Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.06.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. júní 1975 TÍMINN 11 þeirra atriBa, sem talin voru upp áBur i sambandi viB faraldurs- fræBilegar rannsóknir. ViB þaB má og bæta aB mannfjöldinn hér er ekki meiri en svo, aB vel er viBráBanlegt aB gera tölvuskrá yfir alla landsmenn. Mætti nota slika skrá til aö bera saman heilar ættir og fyrirbæri i ættum, til dæmis tiBni sjúkdöma i ákveBnum ættum miBaö viB tiöni þeirra hjá fólki almennt hér á landi. Valda erfðir eða veirur brjóstakrabba? Eitt atriBi, sem er til athugunar i samvinnu viö þær tvær stofnan- ir, sem aö ofan getur, er hvort erfBaéiginleikar hafi þýöingu I sambandi viö myndun brjósta- krabbameins. t þvi sambandi höfum viö einnig haft samvinnu viö dr. Gunnlaug Snædal, sem á slnum tima skrifaöi doktorsrit- gerö um brjóstakrabbamein á Is- landi og hefir skrá yfir alla sjúk- linga, sem greindir hafa veriö meö þann sjúkdóm frá árinu 1910. Verkefni þetta er styrkt af er- lendu fé og er unniö aö þvi einnig I samvinnu viö Alþjóölegu krabba- meinsrannsóknastöBina i Lyon i Frakklandi. Ætlunin er aB komast eftir þvi, hvort mikil fylgni sé i ættum, hvaö krabbamein i brjósti snertir. Þá þarf þó ekki endilega aB þýöa aB sjúkdómurinn sé arf- gengur, heldur getur litiö út fyrir aö hann sé þaö vegna sameigin- legra umhverfisáhrifa. MeB þvi aö tengja saman upplýsingar áöurnefndra gagna ætti aö vera hægt aB fá úr þvi skoriö meö öruggri vissu, hvort brjósta- krabbamein er arfgengt eöa ekki, en ýmsar fyrri athuganir benda eindregiö i þá átt. Sé litiö til tilrauna á dýrum I þessu sambandi þá hafa veriB ræktaöir upp músastofnar, þar sem svo til allar mýsnar fengu brjóstakrabbaogsvoaftur stofnar, þar sem sárafáar fengu sjúkdóminn. I fyrstu var þar meö taliB sannaö, aB brjóstakrabbi I músum væri erföasjúkdómur. SÍBan kom i' ljós aö erföaþáttur var aö visu fyrir hendi, en einnig kom þar fleira til. Agnir fundust i mjólkinni, sem ungarnir sugu i sig strax viö fæöingu. Siöari rann- sóknir leiddu i ljós aö agnir þess- ar voru veirur. Nú er taliö sannaö aB veirur hafi úrslitaþýöingu fyr- ir myndun krabbameins i brjósti i músum. Hvort eitthvaö svipaB á sér staö varBandi krabbamein i brjósti i mönnum er ekki enn vitaö. En liklegt er aö veirur séu aö einhverju leyti orsakavaldur hjá mönnum einnig. Markmiðið að fyrirbyggja Eftir þvi sem menn vita meira um sjúkdómana eru meiri likur á þvi aö eitthvaö finnist gegn þeim. En einmitt þaö er markmiö læknisfræöinnar nú á dögum aö finna varnir gegn sjúkdómum og Nokkur hluti starfsfólks Rannsóknastofu Háskólans (Tfmamyndir GE) reyna aö fyrirbyggja þá. Ef sannast aösjúkdómur orsakast af veirum er i mörgum tilfellum sá möguleiki fyrir hendi aö hægt veröi aö bólusetja gegn honum. Af öörum faraldsfræöilegum rannsóknum, sem unnið er aö á Rannsóknastofunni má nefna rannsókn á sérstakri tegund illkynjaös æxlis I húö, sem Bjarki Magnússon, læknir annast. Þor- geir Þorgeirsson, læknir vinnur aö rannsóknum á sjúkdómum I maga i samvinnu viö danska lækna i Gentofte og lækna Landa- kotsspitala. Eitt verkefni, sem hér hefur verið unniö aö á undanförnum ár- um er rannsóknir á lokugöllum i hjarta, en Jónas Hallgrlmsson, læknir stjórnar þeim rannsókn- um, sem eru komnar á lokastig. Hann hefur og með höndum rannsóknir á skemmdum i hjartavööva, I samvinnu viö Sig- mund Guöbjarnason, prófessor viö Raunvisindastofnun Há- skólans. I samvinnu við Erfða- fræöinefndina eru hér einnig framkvæmdar rannsóknir á litningagöllum, einkum meðal viss hóps vangefinna barna. Litningarannsóknir hafa veru- lega þýðingu, ekki sizt eftir aö menn eru farnir aö athuga á fósturskeiði, hvort fóstriö kunni aö hafa leynda erfðagalla. Slikar rannsóknir hafa ekki enn verið teknar upp hér á Rannsókna stofunni, en verði þessar rannsóknir auknar i þeim mæli, sem vonir standa til, má gera ráð fyrir að möguleikar skapist til að greina slika erfðagalla snemma á fósturskeiði og koma I veg fyrir aö slík börn fæðist. Meö slikum rannsóknum veröur einnig möguleiki aö komast nær orsökum slikra galla hjá fóstrinu. Ekki er ávallt svo aö fóstriöerfi gallann frá öðru hvoru foreldra viö frjógvunina, heldur getur veriö um utanaðkomandi sköddun aö ræða I móðurlifi, eins og t.d. þegar móðirin fær rauða hunda snemma á meðgöngutima. Svo sem kunnugt er veldur það I mjög mörgum tilfellum þvi, að barnið fæðist að einhverju leyti vanheilt, t.d. heyrnarlaust, með sjóntruflanir eöa skemmdir á innri liffærum. Vonir standa til að bóluefni gegn rauðum hundum, sem nota megi til varnar i þessu skyni veröi á markaðnum áður en mjög langtum liður. Þannig geta slikar rannsóknir leitt til þess aö aöferöir finnist til að fyrirbyggja einnig þá sjúkdóma, sem virðast I fljótu bragði vera arfgengir. Þar sem skórinn kreppir mest er aðstaðan til krufninga Þar sem skórinn kreppir e.t.v. mest að starfsemi Rannsókna- stofunnar I liffærameinafræði og réttarlæknisfræði i dag er hin erfiöa aðstaöa til krufninga. Þaö er mjög mikilvægt aö hægt sé aö kanna sem allra flest banamein, bæöi til aö vita nákvæmlega úr hverju fólk deyr, og til aö læknar geti séö hvaöa sjúkdómsbreyting- ar hafa oröiö og gera samanburð viö þá sjúkdómsgreiningu, sem þeir geröu á sjúklingnum I lif- andia lifi. Einnig eru slikar krufningar undirstaöa kennslu I læknisfræöi. S.J. Hér fer fram vefjagreining fyrir lækna og sjúkrahús um allt land Enn vefjarannsóknlr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.