Tíminn - 08.06.1975, Side 28

Tíminn - 08.06.1975, Side 28
28 TÍMINN Sunnudagur 8. júni 1975 JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frían álpappir með. Hagkvæmasta eirtangrunarefnið i f lutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. jm MBBSL JN loftsson ... Hringbrout 121 . Simi 10-600 •i HF. Wla BILAVARA- ^ HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTiR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ Ódýrt: vélar gírkassar drif hósingar fjaðrir BÍLAPARTASALAN Hölöatúni 10, sími 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. öxlar lieulugir i aftanikerrur bretti hurðir húdd rúður o.fI. Börn og hiólreiðar Á fyrstu æviárum barna reyn- um viB að vernda þau gegn öll- um hættum. Við hindrum þau I að komast of nálægt stigum og tröppum, skærum og beittum hnifum er haldið frá þeim, hættuleg meðul eru læst inni i skáp, og við klæðum þau i regn- föt i rigningu og kuldaföt, þegar kalt er o.s.frv. En um leið og bamið fer að kalla á reiðhjól þá er eins og umhyggja okkar hverfi allt i einu. Án þess að vilja barninu nokkuð illt látum við undan og barnið fær vilja slnum framgengt. Jafnvel allt niður I 5-6 ára aldur eru börnum gefin reiðhjól. Siðan er barnið sent út i umferðina, út á götur og vegi til þess að læra og tekið er af þeim loforð um ,,að passa sig á bilunum”. Alltof margir hinna fullorðnu lita á yngstu bömin sem minni útgáfur af sjálfum sér. Manneskjan vex og þroskast eins og allar aðrar lifverur. Hraðast þroskast maðurinn á fyrstu æviárum sinum. Það sézt bezt á þvi, hversu hjálparlaust nýfætt barn er og hvernig það nokkrum mánuðum seinna get- ur setið upprétt og l-2ja ára tek- ið sin fyrstu spor. En lærdómur veröur að haldast I hendur við þroskaskeið barnsins. Segja má, að þroskinn sé innra afl, sem lætur ekki stjórnast af ytri áhrifum. Það er þannig ekki hægt að þvinga þroskanum upp á nokkurn. Þroskaskeið barna verða venjulega i' sömu röð og á sömu aldursstigum, þótt undan- tekningar séu til. Uppeldisfræðingar og sálfræðingar segja það gefa vafasaman árangur að kenna baminu eitthvað, sem það er ekki nógu þroskað til að læra. í stuttu máli sagt, við skulum ekki reyna að troða lærdóm i bamið, sem það er ekki nógu þroskað til að meðtaka. E.t.v. munu margir foreldrar segja að þeir hafi séð mörg 5 og 6 ára börn, sem kunna að hjóla og vafalaust er það rétt. En þær niðurstöður, sem þannig fást, eru því miður rangar og hættu- legar, jafnt fyrir barnið, sem aðra vegfarendur. Það hefur þegar verið minnzt á að barn er farið að ganga l-2ja ára og er oft óþreytandi að hlaupa um stofur og ganga. En þrátt fyrir það mun vist enginn okkar setja það I samhengi að barn ,,sé leikið að nota fæturna” og barn ,,sé leikið I umferðinni”. Umferðin krefst meiri kunnáttu en einungis þá, aö ’kunna að setja annan fótinn fram fyrir hinn og halda góðu jafnvægi. Það er ekki reiknað með að barnið nái þeim þroska, að vera sjálfstæður vegfarandi fyrr en það er orðið 10-12 ára. Sama lögmálið gildir með reiðhjól. Til þess að geta hjólað þarf hjólreiðamaður að geta haldið jafnvægi, stlga petalana, bremsa o.s.frv. Þetta getur bam lært alveg niður I 4ra ára aldur. Sum börn á forskólaaldri geta jafnvel orðið hreinir snill- ingar á reiðhjól. En mistökin, sem flestir fullorðnir gera er, að þeir likja saman „leiknum hjól- reiöamanni” og „góðum veg- faranda”. Það er tvennt ólikt að vera snillingur á reiðhjól og vera góður vegfarandi. Við getum tekið eitt dæmi um vanhæfni barns til þess að geta kallast sjálfstæður vegfarandi. Hversu gamalt er barn, þegar það veit muninn á hægri og vinstri? Að vita „hvað er hvað” er nefnilega þýðingarmikið at- riði I umferðinni, sá sem ekki veit það er stöðugt i lifshættu. Margir sálfræðingar hafa rann- sakað þetta, m.a. svissneski sálfræðingurinn Piaget. Rann- sóknir hans leiddu I ljós, að fyrst við átta ára aldur varð vart við þá hæfni, sem til þurfti. Fyrst um 12 ára aldur gátu 75% barn- anna leyst allar þrautirnar full- nægjandi. En það eru miklu fleiri van- kantar á haéfni barna sem sjálf- stæðir vegfarendur en að þekkja muninn á hægri og vinstri. Þar hefur áður verið bent á þætti eins og vanhæfni til að nota sjón og heym, smæð barna o.fl. ° Með skáldskapinn í blóðinu mér án persónulegrar reynslu, og eru hugarfóstur. Sumum þessum fóstrum eyði ég, en öðrum reyni ég að koma til manna. Ýmis skáld, sem ég er kunnug- ur, kvarta yfir skorti á efni i sög- ur eða ljóð. Þetta skil ég ekki. Veröldin og mannlífið er ótæm- andi efniviður i listræna sköpun, eða kannski misheppnaða. Ég hef á blaði hjá mér nokkra tugi titla á smásögur. Sumir eru komnir svo til ára sinna, að ég man stundum varla hvað fyrir mér vakti, þegar ég bókaði þá. Efni annarra stendur mér ljóslif- andi fyrir hugarsjónum. Hvort mér tekst að gera eitt- hvað nýtilegt úr þeim, er önnur saga. Hugmyndaflug og hugarfóstur — Eiga sögupersónur þlnar fyrirmyndir i raunveruleikan- um ? — Eiginleikar þeirra hljóta að eiga það. Hitt gerist naumast að ég taki bókstaflega vissa einstak- linga og geri að sögupersónu. Ýmsir halda þó að þessu sé þannig farið. t nokkrum tilvikum hefur mér verið sagt af fólki I átthögum minum, að vissar persónur i sögum minum séu ákveðnir ein- staklingar þar um slóðir. En svo rek ég mig á það, að hér á Akureyri þykist fólk þekkja þess- ar sömu persónur og nefna fólk, sem ég kannast varla við af af- spurn. Þetta þykir mér vænt um, þvi að segja má, að það sanni aðeins i samræmi við mannlifið, kannski hvar sem er i veröldinni. Ég skrifaði sögu, sem nefnist Kona af Snæfjallaströnd, og hún kom út I smásagnasafninu Blóm afþökkuð, sem Menningarsjóður gaf út. Nokkru siðar kom að máli við mig maður úr fjarlægu byggðarlagi, og hann hafði ég aldrei áður séð eða talað við. Hann sagði mér, að þessi saga væri alveg nákvæm frásögn og lýsing á ákveðinni manneskju, og viðburðir sögunnar ýtarleg lýsing á því, sem gerðist i raunverhleik- anum. Ég var ánægður vegna þessa, og fanst þetta vera viðurkenning á þvf aö ég væri þó i tengslum við raunveruleika mannlifsins. Hitt er svo aftur á móti mitt vanda- mál, hvort mér hefur tekizt að túlka þetta á forsvaranlega list- rænan hátt. — Er þin bráðfyndna saga Allar vildu meyjar — byggð á sann- sögulegum grunni, eða bjdst þú allt saman til sjálfur? — Eins og ég sagði áðan, er þetta önnur sagan, sem ég skrifaði og hún er algert hugarfóstur. Hug- myndin er góð og ekki ófrumleg, hvernig sem mér hefur nú tekizt að tjá hana. Ég er viss um, að hún er þannig tilkomin, að þegar ég var nemandi I Reykholtsskóla, lét vinur minn og indælis sálufélagi, Sigurður frá Haukagildi, orð falla um mig á þessa leið: „Hann Einar hefur alveg undra- verða kvenhylli, eins og hann er nú andskoti ljótur.” Ég hefi lfklega, þá strax, farið að hugleiða hvað orðsporið, kannski byggt á misskilningi, hefur mikið að segja í reynd. Ég taldi þó aldrei ástæðu til að sannprófa þetta i framkvæmd. En löngu síðar skrifaði ég söguna, sem mér finnst núna býsna hnit- miðuð og þéttvaxin, þegar á það er litið, að hér lagði alger viðvaningur hönd að verki. — En Jósteinn gamli I Skálafirði? Hann er svo ljóslifandi, að lesandanum finnst hann hafa þekkt hann lengi. Er hann aðeins hugsmið þin? — Hann á engan ákveðinn einstakling að fyrirmynd. Hann er aðeins Islendingur með heilbrigða, ósvikna þjóðernis- kennd, gæddur elju og þraut- seigju, sem þjóðin má þakka líf sitt á liðnum hörmungaöldum. Og enn má segja að hún eigi sitt þjóð- ernislega lif undir þvi komið að þeir eiginleikar varðveitist. Brúnó Kress, sem þýddi þessa sögu á þýzku, segir að sú saga sé dæmi um samruna og tengsl nútlmabókmennta við forn- sögurnar. — Ég held að sagan Kjörgripur hljóti að verða ærið minnisstæð þeim, sem lesa. Var ekki erfitt að skrifa hana? —■ Nei, það var fjarskalega auðvelt. Hún er að nokkru leyti aðeins bókstaflega sönn bernskuminning, sögð með hversdagslegum hætti, án hátið leika eða upphafningar. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með þá sögu, en hún féll I góðan jarðveg hjá mörgum. Sannleikurinn er sagna beztur, segir fomt máltæki, fjandi gáfu- legt, en oft -kaflega óraunhæft, eins og flest, sem eitthvert vit er I. Ég gæti liklega skrifað sæmi- lega ævisögu um mina viðburða- snauðu ævi, ef ég þrælbrúkaði sannleikann. En það má maður ekki og þorir ekki. Hann kemur sér oft svo illa, og er bæði sjálfum manni og öðrum til stórskammar. Aldrei er maður talinn verul. mikill lygari, fyrr en maður segir sannleiicann. Og það má búast við lögbanni. — Hverja af smásögum þinum þykir þér vænst um? — Það er ekki fallegt að gera upp á milli krakkanna sinna. En þær sögur sem ég get nefnt að mér þyki vænt um, hafa öðrum þótt góðar. Ég gæti nefnt söguna, Heiða Lisa og söguna Man ég þig mey, sem málsmetandi gagn- rýnandi taldi með beztu islenzk- um smásögum. Sú saga er ekki nema að litlu leyti tengd lifs- reynslu minni, eða annarra sem ég þekki, heldur aðeins umhugsun um staðreyndir mannlifsins almennt. Mannlegur hæfileiki til að gleyma i veikleika, er dýrmæt guðsgjöf, sem enginn skyldi van- meta. Margur hefur farið illa á þvi að vera án þess. Komist ég að þvi, að mér hafi tekizt að höfða til heitra og mannlegra tilfinninga, finnst mér það ávinningur, sem máli skipti. 1 þeirri viðleitni er mestur vandi að komast hjá þvi að viðhafa það, sem kallast væmni. Ég er að vona að mér hafi yfirleitt tekizt það. En vitanlega eru alltaf til ein- hvérjir menn, sem eru svo kaldir, heimskir og sljóir, að þeim finnst að allar heitar og viðkvæmar kenndir séu uppgerð og væmni. — Hvernig stendur á því, að þú hefur ekki safnað ljóðum þlnuni saman og sent þau frá þér I bók? — Það er skelfingar ósköp, sem gefið hefur verið út af ljóðabókum hér á tslandi. Það er aðeins litið brot af þvi, sem getur talizt til þokkalegra bókmennta. Afgang- urinn er að miklum hluta hvers- dagslegur leirburður og eftir- öpun. Þar er ekki á bætandi. Ég hef ekki lagt mikla rækt við ljóða- gerð, aðeins stundað það sem fikt og kunningjum til gamans. Ég á he'rna I möppu ljóðatiokk, sem ber nafnið Nið og nart. Það er dálitið hlálegur og kvikindis- legur kveðskapur, sem ég hef soðið saman um mina beztu vini og kunningja, sem þola mér allt. Það verður aldrei, prentað. Ég hef ekki gaman af að yrkja skammir um aðra en þá, sem mér er vel við. „Það var ægileg lifs- reynsla” — En svo við víkjum aftur að veraldlegu hliðinni: Var ekki erfitt að yfirgefa heima- hagana og búskapinn? — Það var miklu meira en erfitt. Það var ægileg lifsreynsla. Að flosna upp, það er uppgjöf, niðurlæging, ástvinamissir og eiginlega landráð. Reyndar flosnaði ég ekki upp i fyllstu merkingu þessa ágæta orðs. Ég byrjaði búskap sem alger öreigi, en farnaöist svo vel, að ég var orðinn bjargálnamaður. Hins vegar fór rriér að skiljanst, að búskapurinn, einn út af fyrir sig, er ekki hugsjón, sem vert er að fórna endilega öllu sínu lifi og framtið niðjanna. Einyrkjabúskapur heimtar mann óskiptan, og helzt i fullu fjöri. En ég var raunar hvorugt. Ég horfði til framtiðarinnar, þegar ég þyrfti að fara að mennta krakkana mlna, — ekki yrði það hægðarleikur. Aldrei myndi ég verða efnaður stórbóndi, aðeins berjast i bökkum. Það sannaðist, að ég breytti rétt og hagkvæmt. Næstu árin eftir að ég hætti búskap, voru harðindatimabil, með snjóþyngslum, hafis og túna- kali. Ég hefði ekki gert neinum gott með þvi að hokra, nema kannski skemmt skrattanumi Það var þá eins gott að gera það með öðru móti. — Hefur þú kunnað vel við þig á Akureyri? — Prýðísvel. Hér hef ég fest yndi, miklu betur en ég þorði að vona. Hérer rikjandi mikil fegurð frá guðs hendi. Hér er góð stærð af samfélagi, mætti þó vera aðeins minni. Mik- ilihluti fólksins hér er sveitafólk, sem er eitt bezta fólk veraldar. Sá orðrómur liggur á, að hér sé þurradramb og fúllyndi rikjandi. Þetta er aðeins ein þessi þjóðlygi, sem þjóðin má ekki án vera. Lyg- in er meira en vinsæl, hún er ómissandi. Þess vegna eru stór og voldug blöð helguð henni að stór- um hluta. Svo mötum við okkur sálf á henni eftir þörfum og verð- um sátt við fleira en maklegt væri. Ein sönnun á manngæðum hér i bæ er sú, að mér hefur orðið hlýtt til allra minna nágranna. Hér á Akureyri fann ég til óynd- is einn dag, skömmu eftir að ég flutti hingað, og var þá konulaus og barnlaus. Sá dagur ætlaði alveg að drepa mig. Annars hefur lánið leikið við mig hérna, nema hvað mænu- veikin herjaði á okkur hjónin, og þó einkum konuna mina. En þetta varaði aðeins part úr vetri, og það rættist vel úr því, eins og öllu öðru mótlæti I lífi minu. Ég hef notið góðra kynna og vináttu við bæjarskáldin, einkum Rósberg, Kristján frá Djúpalæk, Heiðrek og Guðmund Frimann. Við höfum átt margar góðar stundir saman. Leitin að frumleika hef- ur leitt marga út i ó- göngur — Er þetta ekki lífrænt starf, að vera umsjónarmaður barna- skóla? — Ekki vantar nú lifrænuna, maður. Börn eiga vitanlega til með að vera óskaplega gremju- leg, þó að þau komist ekki i hálf- kvisti við fullorðna. Maður verð- ur, við þessar aðstæður, að læra að umgangast þau eins og náttúruöfl, sem maður ræður ekkert við, og ekki þýðir að reið- ast. Þau sýna mér aldrei persónulega áreitni, og mér er vel við þau. Sambúðin við starfsliðið er árekstralaus og vinsamieg. Þetta er engin valdastaða. Hér eru allir yfirboðarar manns. A timabili hafði ég yfir mér á annað þúsund yfirboðara. — Hafa börnin lagt þér til yrkisefni, þó að bækur þínar séu ætlaðar fullorðnum? — Ég á ekki mikil persónuleg samskipti við börnin, og forðast það fremur en hitt. Ég heyrði út- undan mér að einhver krakki hefði barið kennarann. Ég spurði • ekki um tildrög, og það getur ver- ið að kennarinn hafi átt þetta margsinnis skilið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.