Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur 15. júni 1975 TÍMINN 39 Framhaldssaga I Ífyrir Íbörn y jMh. ■• j ' »•'*. ^ • .wggs Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn morgun ætlaði hann að láta verða af þvi að reyna að læra að þekkja þessi bannsett svörtu tákn á bókfell- inu, og bróðir Am- brósius var of brjóst- góður til þess að hann færi að gera veður út af þvi, sem liðið var hjá. Hann hljóp gegnum litlu dyrnar inn i kast- alann, og munkurinn heyrði, að hann kall- aði: Rikki! Rikki! Það var hann alltaf vanur að kalla að af- loknum kennslustund- um. Alan var ákaf- lega hrifinn af Rik- harði, sem var sonur stallara föður hans og var tveim árum eldri en hann sjálfur. Bróð- ir Ambrósius vissi, að eftir eina eða tvær minútur mundu drengirnir verða horfnir með boga sina og örvar inn i skóg- lendið og mundu sennilega ekki koma aftur, fyrr en kvöld væri komið. Þetta kom oft fyrir. Það var langt frá þvi, að Alan væri heimsk- ur. Honum þótti gam- an að hlusta á sögur af hetjum og riddurum og mundi þær prýði- lega. Hann talaði um þær með mestu skyn- semi og gerði kennara sinn oftforviða, vegna þess hve skarplegar athugasemdir hann kom með. En hann gat ekki afborið lær- dómsstritið. Mest gaman þótti honum að ráfa með Rikka, vini sinum, um skógana i grennd við kastalann, skjóta fugla og kanin- Leiðarþing í Austurlandskjördæmi Alþingismennirnir Halldór Asgrimsson og Tómas Arnason halda leiðarþing á eftirtöldum stöðum i Austurlandskjördæmi svo sem hér segir: 19. jiiní ’75 Egilsstaöir kl. 9 e.h. 20. júni ’75 Seyðisfjörður kl. 9 e.h. 21. júni ’75 Borgarfjörður kl. 9 e.h. 22. júni ’75 Hjaltastaðahr. kl. 2 e.h. 22. júni ’75 Tunguhreppur kl. 9 e.h. 23. júnl ’75 Fellahreppur kl. 2 e.h. 23. júni ’75 Fljótsdalur kl. 9 e.h. 24. júni ’75 Hllðarhreppur kl. 2 e.h. 24. júni ’75 Jökuldalur kl. 6 e.h. 25. júni ’75 Bakkafjörður kl. 6 e.h. 26. júni ’75 Vopnafjörður kl. 9 e.h. 27. júni ’75 Skriðdalur kl. 2 e.h. 27. júni ’75 Vallahreppur kl. 9 e.h. 28. júni ’75 Eiðahreppur kl. 2 e.h. Allir eru velkomnir á leiðarþingin. Þingmenn Framsóknar- flokksins halda áfram leiðarþingum siðar og veröa þau nánar auglýst. @ Opið bréf Þú veizt, að ekkja Snorra Jóns- sonar á Byttunesi og ekkja Jóns Jónssonar á Skeiði eru enn á lifi. Þú veizt, að fjöldi barna þeirra fjölskyldumanna, sem þar fórust, eru einnig enn á lifi. Þú veizt, að margt af systkinum þeirra lifir ennþá, t.d. eru fjögur eða fimm systkini Jóns Guðmundssonar frá Syðstamóti enn lifandi, Vestara- hólssystur, Sigriður Stefánsdóttir og Stefán bróðir hennar, ég og kannski fleiri. Sjálfsagt hafa upprifjanir þi'nar á gamalli harmsögu sært marga, og þótt hún hefði verið sönn, var ekki timi enn til kominn að rifja hana upp og steypa þannig hroll- vekju yfir nánustu núlifandi ætt- ingja. Sú morðseka og af heimin- um dæmd svaraði ádeilu Skáld- Rósu samstundist, þegar þær hittust á Stóru-Borg og Agnes var orðin fangi: Er min klára ósk til þin angurstárum bundin. Ýfðu ei sárin sollnu min, Sólarbáru hrundin. Sorg ei minnar sálar herð, seka drottin náðar, af þvi Jesús eitt fyrir verð okkur keypti báðar. Ég óska eftir, að þú leiðréttir I næsta bindi „Skyggnst um af skapabrún” eða opinberlega i fjölmiðlum: Að Eirikur heitinn, bróðir minn, var búinn að stunda sjó að meira og minna leyti i fjög- ur ár, áður en hann fórst. Einnig óska ég eftir að þú birtir vottorðið frá Jóni Guðmundssyni um fund Mariönnu i Straumnesröstinni. Ég sé mig tilneyddan að skrifa þetta bréf, ef það gæti orðið nán- ustu núlifandi ættmennum þeirra, sem fórusf með Mariönnu, til huggunar og frekari skilnings á afdrifum þeirra. Eftirfarandi vottorð er um fund Mariönnu á Straumnesröstinni. Samkvæmt beiðni vinar mins Jónmundar Guðmundssonar, vegna orðróms, sem gengið hefur um með hvaða hætti fiskiskipið Marianna frá Akureyri hafi farizt i maigarðinum svokallaða árið 1922 er mér ljúft að votta eftirfar- andi: Það mun hafa verið um það bil tveimur árum eftir téðan at- burð að ég átti tal við mág minn Pálma Vilhjálmsson, sem var togarasjómaður á þessum ár- um. Barst þá i tal meðal annars þetta mannskaðaveður og slys þau er þá urðu, en þá fórust þarna 4 skip. Sagði hann mér þá að hann vissi vel hvar Marianna hefði far- izt, þvi að á togaranum, sem hann var þá á — en ég man nú ekki lengur hvað hét — hefði komið upp I trolli djúpt i Straumnesröst- inni brak úr skipi, sem þeir þekktu að var af Mariönnu. Pálma Vilhjálmsson, sem nú er látinn þekkti ég vel, var með hon- um tvær vertiðir á sjó og vissi ég ekki til að hann færi nokkurn tima með ósannindi eða fleipur. Ég var á sjó þetta vor á voninni frá Akureyri, um kvöldið þegar veðrið brast á vorum við norð- norðaustur af Hornbjargi og Marianna þá spölkorn norðaustur af okkur og hefur hún vafalaust hleypt undan veðrinu vestur á seglum þvi skipið var vélarlaust. Við á Voninni, sem var mótorskip komumst I var um kvöldið á Hælavik, en hleyptum daginn eft- ir vestur með landi inni Aðalvik og fórum þá yfir Straumnesröst nálægt nesinu og ljótara sjólag en þá var i röstinni minnist ég ekki að hafa séð og var þó veðurofsinn orðinn minni en hann var nóttina áður. Er þvi ekki undarlegt þó röstin hafi orðið vélarlausu skipi erfið I ofsaroki og stórhrið eins og var þessa nótt. Kópavogi 12. jan. 1975 Jón Guðmundsson frá Molastöðum. P.S. Til frekari skýringar skal þess getið, að Marianna var 30,5 tonn. Sá er vinur sem til vamms segir. Slðasti kafli bókar þinnar er fyrst og fremst áróður fyrir þvi að reyna að færa fram sem flest rök fyrir, að þeir á Mariönnu hafi siglt henni inn i isinn vorið 1922 og lokast þar inni. Borizt svo siðar með isnum norður I Ishaf þar sem hungrið og frostið átti að vinna þá um siðir á hinn kvalafyllta hátt. Og ef ég skil bréf þitt um daginn rétt Asmundur, hyggur þú ugg- laust á, að dunda þér við það áfram að fiska eftir nýjum sögum oggögnum um Mariönnuslysið og kryfja þær til mergjar. Mér finnst mál að linni. Virðingarfyllst. Akranesi 1. mai 1975. Jónmundur Guðmundsson frá Laugalandi. Stofnfundur Stofnfundur foreldrafélags barna með sérþarfir i Garðarhreppi verður haldinn miðvikudaginn 18. júni n.k. kl. 20.30 að Suðurgötu 72 i Hafnarfirði. Undirbúningsnefndin. Þingmálafundir í Vestfjarða- kjördæmi Framhald þingmálafunda i Vestfjarðakjördæmi verður eins og hér segir: Steingrimur Hermannsson mætir: Miðvikudaginn 18. júni, kl’. 22.00, I félagsheimili Djúpmanna, Snæfjallahreppi. Fimmtudaginn 19. júni, kl. 21:00, Drangsnesi. Föstudaginn 20. júni, kl. 21:00, 1 félagsheimilinu Arneshreppi. Sunnudaginn 22. júni, kl. 16:00, Hólmavik. Sunnudaginn, 22. júni, kl. 21:00, Sævangi, Kirkjubólshreppi. Gunnlaugur Finnsson mætir: Miövikudaginn 18. júni, kl. 21:30, Borðeyri. Fimmtudaginn 19. júni, kl. 21:00, Bjarkarlundi. Föstudaginn 20. júni, kl. 21:30, Reykjanesi. Laugardaginn 21. júni, kl. 21:30, Birkimel, Barðastrandar- hreppi. Sunnudaginn'22. júni, kl. 16:00, Fagrahvammi, örlygshöfn, Rauðasandshreppi. Allir eru velkomnir á fundina. Þingmenn Framsóknarflokksins. Fjármálaráðuneytið 10. júni 1975. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir mai- mánuð er 15. júni. Ber þá að skila skatt- inum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fiat 125 P sannaði ótvírætt getu sína við íslenskar aðstæður í Rally-keppninni Pólski Fíatinn varð í 3. sæti í 1. Rally-keppninni FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f., SÍÐUMÚLA 35. SIMAR 38845 — 38888.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.