Tíminn - 08.06.1975, Side 36

Tíminn - 08.06.1975, Side 36
36 ITMINN Sunnudagur 8. júni 1975 Dr. Richard Beck: Þarft og þakkar- vert fræðslurit NÝLEGA barst mér i hendur ritið Spor (sögur og þættir til umhugsunar), og var mér sem kennara algerum bindindis- manni og góðtemplara, það sér- staklega kærkominn lestur. Rikisútgáfa námsbóka stend- ur að þessu riti, en jafnframt gr tekið fram, að það sé gefið út i samvinnu við Bindindisfélag is- lenzkra kennara. Er það nánar skilgreint á kápunni með eftir- farandi orðum: ,,Bók þessi er gefin út að til- hlutan Bindindisfélags is- lenzkra kennara, og hafa fulltrúar frá þvi félagi eingöngu séð um söfun efnisins”. Frumsamið efni er eftir eftir- talda kennara, sem eru taldir i sömu röðog þeir eru i efnisyfir- lit bókarinnar: Aðalsteinn Sig- mundsson, Eirikur Sigurðsson, Frimann Jönasson, Hannes J. Magnússon, Margrét Jónsdótt- ir, Sigurður Gunnarsson, Snorri Sigfússon og Ingimar Jóhannes- son. Helgi Tryggvason kennari á hér þýdda sögu. Sögur þýddar af Sigurði Gunnarssyni eru annars langstærstur hluti inni- halds ritsins, og fjölbreyttar að efni. Þær eru einnig, eins og hin- ar sögurnar, vel i letur færðar, og eiga það sameiginlegt með þeim, að þær eru gagnorðar og allar ágætlega við hæfi hinna ungu lesenda. Sama máli gegnir um annað lesmál ritsins. Sér- staklega þótti mér vænt um að sjá tekna upp i ritið úr Heims- kringlu hina skorinorðu bindindisræðu Sverris Sigurðs- sonar Noregskonungs, sem enn er timabær. Sama máli gegnir um sögurnar tvær um Abraham Lincoln Bandarikjaforseta, en eigi fer ég lengra út i upptaln- ingu sérstakra sagna eða þátta úr ritinu. Hins vegar sýnist mér það ná ágætlega tilgangi sinum, og fæ ég eigi skilgreint hann betur en i eftirfarandi orðum af kápu ritsins: „Hér er gerö ákveöin tilraun til að draga saman handa 10-12 ára nemendum aðgengilegt og athyglisvertlesefni, sem varðar að meira eða minna leyti þau vandamál, er oft verða af völd- um áfengra drykkja. En svo sem kunnugt er hefur harla litið verið fjallað um slikt I lesbókum barna hérlendis”. Teikningar Arna Elfar eru prýðisvel gerðar, falla að sama skapi vel að efni ritsins og auka þvi lif og litbrigði. Um prentun og ytri búning er ritið einnig hið snyrtilegasta, og um allt útgáf- unni til sóma. Votta ég útgef- anda og öðrum, sem þar eiga hlut að máli, einlæga þökk mina fyrir þarft rit og timabært. Vil ég jafnframt eindregið hvetja hina ungu lesendur til þess að kynna sér gaumgæfi- lega lærdómsrikt efni ritsins. Samtimis vil ég, af fullri hrein- skilni, segja þeim, að ég hafi, á langri ævi, taliö mér það mikla gæfu að hafa verið alger bindindismaður. Ég er nú hátt á áttræðisaldri, en svo er fyrir að þakka, ennþá ern og ungur i anda. Heilum huga sendi ég is- lenzkri æsku þessa kveðju mina: Aldurhniginn yfir sæ, æsku landsins kæra, læt ég vorsins bliða blæ bróðurkvepju færa. Djúpt I okkar móöurmold minar liggja rætur. Vermir huga feðrafold fram til hinztu nætur. SVALUR eftir Lyman Young m Það er þab, sé nú WHy vill Svalur láta okk') þaö voru ur halda áfram og ^/mistök aö hann i fangelsi? Þettajjsegja yfirvöld er nógu slæmt^ um á Komodo fundi okkar. Aðalatriðiö er að ef yfirvöldin og fólk á Komoao heyrir um drekann frá öörum áður en við getum skýrt mál okkar, þá andræðum , F’.n til allrar hamingju eru ' Svalur og Siggi I fangelsi / á eyju sem er langt frá Komodo, það geta liðið dagar áður en þeir á Komodo frétta um þetta. Svo við )/' ~ höldum okkur?á’ Svalur við fyrirhugaða °® Siggi láætlunina eins ■ eru, . og ekkert hefði ‘anSelsi eftir W/\ skorizt. f í sern áöur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.