Tíminn - 16.02.1975, Side 34

Tíminn - 16.02.1975, Side 34
34 TlMÍNN Sunnudagur 16. febrúar 1975 © Myndlist Hann heitir Guðjón Hauksson og sat i stól. — Það er nú allt óákveðið ennþá hvað ég geri i sambandi við mitt myndlistarnám, en vissulega getur svo farið, að ég fari til útlanda til náms, — og þá myndi ég sennilega velja mér auglýsingateiknun. Ég held að myndlist sé á miklu stöðvunar- timabili um þessar mundir, en á komandi timum mun verða mikil stefnubreyting i myndlist- inni. Næst hittum við að máli fvar Valgarðsson, sem er nemandi fjórða bekkjar og aðstoðarkenn- ari i þessum bekkjum, sem hér koma aðallega við sögu. Ivar sagði okkur, að hann myndi halda utan næsta vetur og leggja fyrir sig myndmótun. Aðspurður kvaðst hann vera þess fullviss, að i hópi fyrstu bekkjar nemenda væri margt efnilegt myndlistafólk. Að lokum hittum við að máli Kjartan Guðjónsson kennara og okkur fannst það liggja beinast við, að spyrja, hann hvort myndlist hefði breytzt mikið frá þvi hann kynntist henni fyrst. fyrst. — Já, myndlistin hefur tekið miklum breytingum. Þegar ég var að byrja að fást við þetta voru allir i abstrakt listinni og þá var t.d. ekki popplistin til. Aðspurður sagði Kjartan, að flestir nemendur skólans væru úr Reykjavik og nágrenni, en þó væri töluverður hópur utan af landi. Sagði hann, að mjög fáir sérmenntaðir teiknikennarar væru i skólum hér á landi, og hvað landsbyggðina áhrærði væru þessi mál ófullnægjandi. Kvað hann nemendur utan af landi verr undir nám i skólanum búið af þessum sökum, þvi að tilsögn i teiknun væri af skorn- um skammti i skólum þar. Kjartan Guðjónsson hefur sið- ustu orðin i þessari grein: — Marga nemendur, sem koma hingað i skólann, langar út á listabrautina, en ýmislegt getur eðlilega orðið þess vald- andi að löngunin ein ræður ekki. Hins vegar held ég að mér sé ó- hætt að fullyrða, að enginn nem- andi, sem hingað hefur komið, geti gleymt dvöl sinni hér — jafnvel þótt lifsstarf viðkom- anda verði gjörólik þessari vinnu. © Trúbador mig að geta þess, að fyrir nokkru var sýnd kvikmynd eftir Ólaf Hauk Simonarson og Þor- stein Jónsson, sem nefndist „Lifsmark”. Eftir sýningu myndarinnar var umræðuþátt- ur, þar sem þrir hægrimenn, þar af stjórnandi þáttarins, voru á móti einum vinstri- manni. Það er skemmst frá þvi að segja, að þessir menn komust aldrei að kjarna málsins og létu út úr sér svo fáránlegar setningar, að maður fór i alvöru að hugsa um það, að skólakerfið hlyti allt að vera megingallað, fyrst hámenntaðir menn gætu látið út úr sér aðra eins vitleysu. Sem dæmi um þetta er t.d. spurning, sem stjórnandinn varpaði fram, en hún var svona: Hvernig færi, ef allir flyttu upp i sveit og færu að vinna leður? Hvilik endemis þvæla. Sam- kvæmt þessu væri alveg eins hægt að spyrja: Hvernig færi, ef ailir færu að flytja inn bila? Hvernig færi, ef allir gerðust heildsalar? -Gsal- SJÁIST með endurskini SVALUR 11 Lyman Young y-‘

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.