Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 5

Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 5
Sunnudagur 8. júni 1975 TÍMINN 5 Antony M. Voelker, yfirmaöur gagnglæpadeildar lögreglunnar I New York. „Fórnarlömb” ræningja, nauðgara, eiturlyf jasala, kynvillinga og morðingja Viövarandi glæpafaraldur i New York hefur orðið til þess að lögreglan þar verður að beita ýmsum ráðum til að hafa hend- ur i hári afbrotamanna og sum- um jafnvel vafasömum, til dæmis með þvi að leggja fyrir þá afbrotagildrur. Ein deild lög- reglunnar hefur þann starfa, að dulbúa lögregluþjóna og gera þá þannig úr garði, að þeir verði fórnarlömb afbrotamanna og snýst þá leikurinn oft þannig við, að það verða árásarmenn- irnir sem fara illa út úr við- skiptunum. Vart þarf að taka það fram, að lögreglusveit þessi er sérstaklega þjálfuð til að fást við ofbeldismenn. Lögregluyfir- völd telja að með þessu sé ekki einvörðungu verið að leiða af- brotamenn i gildru til að standa þá að verki og dæma, heldur hugsi þeir sig um tvisvar áöur en þeir leggja til atlögu við ein- hverja, sem þeir halda sig geta auðveldlega ráðið við, þar sem aldrei megi vita við hverja sé i raun og veru við að eiga. Þessi lögreglusveit er á vakt allan sólarhringinn og áður en lögreglumennirnir fara út á strætin er engu likara en þeir séu á leið á leiksvið. Föðrunar- sérfræðingar, hárgreiðslukonur og saumakonur fara höndum um þá og búninga þeirra, og eru þeir oft óþekkjanlegir frá degi til dags. Eru lögreglumennirnir klæddir sem hippar, skrifstofu- menn, betlarar, blindir menn, eiturlyfjaneytendur, bréfberar, konur, fatlaðir menn og jafnvel gleðikonur. Þeir blanda sér i mannmergðina á strætum stór- borgarinnar, og iðulega verða þeir vitni að lögbrotum, svo sem eiturlyfjasölu, fjárkúgun, rán- um og fleira, án þess að vera sjálfir viðriðnir málið. Oft er einnig ráðizt á þá og hafa margir, bæði lögreglumenn og afbrotamenn farið illa út úr þeim viðskiptum. Allir lögreglumennirnir i þessari sérstöku deild eru sjálf- boðaliðar og fá ekki sérstaklega greitt fyrir þetta hættulega starf.. Arásarmaður handtekinn. Þrlr dulbúnir lögreglumenn handtaka mann, sem réðist á einn þeirra. Venjulega er þessu öfugt farið. Árásarmennirnir eru fleiri en fórnarlambið eitt. Þessi virðist sakleysislegur byggingaverkamaöur, en er I rauninni harðsnúinn lögregluþjónn. Blindur maður? Ekki alveg rétt. Þetta er lögreglumaður, sem fylg- ist mjög vel með öllu sem fram fer umhverfis hann. „Fórnarlömbin” að hefja vakt. i gagnglæpadeildinni eru fáar konur, en I þeirra stað eru ungir og sætir strákar klæddir sem kvenmenn og vafra um I skemmtigöröum og fáförnum stöðum og láta þá handtöskuþjófar og nauðgarar sjald an lengi á sér standa. —. Likamsárásarmenn eru hvergi öruggir með fórnarlömb sln I New York, bensínafgreiðslumenn geta veriö vel vopnaðar skyttur og „læknirinn” hér á myndinni er sérstaklega þjálfaður til að „svæfa” menn, með hnefunum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.