Tíminn - 16.02.1975, Qupperneq 15

Tíminn - 16.02.1975, Qupperneq 15
Sunnudagur 16. febrúar 1975 TÍMINN 15 Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla Verölaunagripir, Valurinn fyrir 100 leiki og fleiri, skórnir frá 1966 meö áritun heimsmeistaranna, — bikarinn lengst til vinstri er frá KRingum Þeir fengu svona bikara, Rikki og Hermann fyrir 10 leikja för til Danmerkur á sfnum tlma. Tfmamynd: Róbert.' annar fór 1:1 og sá þriöji 3:3, en þá geröist atburður sem olli þvi, aö iþróttahreyfingin bannaöi okkur aö spila við Bretana. Drengur varð fyrir skoti úr byssu brezks varðmanns, og við héldum nú, að þetta hefði verið slys, en þessu varð ekki um þokað. Akur- eyringar héldu áfram að spila við Bretana, og það eru þessir leikir á striðsárunum, sem skapa það samband, sem síðar olli þvf, að viö fengum brezk atvinnumanna- lið hingað upp. Þá var hérna á mælingaskipi, sem hét Baldur, karl, sem hét Mr. Reid, og var alþjóðadómari. Hann kemur á þessum leikjum við Bretana. Fyrst voru það Queen Park Rangers og Bury, sem koma. Þetta voru ekki dýr lið, sem byggðist á þvi, að það var ekki dýrt að fljúga og svo var önnur leiðin með skipi. Ég var í ýmsum móttökunefndum, og það var spilaðuppá aðkostnaðurinn væri sem minnstur, og hverjir vildu bjóða út aftur. En skyldi nú ekki Hermann sjálfan hafa langað til að fara út á atvinnubrautina i knattspyrnu? — Jú, ekki get ég neitað því. Mig langaði til að fara og stúdera eftir Verzló, og þá að hafa fót- boltann með. Það var búiö að bjóða mér að koma til Skotlands, ég gat fengið sjö pund á viku það var flnt. En það voru blikur á lofti þá, og mönnum fannst ástandið ótryggt. Svo urðu lætin i Munchen, og enda þótt Chamer- lain kæmi heim veifandi ein- hverjum pappirum, sem villdýriö hafði skrifað upp á, þá var ljóst, að allt myndi fara i bál og brand. Pabbi var einn af þeim, sem var sannfræður um, að svo myndi fara og vildi alls ekki, að ég færi neitt. Við þetta sat. Eftir strið fór ég svo til London og spilaði nokkra leiki I Oxford og London, en þá var maöur ekki i neinum at- vinnumennskuhugleiöingum. Þetta# sem varir lengst.... Hermann er i markinu hjá Val og úrvalsliðum f tuttugu ár og rúmlega það. Hvað skyldi hann hafa fengið að launum? — Mér hefur verið sýndur marg- vislegur sómi, sem mér þykir óskaplega vænt um. Gullúrið hérna er eftirlæti mitt. Svona úr fengum við Frimann heitinn á sinum tima fyrir að hafa orðiö tiu sinnum fslandsmeistarar. Af þvi er ég stoltastur. Svo fengum við Valsararnir útskorinn örn með peningi fyrir að hafa leikið 100 leiki eða fleiri með félaginu. Þá held ég, að ég hafi verið búinn aö leika upp undir 200, kannski fleiri. Ég hef ekki tölu á þessu. Og nú hvessi ég augun á hann ogspyr samvizku- spurningarinnar: Ertu hættur? — Tja, hættur og hættur ekki, ég* held ég hætti aldrei. Ég hef þann heiður að vera formaður fulltrúa- ráðs Vals og ég er formaður Fálk- anna, en það eru gamlir Valsar- ar, sumir þó nokkuð ..... ungir ennþá. Viðæfum einu sinni i viku, og við keppum, þegar tilefni gefst tií. Andstæðingar okkar þá eru af skemmtiferðaskipunum. Og að lokum, hvað er það, sem gefur knattspyrnunni gildi? — Það veit ég, þvi að ég hef svo sannarlega fengið að kynnast þvi á minum ferli sem knattspyrnu- maður, en það er góður félags- skapur og trygg vinátta. Þetta varir lengst og er manni dýr- mætast... Borgarstjórnarmenn keppa viö Borgarstarfsmenn á Þjóöháttöarári. Þeir ganga inn á völlinn, hliö viö hliö, Albertog Hermann, hvor f sinu liöi. Þeir uröu saman tsiandsmeistarar 30 árum áöur. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.