Tíminn - 08.06.1975, Síða 2

Tíminn - 08.06.1975, Síða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 8. júni 1975 AÐFARANÓTT laugardags varö stórbruni I Reykjavík er eldur kom upp I tvilyftu timburhúsi aö Þing- holtsstræti 27, laust fyrir klukkan hálf fimm. Tveir menn voru I húsinu, og geröi annar þeirra slökkvilið- inu viövart og bjargaði sér siöan á brunakaðli út úr húsinu. Slökkviliösmenn fundu hinn manninn sof- andi á neöri hæöinni og hlaut hann nokkur brunasár, þó ekki alvarlega aö þvi aö talið er. Mikill eldur var I húsinu, þegar siökkviliöiö kom á vettvang, en þvl tókst á skömmum tfma aö ráöa niðurlögum eldsins, sem sézt bezt á þvi, aö slökkvistarfi var að mestu lokið ki. 5. Brunavakt var við húsiö fram tii hádegis I gær, en húsiö er mikið skemmt, bæöi af reyk og vatni. Þingholtsstræti 27 er eitt af þeim húsum I Reykja- vík, sem friðuö hafa veriö. Myndin sýnir slökkviliösmenn aö störfum I fyrrinótt. Tlmamynd G.E. Fyrir komu siögæöisvaröarins AAólað yfir „ósómann" ASK-Reykjavlk. A þessum siöustu og verstu tímum er enn hægt að finna nokkrar siðprúöar sálir. Augljós sönnun þess er, aö einhverjir fulltrúar þessarar hverfandi stéttar máluðu yfir auglýsingarskilti Kjarvalsstaöa aöfaranótt 5. júnl. Myndirnar á skiltunum sýndu útlinur nakinnar kvenpersónu og átti aö minna á sýningu Gunnars I. Guðjónssonar að Kjarvals- stöðum. Ungir Framsóknar- menn halda þing á Húsavík FIMMTANDA þing Sambands ungra Framsóknarmanna var sett á Húsavík sl. föstudag. For- maður Sambandsins, Eggert Jó- hannesson, setti þingið með ræöu. Þá fór fram kjör þingforseta. 1. þingforseti var kjörinn Guð- mundur Björnsson, Húsavik, 2. þingforseti Dagbjörg Höskulds- dóttir, Stykkishólmi og 3. þingfor- seti Jón Sigurðsson, Kópavogi. Þingritarar voru kjörnir Kristinn Jónsson, Búðardal, og Guðni Agústsson, Selfossi. Formaður SUF, Eggert Jó- hannesson, flutti skýrslu fráfar- andi stjórnar og Sævar Sigur- geirsson, gjaldkeri Sambandsins, gerði grein fyrir reikningum SUF. 1 gær, laugardag, sátu nefndir að störfum, en þinginu lýkur I dag, sunnudag. Slðast i mai var haldið 15. nor- ræna póstmannaþingið I Kaup- mannahöfn. 325 fulltrúar sóttu þingið, þar af 13 frá Póstmanna- félagi tslands. Páll Daníelsson, forstjóri hagdeildar Pósts og síma, var fulltrúi íslenzku póst- stjórnarinnar. Hans Strunge, formaður danska póst- og simamanna- félagsins, ávarpaði þingið. í ávarpi hans kom fram, að þetta var I fjórða sinn sem þingið fór fram I Kaupmannahöfn. Þá flutti Anker Jörgensen, forsætisráð- herra Danmerkur ávarp og bauð gesti velkomna. Einnig lýsti ráð- herrann áhuga sfnum á aðalverk- efni þingsins, en það var ,,at- vinnulýðræði á vinnustað”. Slðan lýsti hann 15. norræna póst- mannaþingið sett. K.N. Kaptein póstmeistari flutti framsöguræðuna, en að henni lokinni skiptust fulltrúar I starfshópa og efniö var tekið til meðferðar. Siöasta dag þingsins, sem stóö I þrjá daga, lágu fyrir niðurstööur starfshópanna, og hófust þá umræður. Þá voru fluttir fyrirlestrar á þinginu, Gösta Hultin frá Stokk- hólmi talaði um bankastarfsemi póststjórna á Norðurlöndum, og Helge Seip flutti fyrirlestur, sem þinga DET 15. NORDISKE POSTM0DE -1975 Merki Norræna póstmannaþings- ins 1975. hann nefndi Norðurlönd og Efna- hagsbandalagið. Nokkrarumræð ur urðu um fyrirlestra þessa og skoöanaskipti. Auk þingstarfa var margt gert gestum til fróðleiks og skemmtunar. M.a. var móttaka I Ráðhúsinu hjá Urban Hansen, borgarstjóra Kaupmannahafnar. Viö þingslit bauð formaður finnska póstmannafélagsins, Paavo Heikkila, til 16. norræna póstmannaþingsins I Helsinki 1979, og hvatti hann póstmenn til að hefja finnskunám sem fyrst. A 125 ára afmæli danska frl- merkisins verður sýningin „HAFNIA-76” haldin i hinu nýja Bella Center i Kaupmannahöfn, sem liggur rétt úti við Kastrup- flugvöllinn. Danska póststjórnin hefur þegar gefið út sina fyrstu blokk, með yfirverði, sem gengur til að greiða kostnað af sýningunni.en önnur slik er væntanleg. Blokk þessi kom út 27. febrúar 1975, en hin siðari á sjálfri sýningunni. Fyrstu tillögurnar að dönsk- um frimerkjum sáu dagsins ljós 7. nóvember 1849. Þetta voru tvær blýantsteikningar eftir M.W. Ferslew, af skjaldar- merki Danmerkur og Friðrik VII. konungi. Þessar tillögur, og tvær aðrar, prýða blokk þá er þegar hefur verið gefin út. Nafnið HAFNIA hefur verið valið á sýninguna sökum þess, að um 1000-1100 hét borgin Havn sem siðar varð Köbenhavn, en eins og kunnugt er, er ekki ýkja langt siðan borgin hélt upp á 800 ára afmæli sitt. Hafnia er svo hið latneska heiti borgarinnar. Sýningin verður haldin á há- sumarleyfistímanum, 20.-29. ágúst sumarið 1976, og er ætlun- in að skipuleggja hópferð héðan frá íslandi á sýninguna. Sýningin verður eins og áöur segir, I hinu nýja Bella Center, sem þá á að verða tilbúið, á 237,000 ferfeta svæði. Stærð sýningarramma verður 35x47 tommur að innanmáli, en það eru sömu rammarnir og notaðir voru á Stockholmia ’74. Auk þess verður bæði póst- stjórnum og kaupmönnum gert kleift að leigja sölustanda á sýn- ingunni, auk þess sem póst- stjórnir geta tekið þátt i hinni opinberu sýningardeild. Þaö þarf varla að geta þess, aö þetta er alþjóðleg sýning undir vernd Federation Inter- Sýningarmerkið. national de Philatelie (F.I.P.), eða Alþjóðasamtaka frimerkja- safnara. Hin opinberu mál sýningar- innar verða enska og danska. Stórt uppboð verður haldið I sambandi við sýninguna. Þá verða gefnir út a.m.k. 2 kynn- ingarbæklingar, áður en sýning- in verður haldin, og er áætlað að sá fyrri komi út I ágúst næst- komandi. Verður m.a. I hinum skrá yfir umboðsmenn I hverju landi. En þetta er fyrsta alþjóðasýningin, sem þær regl- ur gilda að fullu um, að aðeins er hægt að senda efni frá hverju landi I gegn um hin skipaða um- boðsmann, og eingöngu tekið til sýningar efni frá mönnum, sem eru meðlimir i þeim lándssam- böndum, sem eru aðilar að F.I.P. Hér a landi er það Lands- samband islenzkra frlmerkja- safnara, en umboðsmaður er undirritaður I Pósthólf 26, Haf& arfirði. Forseti sýningarinnar er for- maður Danske Filatelisters Fællesraad, Tage Bundtsen efnaverkfræðingur, en fram- kvæmdastjóri er Henrik Eis, fulltrúi hjá Pósti og sima. Þegar er hafin söfnun safna frá Islandi og Islenzkra safna vítt um heim til að senda á sýn- inguna, svo að Island verði þar rækilega kynnt. Sigurður H. Þorsteinsson. Llkan af hinu nýja Bella Cenier. Eftir komu siðgæöisvaröarins. Timamynd: Róbert. |

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.