Tíminn - 08.06.1975, Page 33

Tíminn - 08.06.1975, Page 33
Sunnudagur 8. júni 1975 TÍMINN 33 @ Kvittdð fyrir augum aO áfengi er hættulegur óþarfi, sem leiðir skömm og vandræði yfir tiunda hvern mann, sem til þess leitar, og hver og einn er frjáls að þvi að velja hvort hann vill efla drykkjutizkuna eða hamla gegn henni? Kristján segir að boð og bönn leysi ekki vanda áfengismál- anna. Siðan segir hann: „Við kennum börnunum umferðar- reglur”. Það skilst mér að hon- um þyki sjálfsagður hlutur. En hvað eru umferðarreglur annað en boð og bönn? Spyr sá, sem ekki veit. Kristján vill nema ur gildi þau „fáránlegu lög, sem banna ungu fólki neyzlu áfengis”. ,,Það þýð- ir ekkert að setja bann við sliku. Það lætur enginn banna sér slikt”. Hvað snemma vill hann fara að kenna börnunum hvernig drekka skuli? Tólf ára eða yngri? Það þarf ekki að banna það, sem engum dettur ihug að gera. En eru öll bönn, sem brotin eru, þýðingarlaus. Hvað þýðir að setja friðunarlög, umferðarlög, landhelgislög? Ætli við verðum ekki að at- huga löggjafarmálin i heild áð- ur en við sláum þvi föstu að boð og bönn séu einskis virði eða verra en það. Sé það raunverulega skoðun okkar er það fleira en áfengis- löggjöfin sem þarf endurskoð- unar við. Hér hafa komið fram nokkur atriði sem hljóta að hafa áhrif á skoðanir manna og viðhorf i á- fengismálum. Mér finnst að gæti misskilnings og vanþekk- ingar i skoðunum Kristjáns, en þar er ekki einum að lá. Það er einmitt knýjandi ástæða til að vekja athygli á þessu vegna þess að slik hjdtrú er algeng. Fáfræði, vanþekking og grillur er einkennandi fyrir almennt viðhorf i áfengismálum. Þvi er engin von að ályktanir verði réttar. H.Kr. LÍFRÍKI og mengun eru orð, sem litt heyrðust áöur, en eru nú flest- um öðrum háværari. Nauðsyn þess að maðurinn umgangist um- hverfi sitt á mannsæmandi hátt er nú flestum ljós og verður stöð- ugt rikari þáttur i lifi okkar. En það er víða pottur brotinn. Til að minna á nauðsyn þess að hver haldi vöku sinni i þessum efnum birtum við meðfylgjandi mynd, þar sem glöggt má sjá, að meng- un við bæjardyrnar eru enn dag- legur hlutur hér á landi. Guðmundur Þórarinsson í borgarstjórn: Kjarabætur til hinna lægstlaunuðu — ríkisvaldið verður að tryggja rekstrargrundvöll stóru togaranna BH-Reykjavik. — „Við leggjum áherzlu á mikilvægi þess, að samningar geti tekizt með eðli- legum hætti milli atvinnurekenda og þeirra aðildarféiaga ASÍ, sem boðað hafa vinnustöðvun hinn 11. júni nk. Jafnframt viijum við að fram Leikur er börnum nauðsyn Allir hljóta að vera sammála um það, að hollir útileikir eru bömum nauðsyn til andlegs og likamlegs þroska. Útileikir bama eru og hafa lengi verið vandamál i þéttbýli. Með auk- inni umferð, sem óhjákvæmi- lega fylgir þéttbýliskjörnunum, skapast alvarleg hætta fyrir böm að leik, vandamál, sem bömidreifbýli þurfa hins vegar ekki að standa frammi fyrir. Með siaukinni byggð verða möguleikar til ieikaðstöðu bama á óskipulögðu landi innan og utan byggðar sifellt minni. Þessa skerðingu á leikaðstöðu bama verður að bæta upp með fjölbreyttum leikmöguleikum á þar til gerðum leiksvæðum, i hæfilegri fjarlögð frá heimilum þeirra. Ef viö hugsum um mikilvægi þess, að börn geti athafnað sig utandyra á þann hátt, sem þeim er eðlilegast, vaknar sú spum- ing,hvernig forráðamenn barna annars vegar og borgaryfirvöld hins vegar geti á sem beztan hátt fullnægt þessum þörfum bamsins og um leið stuðlað að öryggi þess fyrir óhjákvæmi- legri umferð og þeim hættum, sem henni eru samfara. Börn að leik og umferð ökutækja geta aldrei farið saman. Það verður að beina leik barnanna inn á þar til gerð svæði og stuðla þannig aö aukinni vernd barna fyrir þeim hættum, sem leynast i um- ferðinni. En það er engan veg- inn nægilegt að vernda börnin með þvi að einangra þau frá umferöinni, það verður einnig að nýta hvert tækifæri, sem gefst, til þess að fræða þessa væntanlegu vegfarendur og kenna þeim að varast hættuna. Rúmlega 100 leikveilir og leik- svæði I Reykjavik. I Reykjavik eru i dag starf- ræktir 30 smábarnagæzluvellir auk tveggja opinna gæzluvalla. Opin leiksvæði eru 48, spark- vellir og körfuboltavellir eru samtals 30. Einn starfsvöllur er starfræktur i borginni en fyrir- hugað er að setja upp þrjá slika velli nú á næstunni. Leikvellir þessir eru allir staðsettir þannig, að ibúar viö- komandi svæðis eiga greiðan og auðveldan aðgang að þeim. Stefnt hefur verið að þvl að sjá fyrir fjölbreyttum leikmögu- leikum allt árið um kring. Innra starf þessara leikvalla, og þá einkum gæzluvallanna, er i si- felldri endurskoðun með tilliti til þess að auka sem mest á möguleika barna til þroskandi leikja. Enda þótt borgaryfirvöldum hafi tekist að mæta þannig þörf- um borgarbúa I þessum efnum þarf þó meira að koma til. Þörf bamsins fyrir útileiki byrjar mjög snemma og á fyrstu fjór- um árum barnsins takmarkast athafnasvæði þess að mestu við næsta nágrenni heimilisins. Það veitir barninu visst öryggi að vera i sjónmáli við heimilið og vita af mömmu eða pabba i nokkurra metra fjarlægð. Eftir fyrstu fjögur árin fer at- hafnasvæöi barnsins að aukast, forvitnin á að rannsaka örlitið meira af heiminum vex. Barn á þessum aldrei er venjulega úti eitt sins liðs og eftir þvi sem það hættir sér lengra frá útidyrum sins heimilis þeim mun meir nálgast það þá hættu, sem biður þess i umferðinni. Nauðsyn á leikvöllum viö ibúö- arhús Og þá komum við að mikil- vægi hinna svokölluðu nærleik- valla, það er að segja vel skipu- lagðra leiksvæða við Ibúðarhús. Það er ekki nægilegt að við get- um verið örugg um barnið þann hluta úr degi, sem það er á gæzluleikvelli eða i leikskóla. Við þurfum einnig að gera allt, sem I okkar valdi stendur til þess að tryggja öryggi þess I annan tima. Við skipulagningu og frágang Ibúðarhúsalóða ber að hafa i huga, aö miða þarf að fleira en fallegu grasi og blómum, sem gleðja augaö. Það má ekki gleyma þörfum yngstu Ibúanna eða það sem verra er, jafnvel reka þá út af lóðunum, út á mal- bikið i hringiðu siaukinnar umferðar. Möguleikinn til þess að skapa börnum aðlaðandi leiksvæði við Ibúöarhús er margvislegur. Gerð áhugaverðra leiktækja fer sivaxandi,en hafa ber i huga við hönnun nærleikvalla, að búnað- ur svæðisins þarf að vera þannig úr garði gerður, að hann veki meiri áhuga tilleiks inni á svæðinu en á hættustöðum utan þess. Sameiginlegt átak ibúð- arhúsaeigenda i þessa átt væri mikilvægt framlag i þeirri við- leitni að forða börnum frá um- ferðinni. komi sú skoöun okkar, aö þeir fjármunir, sem þjóöarbúiö kann aö hafa til ráðstöfunar nú til iaunahækkana, gangi fyrst og fremst til láglaunastéttanna i þjóðfélaginu, svo og til elli- og ör- orkulifeyrisþega og annarra sambærilegra aöila. Þar sem rikisstjórnin hefur ný- lega skipaö sérstaka sáttanefnd fimm manna til aö vinna aö lausn þessarar kjaradeilu og samn- ingaumleitanir eru I fullum gangi, teljum viö hvorki skyn- samlegt né rétt, aö Reykjavíkur- borg fari á þessu stigi aö blanda sér I þær viðræður.” Þannig hljóðar bókun, sem borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins, þeir Kristján Bene- diktsson og Guðmundur G. Þórarinsson, létu gera á borgar- stjórnarfundi sl. fimmtudag, þeg- ar til umræöu var tillaga frá borgarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins svo- hljóðandi: „Með hliösjón var þvi, að lágt kaupgjald, stöðvun frystihúsanna og mikið atvinnuleysi meðal skólafólks stofnar afkomu al- þýðuheimila i borginni I voða, tel- ur borgarstjórn brýnt að komið verði til móts við kröfur verka- lýðsfélaganna og að samningar náist, áður en til boðaðra verk- falla kemur. Borgarstjórn felur þvi borgar- stjóra og borgarráði að leitast við að hafa áhrif á afstöðu annarra atvinnurekenda við samnings- geröina, en leita sérsamninga fyrirborgina og fyrirtæki hennar, ef samninganefnd atvinnurek- enda fellst ekki á að leggja fram tilboð, sem eru I samræmi við .hagsmuni alþýðu manna i borg- inni. Talsverðar umræður urðu um tillöguna, og tóku þátt i þeim Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri, sem kvaö tillögu- flutning um sérsamninga viö verkalýðshreyfinguna ekki nýjan af nálinni. Væri hann andvígur sliku og hefði jafnan verið, og flutti frávisunartillögu. Adda Bára Sigfúsdóttir og Björgvin Guðmundsson fylgdu tillögunni úr hlaöi, en auk þess flutti Kristján Benediktsson bókun borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, og Guðmundur G. Þórarinsson lýsti skoðunum borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins i itarlegu máli. Sagði Guðmundur G. Þórarins- son meöal annars, að enginn bæri á móti þvi, að verkamannalaun væru fáránlega lág, en hann fengi ekki betur séð en kjarabarátta verkalýösfélaganna nú stefndi gegn hagsmunum hinna lægst- launuðu, er kröfur til handa þeim lægstlaunuðu næmu ekki nema tæplega 40% hækkun, en yfir 50% til hinna hæstlaunuöu. Slik hækk- un til hinna hæstlaunuðu stefndi aðeins út i verðbólgu, sem brenndi fljótlega upp kjarabætur hinna lægstlaunuðu, eins og gerð- ist i siðustu samningum. — Ég er þeirrar skoðunar, sagði Guðmundur G. Þórarins- son, að þegar ástandið i efna- hagslifinu er eins og það er nú, eigiþaðfjármagn, sem verja skal til launahækkana, fy rst og fremst að koma þeim lægstlaunuðu til góða, en ekki ganga upp úr og koma þeim hæstlaunuðu helzt til góöa, eins og nú virðist vera. Sú stefna vinnur beinlinis gegn hags- munum hinna lægstlaunuðu. Þá kvað Guðmundur það skoð- un sina, að eölilegast væri að samkomulag næðist i frjálsum samningum og á sem eölilegastan hátt.Lýsti Guðmundur þeirri af- stöðu borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, að þeir teldu, að i þeim umræðum um kjaramál, sem framundan væru, bæri fyrst og fremst að leggja höfuðáherzlu á það, að þeir lægstlaunuðu fengju kjarabætur. Guðmundur G. Þórarinsson vék að togaradeilunni, sem hann kvað mjög sérstaks eðlis. Menn yrðu að gera sér grein fyrir þvi, að rekstrargrundvöllur stóru togar- anna væri enginn. og frjálsir samningar væru afskaplega erfiöir, þegar eigendur togaranna stæðu frammi fyrir þvi að tapa minna fé með þvi að láta togar- ana liggja. — Þessvegna er nauðsynlegt, að rikisvaldið taki sjálfan rekstrargrundvöllinn til endur- skoðunar. Ég fæ ekki séð, að sér- samningar borgarinnar yið sjó- menn ýti undir það, að slikur rekstrargrundvöllur verði tryggður. Þetta álit ég þvi fyrst og fremst mál rikisvaldsins. Þessi deila verður aldrei leyst, nema rikisvaldið tryggi rekstrar- grundvöll togaranna, og það verður að leggja leikreglurnar til lausnar deilunni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.