Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 10
10 ilMINN Sunnudagur 15. júni 1975 Baldur Sveinsson og Ragnar Ragnarsson viröa fyrir sér eina flugvél úr safninu Plastmódelsmíð á sér ekki langa sögu á íslandi, en er þó þegar orðin sjólfstæð grein á meiði íslenzkrar verkmenningar Verkið lofar meistarann TVEIR UNGIR MENN, Baldur Sveinsson og Ragnar Ragnars- son, hafa um árabil varið tóm- stundum sinum saman eða sinn i hvoru lagi til þess að smiða módel, — eftirlikingar af ýmsum hlutum, ekki sizt farartækjum. Hér er um að ræða sérsvið, sem er vel þekkt i heimi tækninnar og verklegra mennta, og þar sem vist má telja, að marga lesendur Tlmans fýsi að frétta nánar af þessum hlutum, þótti vel til fund- ið að hitta þá félaga að máli og spyrja þá nánar um starfsemi þeirra. Það er Baldur Sveinsson, sem verður fyrir svörum. Þegar eftirlikingin er sjötiu sinnum minni en frummyndin.......... — Hvcrsu langt er siðan þið félagar byrjuðuö á þessari starf- semi, Badur? — Við byrjuðum á þessu um likt leyti, þegar við vorum þetta tiu til ellefu ára gamlir, og siðan eru um það bil tuttugu ár, að þvi er mig snertir, en eitthvað öriitið syttra hjá Ragnari. Og heita má, að við höfum unnið að þessu óslit- ið allan þennan tima. — Þið liafið auðvitað byrjað smátt? — Já, mikil ósköp, þetta var svo sem ekki stórt i sniðunum fyrsta kastið, og handbragðið ekki til neinnar fyrirmyndar, að minnsta kosti ekki hjá mér. Þeg- ar ég lit um öxl, finnst mér að langt fram eftir árum hafi þau módelsem égsmiðaði ekki verið i neinu samræmi við þær kröfur, EIGENDUR ATHUGID! Eigum fyrirliggjandi skipti- vélar á mjög hagstæðu verði. Tökum gömlu vélina upp í. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SÍMI 42506 sem ég — og við báðir — gerum til sjálfra okkar núorðið. — Hefur efniviður ykkar breytzt frá þvi að þið byrjuðuð á þessu? — Efniviðurinn hefur frá upp- hafi verið hin svokölluðu plast- módel, sem fást I búðum, og flest- ir halda að séu eingöngu barna- leikföng. Hitt er annað mál, að þessi efniviður hefur tekið mikl- um breytingum og framförum i áranna rás. Módelin eru orðin vandaðri og nákvæmari eftirlik- ingar af fyrirmyndinni en áður var. — ÞU talar um „nákvæmari eftirlikingar” af fyrirmyndinni. Kappkostið þið að likjast fyrir- myndum ykkar eins og unnt er? — Já, við reynum að ná fyrir- myndinni eins nákvæmlega og hægt er, þegar þess er gætt, að eftirlikingin er i mörgum tilvik- um sjötiu og tvisvar sinnum minni en frummyndin. Þegar svo gifurlegur stærðarmunur er tek- inn með i reikninginn, segir sig auðvitað sjálft, að nokkur tak- mörk eru fyrir þvi, hversu nálægt frummyndinni verður komizt. Þó erum við alltaf að reyna að ná fleiri og fleiri smáatriðum með, jafnvel i' þessum stærðarhlutföll- um. — En kemur ekki til mála að stækka stærðarhlutföllin? — Jú, það meira en kemur til mála, þvi að það er einmitt það sem viða er verið að gera. Hvað flugvélum við kemur, eru til dæmis komin stærðarhlutföllin einn á móti tuttugu og fjórum, það er að segja að eftirlikingin er tuttugu og fjórum en ekki sjötiu og tveim sinnum minni en frum- myndin. Sá mismunur á hlutföll- um hefur auðvitað mjög mikið að segja og setur smiðnum ekki jafnstrangar skorður. Bilamódel geta orðið allt upp i einn sjötti hluti af frumstærðinni, og þegar svo er komið, liggur við að módelsmiðurinn geti farið að leika sér að þeim tækifærum, sem verkefnið býður upp á. Smiðurinn þarf að ná öllum einkennum frum- myndarinnar, jafnvel óhreinindum! — Þú ert búinn að nefna bæði bfla og flugvélar, en eru ekki smiðaðar eftirlikingar af ýmsum fleiri hlutum? — Við hér á tslandi, höfum lengst af likt eftir flugvélum, enda er mest úrvalið af þeim, og þar næst koma bilarnir. Á siðari árum þó verió leitað viðar til fanga, og þá einkum i þvi, sem við getum kallað hergögn. Ég á hér við skriðdreka, herbila, jeppa, Hluti af safni Baldurs Sveinssonar Timamyndir Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.