Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. júni 1975 TÍMINN 7 Dr. Hallgrímur Helgason: Kantor og kirkjulag Fyrir 225 árum lauk lifi þess manns, sem lengst hefur komizt I þeirri list að láta fjölröddun lifa i smæsta frumi sem stór- kostlega heild, Johan Sebastian Bach (1685-1750). Hann dó sem einskis metinn tónhöfundur, smáður söngvari. Valdsmenn samtiðar gældu við útlenzka tizku og létu sér fátt um finnast organistann við Tómasarkirkjuna iLeipzig, sem jafnan hafði haft fátækt að fylgikonu. Sterkur vilji, bjartsýn lifs- skoðun og einstök iðjusemi, voru hins vegar þeir eiginleikar, sem gerðu honum kleift að af- kasta ótrúlegu æviverki við þjónustumanns kjör. Sá hluti æviverks, sem tengdur er tón- sköpun, er nú orðinn sameign allra þeirra, sem iðka og unna músik. Rúmar tvær aldir hafa engu breytt um mat né gildi tón- verka Tómasarkantorsins. Þau eru fyrir löngu orðin sigild. Timinn,sem seinvikur er, en að siðustu alltaf réttlátur dómari hefur kveðið upp sinn óvé- fengjanlegan úrskurð. Þeim úrskurði verður aldrei áfrýjað. Hann er endanlegur og algildur. Hann stendur á þeim óraskanlega grunni, að verk Bachs, hverju sinni sem . þau heyrast, vekja athygli áheyr- anda, seðja forvitni hans, svala fegurðarlöngun, fullnægja sam- ræmisþörf hans og veita honum þar með reynslu og aukinn þroska. Still allra verka þessa lútherska kantors ber auðsæ höfundareinkenni. Það er tiðar- still barokk-timans samandreg- Hvað get ég gert í sumar? FÉLAGSMALASTOFNUN Kópavogs hefur gefið út bækling, sem nefnist: Hvað get ég gert i sumar? Bæklingnum hefur verið dreift i öll hús i Kópavogi og er i honum að finna allar upplýsingar um námskeið og klúbba fyrir unglinga. Má þar nefna Siglinga- klúbbinn Kópanes, námskeið i iþróttum og útillfi, reiðskólanám- skeið, sundnámskeið, vinnuskóli, skólagarða og margt fleira. Nánari upplýsingar um alla þessa sumarstarfsemi eru gefnar hjá Félagsmálastofnun Kópa- vogskaupstaðar i sima 41570. Sálmur nr.507. Sigurbjörii Einarsson biskup hefur komið á framfæri svolát- andi athugasemd: ,,t grein, sem nefnist „Ofurlit- il athugasemd” og birtist i Tim- anum 1. júni, segir höfundur, Sn.J., að i Sálmabók 1972 sé sr. Matthias Jochumsson enn rang- lega talinn frumhöfundur sálmsins ,,Ó, faðir, gjör mig litið ljós”, svo sem verið hafi i fyrri sálmabók (1945). Þetta er ekki rétt hermt. Bæði við sálminn sjálfan (nr. 507 i bókinni) og i höfundaskrá (bls. 539 og 543) er sr. Matthias skráður þýðandi og hins enska írumhöfundar getið. Og i sið- ustu prentum Sálmabókar 1945, þeirri einu, sem ég sá um, hafði þetta þegar verið leiðrétt, enda hafði sr. Þorsteinn Björnsson frikirkjuprestur bent á það opinberlega, að þessi sálmur væri þýddur, fyrstur manna svo ég viti til. Ég veit ekki, hvernig slikt sem þetta getur farið framhjá vel læsum manni. Má vera, að -eitthvað fleira, sem fundið er að nýju sálmabókmni, yxi ekki mjög i augum, ef lesið væri með nokkru meiri gát en þessi at- hugasemd ber með sér.” inn i brennipunkt hámarka. Höfundur er likastur aðdráttar- linsu, sem til sin seiðir og safnar frönskum, enskum og itölskum áhrifum og aðlagar þau alda- gamalli þýzkri hefð og sjö kyn- slóða eigin ættararfi. Allir þess- ir stórfenglegu, landfræðilegu og liffræðilegu aðdrættir, sam- fara óbrigðulli listalegri ábyrðartilfinningu og meistara- legri handverkskunnáttu, hljóta að marka há mið. Skilningsleysi yfirboðara, erfiðleikar og andstreymi fengu aldrei yfirbugað þennan ein- stæða mann, sem aldrei hvikaði frá sinni sannfæringu, aldrei brást þeirri köllun sinni að vinna föðurlandi sinu allt það gagn, er hann mátti. Styrka stoð átti hann i fordæmi Marteins Lúther, sem vakið hafði þýzkt kirkjulif til nýrrar reisnar, lagt grundvöll að nýháþýzku bók- menntamáli með bibliuþýðingu sinni og gefið siðbótarhreyfing- unni kveikjandi striðssöng með lagi sinu Vor guð er borg á bjargi traust. Ein aðalmáttarstoð tónverka Bachs er kirkjuleg, lútherskur kórall, sem nátengdur er al- mennum alþýðusöng. Hann ber uppi kóralforspil hans, kantöt- ur, passiur, messur, orgelbók- ina, kóraltiíbrigði'og sjálfstæð- ar útsetningar. Þá er þjóðlag honum hjartfólgiö. Andi þess bærist i svitum hans og jafnvel barnalag, sem tiðkast hér á landi, Fram, fram fylking, reynist honum verðugt niöurlag i Goldberg-tilbrigðum hans. Allur þessi einfaldi efniviður verður i höndum hans að marg- slunginni, háreistri byggingu, sakir raddfærslulistar, sem i þvi felst, að allar raddir leggi fram jafnan skerf til þeirrar heildar, sem við nefnum tónsmið. Ef ein rödd hefur ekkert markvert fram að færa, þá þagnar hún. Innantómt tónagjálfur er þvi útilokað. Þetta veldur þvi, að verkin eru ávallt verð áheyrnar, þvi að timalegur varanleiki þeirra er fullur viðburða. Smátt frum eða mótif er vaki tónlistar. Úrvinnsla þess er leyndardómur tónsköpunar. Sjálft nafn Bachs, tónarnir B-A- C-H, er slikt frum. Nú, þegar Þórarinn Jónsson er liðinn, þökkum við honum framleg hans að frumsaminni tónsmiö fyrir einleiksfiðlu til vegsemdar þessum mesta kantor allra tima. Verk hans er sveigur Is- lands á grafreit Bachs. SjöHu sinnum iviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á íslandi. 500 þeirra starfa á flugstöövum og skrifstofum okkar i 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundið flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti veröa. FLVCFÉIAC LOFJWDIR ISLANDS Félög með þjálfað starfslió í þjónustu við þig %+ !■ \\ "%0{ V ** %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.