Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 17

Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 17
Sunnudagur 8. júni 1975 TÍMINN 17 Peter Goulandris (t.v.) var mesta stoö Christinu I veikindum fööur hennar. Hann huggaöi hana einnig eftir lát móöur hennar og vinir þeirra telja aö þau muni gifta sig innan skamms. Onassis var yfir fertugt þegar hann giftist Tinu Livanos. Ástasamband Onassis og Mariu Callas stóö i tiu ár. Til hvers ætlar svo Jackie að nota öll auðævin? Hún heldur eflaust áfram að ferðast, og tæp- ast missir hún áhugann á föstum og listum. En hún gerir sér engar gyllivonir um að auðæfin færi henni hamingju. Flestir álita að hún muni hafa aðalbækistöðvar sinar i Paris, borginni, sem er henni hjartkærust. Jackie hefur aldrei haft vit á viðskiptum, svo þeir sem nú stjórna alheimsfyrir- tæki Onassis fá trúlega að vinna i friði áfram. Jackie er aðeins 45 ára og enn fögur og aðlaðandi kona, svo taka verður með i reikninginn þann möguleika að hún giftist aftur. En það yrði þá að vera alveg sérstakur maður, ef hann á að geta fyllt skarðið, sem varð við lát Onassis. En burtséð frá þvi hve mikla samúð menn hafa með Jackie, þá verðskuldar Christina mesta meðaumkun, 24 ára hefur hún misst alla nána ættingja sina. Á tveim árum hefur hún misst bróður sinn, móður sina og föður sinn. Tvftug gekk hún i misheppn- að hjónaband með 27 árum eldri manni, og i ágúst i fyrra voru vandamál hennar orðin svo mikil að hún reyndi að svipta sig lifi. Christina hefur átt marga karl- menn að vinum, en nú litur út fyrir að hún ætli að setjast i helg- an stein með Peter Goulandris þritugum syni grisks útgerðar- manns. Hann studdi hana eftir sorglegt fráfall móður hennar, þau fögnuðu nýju ári saman, og hann huggaði hana og hughreysti þegar faðir hennar lá á bana- sænginni. Hann er tengdasonur sem væri alveg Onassis að skapi og hann hefði samþykkt ráðahag- inn. — Ég vil fá mann, sem elskar mig sjálfrar min vegna, en ekki vegna peninganna, hefur Christina sagt, — það gerir Peter, þvi hann á meira en nóg af peningum sjálfur. Auðurinn hefur ekki fært Christinu hamingju, og hún er oft Jackie hafði með sér dóttur og son i hjónabandið og milli þeirra og stjúpföðurins var ágætt sam- band. Um tima var sagt að Onassis ætlaði að gera John að erfingja sinum, en honum hlýtur að hafa snúizt hugur, þvi að það var ekki nefnt einu orði i erfða- skránni. Tengdasonur að skapi Onassis Erfðaskráin. — Erfðauppgjörið verður ekki auðvelt, þótt Jackie og Christina séu beztu vinkonur, og Onassis hafi látið eftir sig itar- lega erfðaskrá. Fáir hafa yfirsýn yfir um hve mikil auðævi er þama að ræða, en vist er að þau nema mörgum milljörðum. Þeg- ar Onassis hafði samið erfða- skrána lét hann geyma hana i bankahólfi i Sviss. Eignir hans voru skip, fasteignir, listaverk, demantar, verðbréf og reiðufé. Auðnum verður skipt að jöfnu milli Jackie og Christinu. Faðir- inn arfleiddi hana að 40 milljörð- um en hún fær ekki alla pening- ana fyrr en hún er orðin 35 ára. Auk þess fær hún lystisnekkj- una Christinu, sem heitir eftir henni, eyna Scorpio i Egeahafi, lúxusvillu i Aþenu og nokkrar dýrmætar eyjur aðrar. Erfðahluti Jackie er einnig 40 milljarðar ísl. króna, svo hún er örugglega heimsins rlkasta ekkja. Hún fær mikið af verðbréf- um, 14 herbergja ibúð við Avenue Foch i Paris. Höll i Suður Frakk- landi, skýjakljúfinn „Olympic Tower” i New York (en þangað ætlar hún að flytja á næstunni) stórt landsvæði I Mexikó nálægt Acapulco. Hluta af peningunum á hún að deila með börnunum, en þau fá ekki sitt fyrr en þau eru orðin þritug. 70 milljónir koma i hlut Mariu Callas, en hvort hún þiggur þær, er eftir að vita. Onassis var dauöans matur þegar hann lagöist á sjúkrahúsiö i Paris. kölluð rikasta og óhamingjusam- astastúlka iheiminum. Svo mikið er vist, að hún á nú erfiða daga, og öll huggun og umhyggja, sem stjúpmóðir hennar getur veitt henni er kærkomin. Christina varö nátengdari fööur sinum eftir lát Alexanders bróöur sins. Þegar Onassis missti soninn Alexander glataöi hann lifslönguninni. Allur heimurinn undraöist þegar ekkja Bandarikjaforseta giftist Onassis I október 1968. Skynsemishjónaband varö aö hlýju ástarsambandi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.