Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 35

Tíminn - 16.02.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur 16. febrúar 1975 TÍMINN 35 með ungu fólki með ungu fólki með ungu Hverja llnu þarf aö fhuga af kostgæfni áður en hún er fest á pappirinn. Hér má sjá eina unga stúlku við teikningu sina af fyrirsætunni. Unniö af kappi i hinni stóru skólastofu. Nemendur spreyta sig á þvf, að teikna andlit fyrirsætunnar. Timamyndir: Róbert. með ungu fólki með ungu fólki með ungu motur og drykkur Halldóra Ásgeirsdóttir, nemandi Vogaskóla í heimsókn í Myndlista- og handíðaskóla íslands Við lögðum leið okk- ar i Myndlistar- og handiðaskóla Islands, en hann er til húsa i Skipholti. Gisli B. Björnsson, skólastjóri, skýrði fyrir okkur i byrjun starfsemi skólans i vetur. Þá gekk hann með okkur um skólann og sýndi okkur vinnu nemenda i reynd. Á efstu hæð hússins voru nemendur 1. bekkjar við vinnu sina. Þar voru i rauninni tvær bekkjardeildir en nemendur beggja bekkjanna unnu þó að sinum verkefnum i einni risastórri skóla- stofu. Þar inni voru um 40 nemendur, tuttugu úr hvorum bekk. Verkefnaskiptingin var þann- ig, að annar hópurinn var að teikna andlit ungrar fyrirsætu, en hinn hópurinn teiknaði beina- grind, sem stóð i öllu sinu veldi út á miðju gólfinu. Mér var tjáð að hún héti Lina. I fyrstu tveimur bekkjum skólans var okkur sagt, að mikil áherzla værilögð á góða ástund- un i námi og fylgzt væri vel með mætingu nemenda, en þegar lengra liði á námið yrði það frjálsara og nemendum gefið tækifæri til sjálfstæðs náms. Við eina trönuna stóð ung stúlka og við tókum hana tali til að forvitnast aðeins um inn- tökuskilyrðin i skólann. Sagðist hún heita Sólveig og vera Aðal- steinsdóttir. — Til þess að fá inngöngu i skólann þarf hver nemandi að þreyta svonefnt inntökupróf og standast það að sjálfsögðu. Prófið er byggt upp á spurning- um og ritgerð, en einnig þurfum við að spreyta okkur i teiknun og málun. — Hefurðu ákveðið hvort þú ætlir að leggja stund á frekara nám þegar þessu námi er lokið hér i skólanum? — Já, minn hugur stefnir i þá átt. Hins vegar get ég ekki á þessu stigi sagt neitt nánar um það, þar sem framhaldsnám fer eftir þvi hvaða braut ég vel. Við aðra trönu hittum við ung- an pilt, Vigni Jóhannsson og við lögðum fyrir hann spurninguna um það, hvort hugur hans stefndi á frekara nám þegar þessu lyki. Sagði Vignir, að svo gæti far- ið, ef námið i Myndlistar- og handiðaskólanum veitti ekki það sem hann væri að sækjast eftir. Bæði i gamni og alvöru spurð- um við Vigni, hvort myndlist ætti framtið fyrir sér á Islandi, — þótt við sæjum á þessu dug- iega og áhugasama fólki, að svarið við spurningunni gæti að- eins verið á einn veg. Og svarið varð auðvitað þann- ig, en Vignir bætti þvi við að með þeim nemendum, sem nú væru i skólanum myndi örugg- lega risa upp margt efnilegra listamanna. Hvað skyldi hann heita ná- unginn, sem er að teikna Linu kellingu út við glugga, niður- sokkinn i verk sitt. Það væri synd að trufla hann, — og þó.... — Ég heiti Jón Bjarnason. Aðspurður sagði hann, að hugur hans stefndi i kennara- deildina. — Út? Til útlanda? Til hvers? Ég fæ full réttindi sem kennari hér heima. Almennt um mynd- list? Ja, — hún er frá minum bæjardyrum séð jafn nauðsyn- leg og matur og drykkur, — og ég get sagt þér það, að myndlist er i sókn hér á landi. Asta ólafsdóttir, einn nem- andi þessa stóra bekkjar, sagði okkur, að sinar framtiðar- áætlanir i sambandi við mynd- listarnám væru alls óákveðnar, — hins vegar ætti allt sem flokk- ast gæti undir myndlist, mikla framtið fyrir sér. Þegar einn nemendanna var að virða Linu kellingu mjög ná- kvæmlega fyrir sér, pikkuðum við i bakið á honum og spurðum hann hvort við mættum trufla hann aðeins. Framhald á 34. siðu. NEAAANDI VOGASKÓLA í STARFSKYNNINGU Á TÍMANUM Myndlist er jafn nauSsynleg Halldóra Asgeirsdóttir er sextán ára gömul og nem- andi I Vogaskóla. Hún stund- ar nám I fjórða bekk, og bekkurinn hennar er nefndur V-10. Halldóru langaði til að kynna sér störf blaðamanna I svokallaðri starfsviku, sem nemendur nefna „sæluvik- una”. Hér á Timanum var hún i nokkra daga og spreytti sig á ýmsum smáverkefn- um, auk þess sem hún fékk það verkefni að lýsa fyrir lesendum einni kennslustund i Myndlista- og handiðaskól- anum, en árangur þess verk- efnis sjáum við hér á siðunni. Kjartan Guðjónsson, kennari aðstoðar einn nemanda. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.