Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 6
6 TÍMINN s ii í . H i j y h i s *.’í; l < Sunnudagur 8. júni 1975 HikbMí .snes j ðkull A Ilellnum. Melabúö t.v. Glslabær t.h. Kirkjan gamla Utrnlaus fyrir miöju, fjær. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXXVII Tjarnir i Eyjafirði um aldamót t Hrisey (1956) Garðurinn i Fifilgeröi (1941) „En ég hef verið i Hrisey!” sagði stúlkan. Þaö hefur löngum verið lif i tuskunum i þessari al- kunnu útgerðarstöð. Hrisey er með stærstu eyjum við Island, um 7 km á lengd, en fremur mjó. Stytzt er til lands að Hellu- höfða á Arskógsströnd 2 km. Á myndinni sést hluti af þorpinu á suðurenda eyjarinnar. Kirkjan var byggð á árunum 1927—1928 og er hin vandaðasta. Áður höfðuHriseyingar sótt messu að Stærra-Arskógi. Timburhúsið á miðri myndinni, kennt við Þor- stein Jörundsson útgerðarmann mun vera byggt um eða fyrir aldamót. Til hægri við það er hús Þorvaldar smiðs, einnig all- gamalt. Vestan fjarðarins blas- ir Arskógsströnd við, en yfir hana utanverða gnæfir Krossa- fjall með nær þúsund metra hnjúkum sinum. Liklega er það hin fornu Sólarfjöll, sem um getur i Landnámu. Ýmsir út- gerðarmenn hafa gert garðinn frægan i Hrisey, t.d. hákarla- Jörundur á Syðstabæ og siðar Páll Bergsson, Björn á Sela- klöpp, Oddur i Hafnarvik, Krist- inn á Yztabæ o.fl. Páll rak jafn- framt verzlun og byggði stærsta húsið i Hrisey. Nú er norðurendi eyjarinnar friðaður og hafin þar skógrækt. Vitinn gnæfir þar yfir. Rannsóknir á rjúpum fara fram i eyjunni, og holdanauta- stöð er i undirbúningi. Ræktun var allmikil um skeið, en nú eru túnin litið nýtt og Hriseyingar kaupa mjólk frá Akureyri. Bregðum okkur i land og lit- um á gamla bæi frammi i Firði, innan Akureyrar. Myndin af Tjörnum er tekin af þýzkum manni (H. Erkes) um eða fyrir aldamót. Bærinn hefur verið reisulegur þriggja bursta með þykkum veggjum — og vel rýk- ur ■ úr eldhússtrompunum. Tjarnir eru nú fremsta býlið austan Eyjafjarðarár, um 46 km frá Akureyri. Myndarlegur hefur hann ver- ið gamli sexburstabærinn á öxnafelli, um 25 km frá Akur- eyri. Bak við sést baðstofan, er snýr gafli og glugga móti suðri. Vigfús Sigurgeirsson ljósmynd- ari tók myndina 1927. Margir kannast við Margréti frá öxna- felli vegna skyggnigáfu hennar. Nú er steinhús á Tjörnum og öxnafelli. Fifilgerði er miklu utar, að- eins 7.5 km frá Akureyri. 1 Fifil- gerði komu þeir bræður Jón og Kristján Rögnvaldssynir upp fjölskrúðugum trjágarði og ræktuðu um skeið hið mesta safn islenzkra jurta og margt útlendra. Arið 1957 keypti Akur- eyrarbær safnið og urðu plönt- urnar kjarninn i grasgarðinum i Lystigarði Akureyrar. Myndin mun tekin um 1940. Húsið gamla er einlyft timburhús portbyggt. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvar myndin gamla af byggð undir Snæfellsjökli er tekin. Kristján Kristinsson á Hellis- sandi segir hana vera af Helln- um og heiti rauðu húsin þrjú til vinstri Melabúð, en þyrpingin fjær Gislabæ Turnlausa kirkju ber i jökulinn. Maðurinn, sem stendur fremst á myndinni, er Kristinn Brandsson, faðir Kristjáns. Óvist um blómarós- irnar, sennilega gestkomandi þarna. Myndin mun tekin snemma á öldinni eða fyrr? Bærinn, er sýndur var nafnlaus mynd af 11. mai, mun vera Sturlu-Reykir i Borgarfirði um 1920. öxnafell i Eyjafiröi (gamii bærinn) (1927)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.