Tíminn - 08.06.1975, Page 10

Tíminn - 08.06.1975, Page 10
io fíMINN Sunnudagur 8. júni 1975 Ólafur Bjarnason prófcssor: Rannsóknir geta leitt til þess aö leiðir finnist til að fyrirbyggja einnig þá sjúkdóma, sem i fljótu bragði virðast vera arfgengir. Myndin er tekin við sýningartæki, sem notuö eru við kennslu læknanema. Rannsóknadeildir Landspítalans og læknadeildar „Þjónustustarfsemin hefur orðið að • a f • / • !! sitja i fyrirrumi segir prófessor Ólafur Bjarnason forstöðumaður Rannsóknastofu Hóskólans í líffærameinafræði Rannsóknastofa Háskólans eins og hún er nefnd, stendur á Land- spftalalóöinni. Hún var fyrsta rannsóknastofan á vegum Há- skóla tslands og tók til starfa árið 1917 i Kirkjustræti i húsi, sem Likn siöar tók til afnota, en er nú aö Arbæ. Nú starfa I Rannsókna- stofu Háskólans 40-50 manns, en forstöðumaður er ólafur Bjarna- son, prófessor. Starfssvið stofnunarinnar er þriþætt: Lif- færameinafræði, sýklafræöi og réttarlæknisfræði. Arinbjörn Kol- beinsson, læknir, dósent i bakteriologiu, stendur fyrir bakteriurannsóknum, en ráðgert er að hann og starfsfólk hans flytji áður en langt um líður i ann- að tveggja stálgrindahúsa, sem i byggingu erp á sjúkrahUsslóð- inni. Stefán Jónsson, fyrsti dósentinn I meina- og sýklafræði við Há- skóla tslands var forstöðumaður Rannsóknastofnunnar frá 1917- 1923, en 1926 tók Niels Dungal prófessor við. 1934 flutti Rann- sóknastofa Háskólans i nUverandi hUsnæði. Áður bæði rannsóknir á sjúkdómum i mönnum og dýrum — 1 fyrstu fóru hér ekki aöeins fram rannsóknir á sjúkdómum I mönnum, heldur einnig á dýra- sjUkdómum, segir ólafur Bjarna- son prófesor. — Hér var bólu- efnisframleiðsla og fram á sið- asta ár hefur verið framleitt á Rannsóknastofunni bráöapestar- bóluefni fyrir sauðfé. begar Til- raunstööin á Keldum var stofnuö fluttu allar húsdýrarannsóknirn- ar þangað og meginhlutinn af bóluefnisframleiðslunni lika. NU er starf Rannsóknastofunn- ar að mestu bundið við rannsókn- irá sjUkdómum I mönnum. Þessi starfsemi er eiginlega þriþætt, liffærameinafræði, sýklafræöi og þá fyrst og fremst bakteriufræði og loks réttarlæknisfræði. Okkur eru send sýni Ur sjUklingum hvaðanæva að af landinu, frá öll- um sjUkrahúsum og einstökum læknum. Meginhlutinn af rann- sóknum á dánarmeinum fara fram hér, bæði almennar rann- sóknir og réttarkrufningar. Þessi þjónustustarfsemi hefur farið stööugt vaxandi, og er nú að sprengja allt utan af sér, svo viö erum I hreinustu vandræöum hvað allan aðbúnað snertir. Kennsla i áðurnefndum grein- um við Háskóla íslands fer fram á vegum Rannsóknastofunnar. Þrir sérfræðingar auk min annast kennslu i llffærameinafræði. En ég hefi auk þess á hendi kennslu I réttarlæknisfræði. Auk okkar sér- fræðinganna starfa venjulega 2-4 aðstoðarlæknar hér. HUsnæöisskortur háir kennsl- unni. Aður voru fyrirlestrar haldnir i kennslustofu Rann- sóknastofu Háskólans, en vegna fjölgunar stúdenta siöustu ár verðum við að hafa fyrirlestra og sýnikennslu i kennslustofu Fæðingardeildar, sem er mjög bagalegt og kemur niöur á kennslunni. Verklegar æfingar fara fram hér og rannsóknir á banameinum, en verkleg kennsla á vefjagreiningu i húsnæði Há- skólans við Armúla. Arninbjörn Kolbeinsson annast verklega kennslu I bakteriufræöi I nýju rannsóknastofunni i veirufræöi, sem innréttuð var f gamla þvotta- húsinu, en fyrirlestra heldur hann einnig I kennslustofu Fæðingar- deildar. Frumurannsóknir aö hausti? Ahugi er á að halda uppi meiri almennum rannsóknum hér en nú er gert, en aðstæður allar eru erfiðar bæði vegna þrengsla og annars aðstöðuleysis. Næsta viðbót, sem ráðgert er að taka upp, eru frumurannsókn- ir {sambandi viö greiningu á æxl- um. Leit að krabbameini I legi á byrjunarstigi fer fram á vegum Krabbameinsfélags Islands og annast læknar, sem starfa á veg- um þess, frumurannsóknir i þvi sambandi, en aöeins hjá konum, sem ekki hafa sjúkdómseinkenni. Vel er fyrir þessum rannsóknum séö, en þörf er á að halda uppi frumurannsóknum á illkynja meinum i fleiri liffærum, svo sem Rannsóknastofa Háskólans þvagfærum lungum og maga. Ætlunin er að koma þessum rannsóknum á fót þegar nýju stálgrindarhúsin hér á lóðinni verða komin upp. Nýlega er kom- inn heim frá námi vel menntaöur læknir, sem hefur sérhæft sig i frumurannsóknum, Gunnlaugur Geirsson. Hann sér um leitar- rannsóknirnar hjá Krabbameins- félaginu I Leitarstöðinni I Suður- götu og ætlunin var að hann heföi einnig yfirstjórn frumurannsókn- anna hér. Samkvæmt áætlun áttu húsin að vera tilbúin s.l. haust, en verða varla tekin I notkun fyrr en á næsta ári. Eina stofnunin hér á landi, sem annast vefjarannsóknir Vefjagreining fer fram hér á Rannsóknastofunni og liggur til grundvallar meðferðar á illkynja æxlum og ýmiskonar sjúkdóm- um. Frumurannsóknirnar eru annars eölis. Þá eru skoöaöar einstakar frumur en i hinu tilfell- inu örþunnar sneiðar af vef. Rannsóknastofa Háskólans er eina stofnunin hér á landi, sem annast slika vefjagreiningu fyrir einstaka lækna og sjúkrahús, ekki aöeins á höfuðborgarsvæðinu heldur hvaðan æfa aö af landinu. Faraldursfræðilegar rannsóknir I samvinnu við aðra Faraldursfræöilegar rannsókn- ir, sem fara fram hér á Rann- sóknastofu Háskólans eru einkum tengdar krabbameinsskráning- unni. Könnuð hefur verið tiöni ýmissa tegunda krabbameins og höfum viö nána samvinnu við Erföafræöinefnd Háskólans. Get- ur þar bæði veriö um að ræða sjúkdóma, sem ganga beint i erfðir frá einum einstaklingi til annars, en einnig getur verið um aö ræöa arfgengt byggingarlag, sem gerir menn' mismunandi hæfa til að standast ákveðin áreiti. Það gerir þá einum ekkert til sem veldur sjúkdómi hjá öör- um. Þjónusturannsóknirnar hér hafa vaxiö svo gifurlega, að viö höfum ekki sem skyldi getaö snú- ið okkur að grundvallar rann- sóknum. Hér er ekki lengur að- staða til að hafa tilraunadýr, sem nauðsynlegt er þó til slikra hluta. Það hefur veriö samdóma álit okkar, aö þjónustustarfsemin yrði aö ganga fyrir, en við von- umst til að grundvallarrannsókn- ir hefjist i vaxandi mæli þegar smátt og smátt veröur fariö aö byggja upp stofananir lækna- deildar Háskóla'ns hér á lóöinni. Okkar framlag til almennra rannsókna undanfariö hefur þvi einkum verið faraldursfræöilegar rannsóknir, en ekki tilraunir á ra nn s ó k n a s to f u m . Meö faraldursfræöilegum rannsókn- um er átt viö kannanir t.d. á tiöni sjúkdóma, aldursdreifingu, mis- munandi dreifingu eftir lands- hlutum innan ákveðins lands eða misdreifingu milli landa. 1 þessu sambandi höfum viö eins og áöur er sagt haft samvinnu við aöra aðila hér á landi. Island er sér- staklega vel fallið til slikra faraldursfræðilegra rannsókn, vegna legu sinnar og vegna þess hve þjóðin er litt blönduö, vegna þess hve almennar skýrslur eru hér áreiðanlegar og að lokum hversu almennt menntunar- ástand þjóðarinnar er á háu stigi. Auk samvinnu við hérlenda aðila höfum viö unniö að faraldursfræðilegum athugunum i samvinnu viö erlenda rann- sóknamenn og ber þar fyrst og fremst að nefna samvinnu við krabbameinsskráningar á öðrum Norðurlöndum. Eitt af þeim verkefnum, sem þar hafa veriö tekin til athugunar er tiöni krabbameins I skjaldkirtli, sem er mun hærri hér á landi en I nokkuru hinna Noröurlandanna. Krabbameinsskráningin og tölvuskrá Erfðafræðinefndar Krabbameinsskráning i þvi formi, sem hún er nú rekin hófst hér á landi 1. janúar 1954 og er á vegum Krabbameinsfélags Is- lands. Þar eru skráð öll ný tilfelli af illkynja æxlum, sem finnast hér á landi. Upplýsingar koma frá öllum sjúkrahúsum á landinu, um krabbameinstilfelli, sem þar eru greind. Auk þess eru sendar tilkynningar héðan um tilfelli, sem finnast viö vefjarannsókn en þaö er nákvæmasta greiningar- aðferöin á krabbameini, sem viö ráðum yfir I dag. Þá eru skrán- ingunni sendar tilkynningar um öll illkynja æxli, sem finnast við rannsókn banameina. Loks hefur Hagstofan heimilað krabba- meinsskráningunni aö fara i gegnum öll dánarvottorð, sem gefin eru út. Þannig ætti aö vera trygging fyrir þvi að öll greind krabbamein hér á landi komist á Erfðafræöinefnd Háskólans hefur um nokkurra ára skeið unn- ið að þvi aö safna upplýsingum um alla tslendinga, sem voru á lifi 1910 og þá sem fæðzt hafa sfö- an. lsland er einnig mjög heppi- legt til mannerföafræöilegra rannsókna, m.a. vegna nokkurra

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.