Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 24

Tíminn - 08.06.1975, Qupperneq 24
24 TÍMINN Sunnudagur 8. júnl 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 40 ingslega runnana. Þeir skutu á stað, þar sem önnur kúla hafði snert laufgreinarnar og komið þeim á hreyfingu, rétt eins og þar væri einhver á ferð. Nokkrir voru að hlaða rifflana og ætluðu enn að byrja að skjóta. Flestir voru þegar byrjaðir. Riff larnir voru af ýmsum gerðum. Winchester, Springfield, Remington, AAarlin, Savage. AAismunandi kalibör, 270, 300, 30.06, og 30-30. Skotlokur og tæmarar, mismunandi magasín, sem rúmuðu ýmist sex, sjö eða níu skothleðslur. Tóm skothylkin voru á víð og dreif. Þeim fjölgaði sífellt. Orval hélt síðasta hundin- um sínum kyrrum og hrópaði. — Hættið. Teasle reis upp úr skorunni. Hann hnipraði sig saman eins og hann ætl- aði að stökkva. Æðarnar á hnakka hans tútnuðu þegar hann hrópaði: — Andskotinn. Ég sagði ykkur að hætta. Sá næsti, sem hleypir af skoti missir tveggja daga kaup. Það hreif. Sumir höfðu ekki enn hlaðið í annað sinn. Hinum tókst einhvern veginn að halda aftur af sér. Þeir voru spenntir, rifflarnir við öxl þeirra, fingurnir á gikknum og þeir voru ákaf ir í að byrja aftur skothríðina. Þá dró ský fyrir sólu og þeir jöfnuðu sig. Þeir önduðu að sér, kyngdu og lögðu riff lana frá sér með trega. Svolítil gola blésog bærði mjúklega skógarlauf ið. — Jesús, sagði Singleton. Vangar hans voru fölir, strengdir eins og á trommu. Ward lét sig síga af olnbogunum niður á mag- ann. Hann sleikti munnvikin. — Jesús, það er rétta orðið. — Aldrei verið svona hræddur, muldraði einhver hvað eftir annað. Teasle leit í kring um sig og sá, að þetta var ungi lög- reglumaðurinn. — Hvaða lykt er þetta? spurði Lester. — Aldrei verið svona hræddur. — Hann. Lyktin er af honum. — Buxurnar mínar. Ég... — Láttu hann eiga sig, sagði Teasle. Skýið, sem hulið hafði sólina sveif mjúkleaa fram hiá henni. Heitir geislar hennar skinu aftur á hann. Teasle leit til sólarinnar, sem var lágt yf ir dalnum. Teasle sá að stærra ský nálgaðist og að baki því var himinninn þakinn svörtum og þrútnum skýjum. Hann hneppti svitastork- inni skyrtu sinni frá brjóstinu. Hún var sem límd við hann, svo hann hreyfði ekki við henni, en vonaði að tæki að rigna. Það myndi að minnsta kosti kæla allt. Við hlið sér heyrði hann Lester tala um unga lögreglu- manninn. — Ég veit hann réð ekki við það, en Jesús minn, hvílík lykt. — Aldrei verið svona hræddur. — Láttu hann vera, sagði Teasle og horfði enn á skýin. — Vill einhver veðja um hvort við hittum gaurinn áð- an? sagði AAitch. — Er einhver slasaður. Er allt í lagi með ykkur, spurði Ward. — Auðvitað. Allir eru hressir og kátir, sagði Lester. Teasle leit hvasst á hann.Gettu betur. Við erum aðeins níu. Jeremy hrapaði niður klettana. — Þrír hundanna minna fóru með honum og tveir aðrir skotnir til bana, sagði Orval. Rödd hans var tilbreyt- ingarlaus eins og í vél. Hún var svo einkennileg, að allir sneru sér að honum. — Fimm. Allir dauðir. Andlit hans var sementsgrátt. — AAér þykir þetta leitt, Orval, sagði Teasle. — Þú mátt svei mér segja það. Þessi andskotans vit- leysishugmynd er frá þér komin. Þú gazt ekki beðið og afhent ríkislögreglunni málið. Síðasti hundurinn skalf á lærunum og ýlfraði. — Svona svona, sagði Orval og strauk honum mjúklega um bakið um leið og hann gaut augunum á hundana tvo, sem lágu dauðir við klettabrúnina, gegn um gleraugun sín. — Við jöfnum sakirnar. Vertu rólegur. Ef hann er enn á líf i þarna niðri skulum við jaf na sakirnar. Svo leit hann á Teasle og röddin hækkaði. — Þú gazt ekki beðið þess, að andskotans ríkislögreglan tæki við. Var það? AAennirnir litu á Teasle og biðu svars. Hann bærði var- irnar, en ekkert hljóð heyrðist. — Hvað þá? sagði Orval. — Jesús — ef þú hefur eitt- hvaðað segja þá skaltu tala hátt og snjallt eins og manni sæmir. — Ég sagði, að enginn neyddi þig til að koma. Þú skemmtir þér dável við að sanna okkur að þú værir gam- all harðjaxl. Þú hljópst langt á undan öllum. Þú klif raðir upp klettaskoruna til að fjarlægja grjóthnullunginn og sanna hversu slyngur þú værir. Það er þér að kenna að hundarnir voru skotnir. Fyrst þú veizt svona mikið, þá hefðir þú átt að halda þeim frá klettabrúninni. Orval skalf af reiði. Teasle óskaði, að hann hefði ekki sagt þetta. Hann starði niður á jörðina. Það var ekki rétt af honum að hæðast af þörf Orvals til að gera betur en aðrir. Hann hafði svo sem verið nógu þakklátur þegar Orval áttaði sig á því hvernig bezt væri að losa steininn. Hann hafði klifrað upp og bundið kaðal um steininn. Svo sagði hann mönnunum að toga í hinn endann á meðan hann beitti þykkri trjágrein til að hræra steininn. Hann Þarna hafa þeir^/ ^fíý' fariömeö \ E{J* vagn þinn /V ^eKK1 yfir Geiri. /Xt: Við veröum aö i Ná honum? Hvernie? ná honum J I tlu ár hafa borgar- ^ódysseifur. f\ múrarnir veriö okkur ^ ' \ lokaðir. Þá verö ég ) Núna hafa fastur y Troju-búar , hér. _/komið vagninum <7\til borgarinnar. D R E K I K o U B B U R Ferö þú til ^Nei, fyrst ætla Dlönu? ég aö breyta ,um lifnaöar ^jnætti, vita hvort ! get þaö^> SUNNUDAGUR 8. júní 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veöurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. tJtdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Sinfónia Concertante fyrir tvær flautur og hljómsveit eftir Domenico Cimarosa. Ars Viva hljómsveitin leikur, Hermann Scherchen stjórn- ar. b. Sónata i A-dúr eftir Antonio Diabelli. Julian Bream leikur á gítar. c. Partita nr. 1 i B-dúr eftir Jo- hann Sebastian Bach. Jörg Demus leikur á pianó. d. Fiðlukonsert i a-moll op. 53 eftir Antonin Ðvorák. Josef Suk og Tékkneska Fil- harmoniusveitin leika, Karel Ancerl stjórnar. 11.00 Messa I Bústaðakirkju. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Dapur heimspekingur meö sál.Gisli J. Astþórsson rithöfundur les þátt úr bók sinni, „Hlýjum hjartarót- um”. 13.40 Harmonikulög. Horst Wende og félagar leika. 14.00 Staldraö viö á Biöndu- ósi: — fyrsti þáttur. Jónas Jónasson . litast um og spjallar viö fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá Suöur-þýzka útvarpinu i Stuttgart. Sinfóniuhljóm- sveit Suður-þýzka útvarps- ins leikur, Sergiu Celi- bidache stjórnar. — Kynnir: Guðmundur Gilsson. a. „Koss álfkonunnar”, ball- ettsvita eftir Stravinsky. b. Sinfónia nr. 4 i e-moll op. 98 eftir Brahms. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests sér um þátt- inn. 17.15 Barnatimi: Eirikur Stefánsson stjórnar. Spjall- að við Tryggva Tryggvason, sem syngur nokkur lög á- samt félögum sinum. — Svava Fells les ævintýri. 18.00 Stundarkorn með tenór- söngvaranum Peter Pears. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Úr handraðanum. Sverrir Kjartansson annast þáttinn. 20.00 íslenzk kammertónlist. Flytjendur: Egill Jónsson, Ólafur Vignir Albertsson, Gisli Magnússon, Björn Ólafsson og Jón Nordal. a. Klarinettusónata eftir Gunnar Reyni Sveinsson. b. Pianósónata eftir Arna Björnsson. c. Fiðlusónata eftir Jón Nordal. 20.35 Frá árdegi til ævikvölds. Nokkur brot um konuna i is- lenzkum bókmenntum. Þriðji þáttur: „Hin tvi- eina”. Gunnar Valdimars- son tekur saman þáttinn. Flytjendur auk hans: Helga Hjörvar, Grimur M. Helga- son, Clfur Hjörvar og Þor- björg Valdimarsdóttir. 21.30 Frá samsöng Karlakórs Reykjavikur i Iláskólabiói i fyrra mánuði. Einsöngvari: Hreinn Lindal. Undirleikar- ar: Blásarakvintett og Kristin ólafsdóttir. Stjórn- andi: Páll P. Pálsson. Kór- inn syngur lög eftir Björg- vin Guömundsson, Hallgrim Helgason, Pál Isólfsson og Emil Thoroddsen. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. AAÁNUDAGUR 9. júní 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunlcikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.