Tíminn - 16.02.1975, Side 30

Tíminn - 16.02.1975, Side 30
30 TíMlNN Sunnudagur 16. febrúar 1975 — Trúbadúrar eru fámenn stétt tónlistarmanna hér á landi. Nafnið trúbadúr er upprunnið i Suður-Frakklandi á miðöldum, og var þá notað um ástarsöngvara, sem flökkuðu um og sungu ljóð sin. Siðar var nafnið notað almennt um flökkusöngvara, og á siðari timum hefur merking orðsins fjarlægzt enn meira uppruna sinn og nú er það að jafnaði notað um ýmiss konar visnasöngvara. Þekktustu islenzku trúbadúrarnir, sem svo hafa verið nefndir, eru eflaust Megas, Böðvar Guðmundsson og örn Bjarnason. — Nú-timinn átti viðtal við þann siðastnefnda fyrir nokkru, en hann mun i siðari hluta marzmánaðar, hljóðrita LP-plötu ásamt Bergi Þórðarsyni. örn Bjarnason er Akureyringur i húð og hár. Hann hefur komið fram á ýmsum skemmtun- um og hafa ljóð hans og tónlist vakið verulega athygli. örn, Megas og Böðvar Guðmundsson voru gestir Ómars Valdimarssonar i sjónvarps- þættinum ,,Það eru komnir gestir”, — en þátt- urinn var bannaður fyrir nokkru, eins og greint hefur verið frá i blöðum. Sálmurinn um sósurnar — Það má segja að Gylfi Gísla- son hafi komið trúbadúrs- nafninu á mig, segir örn i upphafi viðtalsins. — Hann var með þátt um Þórberg i út- varpinu á 85. ára afmæli skáldsins, og þar söng Þór- bergur m.a. ljóð sitt og lag, sem hann nefndi „Sálmurinn um sósurnar”. Gylfi kom að máli við mig og bað mig að strjúka undir lagið á gitar til að lyfta aðeins upp raulinu i Þórbergi. Hann sagði Þórbergi að hann hefði fengið örn Bjarnason trúbadúr til að strjúka undir lagið á gitar. Stuttu síðar varð ég á vegi blaöamanna Visis, sem voru að spyrja fólk um eitthvað á förn- um vegi I þættinum Visir spyr. Mér fannst gaman að trúba- dúrsnafninu, og þegar þeir vildu vita starfsheiti mitt, skellti ég trúbadúrsnafninu fram. örn kvaðst ekki hafa raulað mikið að undanförnu, en ,,þó alltaf öðru hvoru”. Um ára- mótin kom hann fram á lands- fundi Alþýðubandalagsins, og 1. desember s.l. kom hann fram á 1. des. samkomu stúdenta i Há- skólabiói og gerði þar mikla lukku. örn sagði, að lögin, sem hann léki, væru sum eftir hann sjálfan, en önnur eftir trúbadúra á Norðurlöndunum og viðar. Textarnir væru hins vegar allir eftir hann sjálfan og hann léki sjálfur undir á gitar. Viö vorum ekki með eggskörp brot i buxum — Nú-timanum lék mikil for- vitni á að fræðast um bannfærða sjónvarpsþáttinn, sem sjónvarpsáhorfendur munu aldrei koma til með að líta aug- um. — Þátturinn var tekin upp fyrri hluta vetrar, hóf örn mál sitt, — og ég, Megas og Böðvar vorum kynntir sem islenzkir trúbadúrar. — Þaö hefur heyrzt, að þið hafið verið fremur illa tilhaföir og jafnvel druslulegir. — Já, það er eflaust eitthvað til i þvl — alla vega vorum við ekki með eggskörp brot i buxum, eins og fyrri gestir þessa þáttar. Ég var klæddur flauelsbuxum og peysugopa, og hinir voru klæddir á svipaðan hátt. Megas hafði skrámazt á öðru auganu og þvi var gripið til þess ráðs að setja eitilsvartan lepp fyrir augað — og það var mjög fyndið og stakk I stúf við það háalvar- lega og þvingaða form, sem hef- ur einkennt þessa þætti. Við höfðum alls ekki rætt þaö okkar I millum að koma svona klæddir I upptökuna, en við er- um sennilega allir á þessari linu — og viljum ekki kenna okkur við þá tegund manna, sem ganga með harðkúluhatta. Klæðaburðurinn hefur eflaust átt sinn þátt i þvi að skapa þarna mjög sérstakt andrúms- loft. Ómar spjallaði lltillega við okkur áöur en við gengum inn I sjónvarpssalinn, og gaf okkur nokkra punkta, sem hann ætlaði að ræða um við okkur. Þetta var rætt mjög frjálslega, og frá sjónarmiði okkar vorum við hans gestir og áttum eingöngu að svara spurningum, sem að okkur var beint, en ekki að opinbera skoðanir okkar á ákveðnum málum að tilefnis- lausu. Hins vegar voru spurningar Ómars margar hverjar mjög harðar og erfitt að svara þeim þannig, að ekki væri hægt að fetta fingur út i svörin sam- kvæmt hlutleysisreglum sjónvarpsins. Til dæmis spuröi ..Við vorum ekki með eqqskörp brot í buxum eins oq fyrri qestir bessq báttar" Eruð þið kommúnistar? Nú-tíminn ræðir við • • Orn Bjarnason trúbadúr um bannfærðan sjónvarpsþátt, hlutleysi ríkisf jölmiðla og fleira hann: Eruð þið kommúnistar? Og það gefur auga leiö, að þaö er erfitt að svara svona spurningu þannig að svarið brjóti ekki I bága við hlutleysis- reglurnar. — Hverju svöruðuð þið þessari spurningtf? — Megas svaraði henni eitthvað á þessa leið: Já, kommúnistar Hvað er kommúnisti? Ég er t.d. mjög hlynntur kommúnum,....... og kommúnsense — og þar með var það útrætt mál. Við áttum að flytja eitt lag hver, og Andreá Indriðason vildi heyra lögin áður en þau yrðu tekin upp, svo við fluttum þau fyrir hann. Ég sá strax, að honum leizt alls ekki á blikuna, enda held ég, að Andrés vilji helzt að allir syngi eingöngu um sólskin og blóm, — og allt annað sé klám frá hans sjóharmiði. Þegar Andrés hafði hlýtt á lög okkar, neitaði hann að þau yrðu tekin upp. Böðvar gekk þá til hans til að ræða þetta, og spurði hann að þvi, hvort menn mættu hafa skoðun eða ekki. Þegar þeir höfðu rætt málin um stund, féllst Andrés á að taka upp lögin. Hvað merkja hugtökin lýðræði og málfrelsi? — Hvað merkja oröin m&lfrelsi og lýöræöi? Það er ekki að undra þótt við vörpum fram þessari spurningu, eftir allt sem á hefur gengiö út af þessum þætti. Þaö er alltaf verið aö veifa þessum hugtökum — lýðræöi — málfrelsi, frjáls út- varpsstöð, — frjálsir fjölmiðlar — frjáls skoðanamyndun — frjáls menning og fleira i þess- um dúr. Það á allt að vera frjálst, en þegar er farið að at- huga þetta aðeins nánar, kemur I ljós, að þetta er einungis fyrir fáa útvalda menn i þjóðfélaginu. Þegar til kastanna kemur, verður ljóst, að þeir, sem skreyta sig með þessum hugtök- um, eiga við allt annaö en eigin- lega merkingu orðanna. Jón og útvarpráð — Þeir, sem sáu þennan þátt, virtust hafa gaman af, enda var kimni I þættinum, og við vorum sennilega tröllslega undarlegir, miðað við fyrri gesti. örn sagði, að Böðvar hefði farið til Akureyrar strax eftir að þátturinn hafði verið tekinn upp, en hann sjálfur hefði nokkru siðar hringt i Jón Þórarinsson, dagskrástjóra sjónvarpsins, og spurt hvenær þátturinn yrði á dagskrá. — Jón svaraði þvi til, að það væru engar likur á þvi að þátt- urinn yrði sýndur og kvaðst „Megas hafði skrámazt á öðru auganu, og þvi var gripið til þess ráðs að setja eitilsvartan lepp fyrir augað — og það var mjög fyndið, og stakk i stúf við það háalvarlega og þvingaða form, sem hefur einkennt þessa þætti.” ,,Þeir sem sáu þennan þátt, virtust hafa gaman af, enda var kimni i þættinum, og við vorum sennilega tröllslega undarlegir, miðað við fyrri gesti.”

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.