Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 15. júni 1975 TÍMINN 3 Fyrsta ráðstefna félagsráðgjafa Kér á landi gébé Rvik — Ráðstefna samtaka norrænna félagsráðgjafa verður haldin i Reykjavik 21.-27. júní nk. að Hótel Esju. Þetta er fyrsta ráðstefnan af þessu tagi, sem haldin er hér á landi, en samtökin hafa áður haldið fjórar ráðstefnur annars staðar á Norðurlöndun- um. Þátttakendur í ráðstefnunni eru um 100 félagsráðgjafar frá öllum Norðurlöndunum, sem sér- staklega hefur verið boðin þátt- taka vegna tengsla við þá mála- flokka, sem um verður fjallað. Efni ráðstefnu þessarar er fyrirbyggjandi félagslegt starf, sem er efst á baugi meðal félags- ráðgjafa á öllum Norðurlöndun- um. Markmiðið með fyrirbyggj- andi félagsstarfs er að vinna að bættu umhverfi og lifskjörum fólks. Þessu markmiði verður ekki náð, nema kannað sé, hvað veldur félagslegum vandamálum og hvaða aðgerðir stuðla að endurbótum. A ráðstefnunni verður unnið i sex starfshópum, og leggur hvert land fram eitt rannsóknarefni, að undanskildumNoregi, sem hefur unnið að tveimur verkefnum. Is- lenzka rannsóknarefnið fjallað um Breiðholt — félagslega þjón- ustui nýju ibúðarhverfi. fslenzkir félagsráðgjafar hafa tekið saman upplýsingar um skipulag og upp- byggingu Breiðholtshverfis, og þá sérstaklega Breiðholts III. Verð- ur rætt-um, hvaða stofnanir eru æskilegar, og hvernig haga megi hvers konar félagslegri þjónustu i hverfinu, þannig að sem bezt lifs- skilyrði skapist fyrir ibúana. í hópnum verða fulltrúar úr hópi skipuleggjenda hverfisins. Rannsóknarefni hinna land- anna eru: Finnland: Geð- verndarstöðvar fyrir unglinga. Sviþjóð: Félagsleg þjónusta fyrir aldraða. Noregur: Fyrirbyggj- andi æskulýðsstarfsemi og Afengisvarnir i atvinnulffinu. Danmörk: Samtök skjólstæðinga. A ráðstefnunni mun Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra flytja erindi, sem nefnist Þróun félagsmálalöggjafar á Islandi, og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri ræðir um heilbrigðismál á Islandi i ljósi nýrrar löggjafar. Auk þess verða umræður um þessi efni á ráðstefnunni, þó að mest verði unnið I hópvinnu. Niðurstöður rannsóknarefnanna verða siðan gefnar út. 1 Stéttarfélag íslenzkra félags- ráðgjafa var stofnað árið 1964, og voru stofnfélagar aðeins fjórir. Nú eru stafandi meðlimir félags- ins 16að tölu, en alls munu félags- menn vera 23, auk þess sem um 20-30 manns eru i námi. Nemar i þessari grein verða allir að fara erlendis til náms, og eru þeir flestir á Norðurlöndunum. Flestir islenzkir starfandi félagsráðgjaf- ar starfa á vegum Reykjavikur- borgar, rikisins, sjúkrahúsa og annarra opinberra en aðeins einn er starfandi út á landi, á Akur- eyri. Formaður stéttarfélags isl. félagsráðgjafa er Guðrún Kristinsdóttir. Kvenfélagasamband Suður-Þingeyjarsýslu gefur út bók í tilefni 70 ára afmælis Kvenfélagasamband Suður- Þingeyjasýslu, elzta kvenfélaga- samband á Islandi, var stofnað að Ljósavatni 7. júni 1905. Það er þvi 70 ára um þessar mundir. Sam- bandið hélt aðalfund sinn dagana 4.-5. júni s.l. i Hafralækjarskóla, i boði Kvenfélags Nessóknar. Þar mættu að venju fulltrúar allra félaga innan sambandsins, og nokkrir gestir. Starfsemin hefur verið með ágætum liðin ár, en vegna afmælisins hyggst sam- bandið gefa út bók, sem kemur út siðar i þessum mánuði. I bókinni verður rakin saga sambandsins og allra félaga i sambandinu, og einnig verða þar gamlar og nýjar ritsmiðar ýmissa félagskvenna. 1 lok aðalfundarins, að kvöldi 5. júni, hélt sambandið afmætisfagn að sinn i félagsheimiiinu á Húsa- vik, og var þar samankomið mik- iö fjölmenni, félagskonur og gest- ir. Dagskrá var vönduð og skemmtileg. Sambandinu bárust margar árnaðaróskir og gjafir frá velunnurum sinum. Tvær konur voru gerðar að heiðurs- félögum, vegna mikilla og góðra starfa fyrir félagið, þær Kristjana Arnadóttir, Grimshúsum, og Dagbjört Gisladóttir, Laugafelli. Einnig var Ragnheiði Sigurgeirs- dóttur frá öxará veitt viðurkenn- ing fyrir bezt unna nýja muni á heimilisiðnaðarsýnungu þeirri, sem sambandið gekkst fyrir á þjóðhátið á Laugum 16.-17. júni 1974. I sambandinu eru 14 félög og 487 félagar. 1 stjórn félagsins eru nú Hólmfriður Pétursdóttir, Viði- hlið, formaður, Elin Aradóttir, Þuriður Hermannsdóttir, Helga Jósepsdóttir og Jóhanna Stein- grimsdóttir. W|PAC VATNSÞÉTT GÚMAAÍLJÓS með haligon peru 12 og 20 volt fyrir vinnuvélar. — Ennfrem- ur ljóskastarar með haligon peru, 12 volta fyrir bila og báta. Pantana óskast vitjað. SIAAI 84450 m KARNABÆR Laugavegi 66 Sími frá skiptiborð Laugavegi 20 Austurstræti 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.