónium.
Hátt á fertugsaldri 1875 brá
hann sér til Danmerkur til
tónlistarnáms. Tóku meistar-
arnir V. Gade og próf. Hart-
mann honum frábærlega vel.
Þeir bræðurnir sömdu mörg
lög, einkum þó Helgi (sjá i
„Islenzku söngvasafni”) Sum
voru fjörleg t.d. lag Helga
„öxar við ána”. Þar má greina
Jónas og Helgi Helgasynir.
lúðrahljóminn, önnur hjartnæm
og heillandi fögur. Báðir gáfu út
sönglagabækur, einkum þó
Jónas (Jónasarheftin). Áhrif
þeirra bræðra voru mikil. Jónas
fékk Steingrim Thorsteinsson
skáld til að semja teksta við
fjölmörg lög, íslenzk og útlend.
A sönglistin i landinu Steingrimi
mikið að þakka. Lögin i íslenzku
söngvasafni („Fjárlögi.i”) voru
lengi aðal tónaveröld þjóðar-
innar. Þá var vélsmiðjuskrölt
og öskur ekki farið að tröllriða
tónlistinni.
(Kortin hefur Guðrún Peter-
sen lánað úr safni ömmu
sinnar).
Fyrslo. sljörn.,E unskip a fjel. Island
Fyrsta stjórn Eimskipafélags tslands
Fiskaðgerö I Keflavík. Duushús, ungmennafélagshús siðar.