Tíminn - 08.06.1975, Síða 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 8. júnl 1975
Einn fagran janiíardag 1972
langa&i Pamelu Levin allt i einu
aö fara út aö ganga. Hún geröi
þaö þó ekki. I staö þess settist
hún viö stofugluggann og horföi á
nágrannakonur sinar draga börn
sin á sleöum I snjónum. Pamela
var alltof feit til þess aö komast
I vetrarsiöbuxurnar sinar. Hún
var hvorki meira né minna en 237
pund. Þaö var greinilega kominn
timi til þess að fara enn einu sinni
I megrunarkúr. í þetta skipti
byrjaöi þessi 25 ára gamla kona
ekki á þvi aö svelta sig og fá sér
aöeins súrt skyr annaö slagiö, né
heldur a& telja ofan I sig
kolvetniseiningarnar. Hún
innritaöist á námskeiö I
Pennsylvaniu-háskóla, en nám-
skei&iö var ætlaö feitu fólki, og
þar var lögö megináherzla á að
rannsaka hegöun fólksins og hátt-
erni þess allt I sambandi viö mat
og matarvenjur. Oröið megrun
var aldrei nefnt, þótt ekki sé þar
meö sagt, aö hitaeiningar skipti
ekki máli. Það gera þær. En
Pamela læröi nú annað og
þýöingarmeira, i sambandi við
megrunina.
Innan árs haföi Pamela losnað
viö 74 pund, og hún hefur ekki
bætt einu einasta þeirra við sig
aftur, og hún hefur heldur ekki
hætt að boröa allan þann mat,
sem henni þykir góöur, né heldur
tekið megunarlyf af nokkurri
gerö. Hún losnaöi viö þessi pund
meö þvi aö læra aö skilja
ástæöuna fyrir offitu sjálfrar sin,
og hætta aö einblina á vigtina, en
hugsa þeim mun meira um
matarvenjurnar. Þarna I skólan-
um er það kenningin, aö þaö sé
ekki maturinn einn, sem geri fólk
feitt, heldur matarvenjurnar,
hvar, hvers vegna og hvenær og
hversu oft þú borðar. Hvaö
Pamelu viðkom, þá var svariö
einfaldlega þaö, aö hún boröaöi
stanzlaust. Þaö er heldur engin
furða, því þaö þarf töluverðan
mat til viöhalds 237 punda
llkama.
Boðendur þessarar nýju
megrunaraöferöar segja, a& fólk
eins og Pamela fitni alltaf aftur
vegna þess aö á meðan á megr-
ununni stendur sé þaö svipt þeim
mat og öllu þvt sem fólkinu þykir
bezt, en ekkert sé gert til þess aö
breyta matarvenjunum. Það get-
ur hver sem er haldiö þaö út aö
boröa grænmeti I nokkrar vikur.
Svo kemur allt I einu þessi ótta-
lega löngun I allt, sem fólkinu
þykir gott, og þá stelt þaö til þess
aö fá sér ofurlltinn bita. Næst
kemur sektartilfinningin, og aftur
er gripiö til þess aö fá sér eitthvað
til þess aö svæfa hana, og þar meö
er bindindiö brotiö fyrir fullt og
allt, og kílóin streyma aftur til
baka.
Pamela Levin ger&i sér ekki
grein fyrir þvl, að hún borðaði
stanzlaust fyrr en hún fór á nám-
skei&ið. Þar var henni gert skylt
að halda dagbók yfir allt sem hún
lét ofan I sig. — Þaö var ekki fyrr
en ég fór aö skrifa allt niöur,
meira aö segja gosdrykki, aö ég
geröi mér ljóst, aö ég var alltaf
aö fá mér eitthvað, segir hún. —■
Ég haf&i vanið mig á aö boröa
hitaeiningasnauöan mat, gegnum
alla þá megrunarkúra sem ég
hafði verið I. En þess á milli var
ég alltaf að troða mig út á ein-
hverju, sem mér þótti gott.
Stundum fékk ég mér ís,
stundum hintaeiningasnauöan
gosdrykk. Pamelu var nú ráölagt
aö boröa ekki nema þrjár
máltiöir á dag, og fá sér svo eitt-
hvaö smávegis einu sinni eöa
tvisvar þess á milli. Færi hana
allt I einu aö langa I pizza, var þaö
allt I lagi, en hún mátti bara ekki
fá sér það fyrr en á matmáls-
tlma. Vildi hún fá sér brauðsneið
meö sultu, þá var þaö einnig I
lagi, svo fremi hún væri hluti af
máltlð hennar. Þegar hún hætti
aö bor&a milli mála fór hún aö
léttast.
Hvers vegna
fitnum við
Það er um fátt meira hugsað eþa
skrifaö I Bandarlkjunum heldur
en megrun. Heilbrigðisráðuneyti
Bandarlkjanna segir, aö 79
milljónir Bandarlkjamanna séu
20% of þungir. Og þar er
milljöröum dollara eytt I alls
konar lyf og annaö, sem fólk er
hvatt til þess aö nota til þess aö ná
af sé aukakítóunum. Þaö ætti öll-
um aö vera ljóst, aö þaö er mun
hagkvæmara aö eyöa nokkrum
mlnútum á dag I þaö aö gera sér
ljósa orsök vandans. Það er ein-
föld staðreynd, að hitaeiningarn-
ar mega ekki vera fleiri en nauð-
synl. er til þess aö fólk fitni ekki.
Þó maöur borði ekki meira en
sem svarar 25 umframhitaeining-
um á dag — eöa sem svarar einni
smáköku — þýðir það 9125 hita-
einingar á ári. Þar sem eitt pund
af fitu kemur úr 3500 hitaeining-
um er hér um aö ræða 21/2 pund á
ári, vegna þessarar einu smá-
köku á dag. Þiö getiö rétt
Imyndaö ykkur hvaö sneið af
súkkulaöiköku getur gert, eöa Is
meö jarðarberjasósu.
Þvl miöur hugsar feitt fólk
mjög lítið um hvað það
borðar, eða hvers vegna. Það
bara borðar. Rannsóknir hafa
leitt I ljós, aö klukka hefur mikiö
aö segja varöandi matarvenjur.
Vitir þú, aö klukkan nálgast tólf á
hádegi, fer þig aö langa I mat,
hvort sm þú ert svangur eða ekki.
Þetta hefur veriö rannsakaö meö
þvl aö láta nokkrar manneskjur
vera I lokuðu herbergi án arm-
bandsúrs en klukkan, sem það
hefur fylgzt með, hefur annað
hvort veriö látin flýta sér eöa
seinka. Matarlystin hefur fylgt
klukkunni, og þeir, sem héldu aö
klukkustund væri liöin, boröuöu
helmingi meira heldur en þeir,
sem héldu aö mun skemmri tlmi
væri liöinn frá þvi þeir boröuöu
slöast.
Þaö eru ýrtisar ástæður fyrir
þvl aö fólk boröar. Astæöurnar
má finna þegar i frumbernsku.
Barniö gerir sér ljóst, aö matur-
inn hefur róandi áhrif á þaö, og
þvl llður vel eftir aö þaö hefur
drukkiö úr pelanum slnum. Ef
barn meiðir sig, hverfur sárs-
aukinn, ef þaö fær kökubita.
Börnum er gefiö sælgæti þegar
veriö er aö .verölauna þau fyrir
velunnin störf eöa góöa hegöun.
Móöirin brosir ef barnið lýkur af
diskinum slnum. Allt hefur þetta
sin áhrif og á eftir að koma fram
slðar meir. Stjórnandi nám-
skeiösins I Pennsylvaniuháskóla,
dr. Leonard Levitz, ásakar for-
eldra vegna þeirra milljón fitu-
klumpa, sem nú ganga um sem
fulloröiö fólk, og reynir í
örvæntingu aö losna viö fituna, en
boröar svo stöðugt til þess aö
komast yfir örvæntingarköstin.
Hann segir okkur söguna um
feitu fjölskylduna, sem sat aö
snæöingi. Fólkiö var búiö aö úöa I
sig mæta vel af aöalrétti
máltiðarinnar, og byrjuð á isn-
um, þegar dóttirin sagði allt I
einu: „Mig langar ekki I meira.”
Hvað er aö, sagöi móðirin. Viltu
ekki meira? — Nei, ég er södd,
sagöi barniö — Hvaö segiröu!
Boröaöu þptta, og láttu ekki
matinn fara til spillis.
Dr. Levitz segir, aö þetta barn
sé þegar dæmt til þess aö berjast
um alla framtlö við fituna. —
Móöirin geröi ekki greinarmun á
þvl aö borða, og neyta þess
matar, sem hverjum er nauösyn-
legur.
Breyttar
venjur
Tilgangur námskeiöisins sem
áöur er nefnt, er aö kenna fólki
nýja siöi, svo þaö haldi ekki
áfram þá leiö, sem þaö hefur gert
frá barnæsku til fulloröinsára.
Áriö 1965 setti dr. Albert
Stunkard á fót fysta námskeiöiö
til venjubreytinga viö
Pennsylvaniu-háskóla. A slöasta
ári flutti hann sig um set og hóf
störf viö Stanford-háskólann, og
vinnur þar að sama verk-
efni. Starfi hans er haldið áfram
I Philadelphiu, og árangurinn er
þar mjög góöur. Fólk losnar þar
almennt viö 20 pund á tuttugu
vikna námskeiöi, og um 85%
þeirra, sem þátt taka I nám-
skeiðinu halda sér I þeirri vigt,
sem þeir hafa komizt I. Astæöan
er ekki talin sú, aö fólk hafi náö
stjo'rn á löngun sinni I mat, heldur
þaö eitt, a& þaö hefur gert sér
ljósa grein fyrir orsökum of-
fitunnar. Erfaeiginleikar geta
veriö ein af orsökunum. Ofát
önnur. Fólkiö á námskeiöunum er
beöiö um aö boröa ekki meira en
1200hitaeiningar á dag. Sumt fólk
er svo heppið, aö þaö getur setiö
heilt kvöld og hámað I sig hnetur.
án þess aö fitna, en sllkt er ekki
hægt fyrir feita. Þeir verða að
leggja á hilluna allt sllkt át, sem
getur veriö öörum eölilegt.
Fólk veröur að gera sér grein
fýrirþrem veigamiklum atriðum.
i lyrsta lagi: Hvaöa áhrif hefur
bjórauglýsing I sjónvarpinu á
þig? Þýtur þú af staö og nærö þér
I einhvern kaldan svaladrykk I Is-
skápnum. Fær fjölskyldan sér
alitaí eitthvað undir svefninn,
hvort sem svengd er fyrir hendi
eöa ekki. Réttir þú o'sjálfrátt út
höndina eftir sælgæti, ef þaö er I
skál fyrir framan þig?
I ööru lagi: Er eitthvert sam-
band á milli þess hvernig þér
llöur, og hvort þú borðar? Sú
staðreynd, aö feitt fólk boröar
gjarnan meira en þeir grönnu, ef
þvl líður eitthvaö illa, þarf ekki aö
benda til þess aö þeim feitu llöi
almennt verr en þeim grönnu.
Þeir bregðast aöeins viö vandan-
um á þennan ákveöna hátt. Það
fylgir lika átinu sektartilfinning
hjá sumum, og þeir reyna svo að
losna viö hana með því aö borða
enn meira.
Þetta er einmitt eitt af þvi, sem
háskólamennirnir eru aö reyna
aö komast hjá, sektartilfinningin.
Fólk á ekki aö þurfa aö sanna
ágæti sitt meö þvl aö geta lagt af.
Það er munur á viljastyrk og
sjálfstjórn segja þeir ennfremur.
Þaö er viljastyrkur, ef þú situr
inni i Isbúö, en færö þér fremur
kaffibolla heldur en fá þér Isinn.
En það er sjálfstjórn, að borða is-
inn, en fá sér svo engan eftirrétt
með kvöldmatnum. Þetta er
meginmunurinn, og þeir telja
sjálfstjórnina það æskilega.
Þriöja atriöið varðandi aukna
þyngd, er aö hvaöa leyti maturinn
ver&ur ómeövitaöur þáttur I llfi
okkar. Ef til dæmis grannur
eiginmaöur hefur þann hátt á a&
fara alltaf að fá sér eitthvað rétt
undir svefninn, og þú fylgir hon-
um eftir tii þess að veita honum
félagsskap, þá verður þú aö
breyta þessu, ef þú ætlar að halda
þér grannri, og þið veröið aö finna
eitthvaö annað til sameiginlegrar
skemmtunar. Sama máli er aö
gegna um húsmóðurina, sem allt-
af er heima og hefur litla ánægju ,
af sjónvarpinu eða heimilisstörf-
unum, en skemmtir sér þess i
stað við aö borða. Hún á ekki ann-
ars úrkostar en breyta um lifs-
venjur.
Lois Battles, 163 cm há hús-
móöir I New Jersey er gott dæmi
um þetta. Hún var 201 pund,
þegar hún hóf þátttöku I
Pennsylvanlu-námskeiöinu en nú
er hún aðeins 164pund. Þegar hún
byrjaöi á námskeiöinu kom I ljós,
aö hún át stanzlaust frá hádegi til
kvöldmatar, og hún geröi sé enga
grein fyrir þvl hversu mikið hún
raunverulega innbyrti. Greinilegt
var, aö Lois varö aö komast aö
heiman slödegis. Hún breytti þá
llfsvenjum slnum á þann hátt, aö
hún fór aö fara út eftir hádegi I
innkaupaferðir slnar og til þess
aö ljúka af nauðsynlegum erind-
um, I staö þess að gera þaö á
morgnana eins og hún haföi alltaf
veriö vön aö gera.
Nú varð hún einnig aö fara aö
hugsa um, hversu mikiö hún át. —
Nú veit ég, aö ég má boröa 1200
hitaeiningar á dag, og ég get