Tíminn - 16.02.1975, Page 28

Tíminn - 16.02.1975, Page 28
28 TÍMINN Sunnudagur 16. febrúar 1975 ÉjgllP' f * ' - <--------------- William Peter Blatty er tvigiftur, og tviskilinn. Hann á þrjú börn og þrjú barnabörn. Hann var alinn upp i mikilli fátækt, en nú þarf hann ekki aö vinna lengur. — En ef ég geri þaö ekki, ber sektartiifinningin mig ofuriiöi segir hann. Dag nokkurn I september siöastliönum, fékk Bandarikja- maöurinn William Peter Blatty, tvær ávisanir I pósti frá kvikmyndafélaginu Warner Brothers aö upphæö samtals 1.900.000 dollara, eöa um 2 1/2 millj. Isl. króna. Hvers vegna? Jú, William Blatty er höfundur hinnar frægu sögu The Exorcist, sem kvikmynduö hefur veriö og miklar deilur hafa staðiö um, bæöi hér á landi og viöa erlendis. Þessa peningaupphæö fékk Blatty sem fyrstu útborgun frá kvikmyndafélaginu fyrir mynd- ina, en hann fær 35.1% af ágóöa myndarinnar, auk þess er hann hafði áður selt handritiö af bók- inni fyrir um 800 þúsund krónur. Þessar upphæðir eru þó ekkert I samanburði viö það sem hann kemur til með að fá I framtiðinni. The Exorcist, hryllingsmyndin um litlu stúlkuna, sem djöfullinn tekur sér bólfestu I, hefur þegar skilaö af sér heildarágóöa að upp- hæö um sjötlu og tvær milljónir króna — aðeins i Bandarikjunum — síöan hún var frumsýnd 26. desember 1973. Búizt er við að ágóöinn I öörum löndum veröi um sjötiu og þrjár millj. króna, svo að heildarupphæðin verður um 145 millj. kr. Eftir að kostnaöurinn við kvik- myndina, sem var um 14.4 millj. kr. er dreginn frá heildarupphæð- inni, og eftir aö Warner Brothers hafa fengið sin 40% fyrir erlend réttindi, auglýsingar og óteljandi önnur atriöi, mun Blatty eignast um 18milljónir króna til viðbótar, og gerir það hann að tekjuhæsta rithöfundi I heimi kvikmyndanna. Áhrif móðurinnar Aðeins á þessari einu sögu — sem er hans sjötta — mun hann græöa um 24 milljónir króna, sem hlýtur aö vera stórkostlegt fyrir mann, sem var fæddur og uppal- inn I mjög fátækri innflytjenda- fjölskyldu. Móðir hans var mjög viljasterk og ákveöin kona. Hún hélt fjölskyldunni saman og stjórnaöi börnum sinum meö haröri hendi eftir að faðirinn haföi yfirgefið hana. Bill Blatty er ekki einn af þeim, sem urðu frægir á einni nóttu. Hann hefur búiö og starfað I Hollywood I nærri átján ár, haft ágætar tekjur af að skrifa grein- ar, sögur og kvikmyndahandrit. Eftir aö hafa lokið herþjónustu sinni I flughernum 1957 fluttist hann meö konu sinni og þremur bömum til Beirut, I Libanon, þar sem hann starfaði viö upp- lýsingaþjónustu Bandarlkjanna I tvöár. Á reynslu þeirri, sem hann aflaði sér á þessum tima, hefur hann byggt margar grlngreinar fyrir blaöið Saturday Evening Post og sögu, sem nefnist Hvaða leiö til Mecca, Jack? (Which Way to Mecca, Jack?). Blatty lék I mörgum leikritum I skóla sínum, Georgetown Uni- versity, og ætlaði sér uppruna- lega að veröa kvikmyndaleikari. Hann er dökkhæröur, fremur lag- legur og getur veriö mikill mælskumaöur þegar svo ber und- ir. Fær atvinnu Blatty útskrifaöist frá háskólanum meö próf I enskum bókmenntum, og var ráðinn við háskólann I Suður-Kalifornlu sem forstjóri auglýsinga. ,,A daginn”, segir hann nú.þeg- ar hann minnist þess tlma, ,,var ég vanur að láta mig dreyma um og skrifa auglýsingar og á kvöldin skrifaöi ég grinsögur I eldhúsinu, þar sem krakkarnir hlupu um og sjónvarpiö var hátt stillt. Þá var mjög auðvelt fyrir mig að ein- beita mér og sökkva mér niður I þaö sem ég var að gera, og ég tók ekki eftir neinu I kringum mig. Þetta get ég ekki lengur”. „Ég fékk 900 þúsund kr. á ári I laun hjá skólanum og ég var ánægöur meö þaö, þangað til Jack Linkletter, sonur Art Lin- kletter, kom til min einn daginn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.