Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 15. júni 1975 TÍMINN Valur Arnþórsson, framkvæmdastjóri KEA: Nýja mjólkurstöð- in kostar einn milljarð króna Heildarvelta KEA 5.5 milljarðar 1974 MeðaJ þeirra, er sátu aðalfund Sainbands islenzkra samvinnu- félaga, var Valur Arnþórsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga (KEA), en Valur var kosinn i aðalstjórn StS á fundin- um i Bifröst. Við hittum Val að máli nú fyrir skömmu og báðum hann að segja okkur fréttir af KEA, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á islandi, eða fimmta i röðinni, ef mannafii og fl. er metið. 201 fulltrúi á aðalfundi KEA Valur hafði þetta að segja: ■— Aðalfundur KEA var haldinn á Akureyri dagana 2. og 3. júni siðastliðinn, en rétt til fundarsetu höfðu að þessu sinni 211 fulltrúar, og mættu þeir flestir til fundar, eða 201. Auk venjulegra aðalfundar- starfa, sem eru skýrslur stjórnar og framkvæmdastjóra, samþykkt reikninga og ráðstöfun eftir- stöðva, var rætt um samvinnu- hreyfinguna og byggðamál. Einn- ig lá tillaga fyrir fundinum um framhald á verzlunarrekstri KEA á Siglufirði. Enn fremur var þarna til um- ræðu skýrsla menningarsjóðs Unnið að því að kaupa skuttogara til Hríseyjar KEA, en stjórn sjóðsins hafði ný- verið lokið sinum aðalfundi. Varúthlutað styrkjum til ýmiss konar menningarmála, samtals' að upphæð 1.160.000 kr. Fé þetta rennur til ýmissa menningar- mála á félagssvæðinu. Heildarvelta KEA — Hver var heildarveita KEA á árinu? — Hún var 5.5 milljarðar króna. Hljóp semsé bæði yfir fjögurra og fimm milljarða markið á einu ári, en á siðasta ári nam heildarvelta félagsins 3.8 milljörðum, eða hækkar um á að gizka 50%. Afkoma félagsins var þó ekki i neinu samræmi við þessa miklu veltuaukningu, en þar koma til nokkrar afgerandi orsakir. Er þá fyrst að telja, að fiskverkunar- stöðvar félagsins i Hrisey og á Dalvik sneru til hins verra um u.þb. 30 milljónir króna, og félag- ið varð fyrir miklu gengistapi vegna erlendra vixla, aðallega vegna fóðurbætiskaupa. Þessir tveir þættir gera 45 milljónir króna og gerðu það að verkum, að fjármunamyndunin minnkaði um 35milljónir króna frá siðasta ári. Einnig hækkaði vaxtakostnaður mikið, svo og launakostnaður. Þá var orkukostnaður mun meiri, þar sem öll orka hækkaði á Tankvæðing mjólkurflutn inga forðar mjólk fró skemmdum, þegar færð spillist vegna snjóa árinu, raforka og olia. Þetta er að visu ekki sérreynsla KEA, heldur á við allan rekstur fyrirtækja á Islandi. tltkoman á rekstrinum var sú, að við gátum hagnýtt okkur allar heimildir skattalaga til afskrifta og reksturinn varð hallalaus, þegar þessum afskriftum var lok- ið. Afskriftir námu 40 milljónum króna. Þar að auki voru félags- mönnum greiddir vextir af stofn- sjóði, og námu þær vaxtagreiðsl- ur 12 milljónum króna. Þá var af- sláttur i Kjörmarkaði KEA, sem er verzlun með nýju sniði, þar sem veittur er 10% afsláttur frá venjulegu búðarverði. Sá afslátt- ur nam 1.2 milljónum króna. Mjólkurstöö fyrir einn milljarö — Hvað með nýju mjólkurstöð- ina? — Það kom fram á fundinum, að á siðasta ári var fjárfest fyrir alls 146 milljónir króna, nettó — þegar inn voru komnar tjóna- bæturnar fyrir tjón að völdum sprengingarinnar i kjötiðnaðar- stöðinni. Mest var fjárfest i mjólkur- iðnaðinum. Fjárfest var i mjólkurstöðinni, tankbifreiðum, vélum og tækjum, alls um 100 milljónir króna. — Nýja mjólkurstöðin er lang fjárfrekasta framkvæmdin, sem staðið er i um þetta leyti. Við von- umst fastlega til að geta flutt ein- hvern hluta starfseminnar i húsið þegar á næsta ári, þ.e.a.s. osta- gerðina. Gert er ráð fyrir að þessi framkvæmd muni kosta einn milljarð króna, þegar hún er full- búin. Gifurlegar verðhækkanir hafa orðið siðan fyrst var farið að tala um byggingu slikrar stöðvar, en þá átti hún að kosta 67.5 milljónir Aðalfundur Barnavinafélagsins Sumargjafar verður haldinn i hliðar- sal á Hótel Sögu, 2. hæð, föstudaginn 20. júni 1975 kl. 18. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Sumargjafar. króna (1965). Þá fékkst ekkert lánsfé, svo að ekki varð af fram- kvæmdum. Mjólkurmagn hefur sjöfaldazt hjá KEA — Er þetta nauðsynleg fram- kvæmd? — Já, á þvi leikur enginn vafi. Þegar núverandi mjólkurstöð tók til starfa árið 1939, var mjólkur- magnið 3-4 milljónir litra, en mjólkurmagn sem fór gegnum þessa sömu stöð, var á siðasta ári 21.8 milljónir litra, og hafði aukizt nokkuð frá fyrra ári. Þetta hefur tekizt, að visu með verulega auknum vélbúnaði, en húsnæði er að heita má hið sama og árið 1939. — En verzlunin sjálf. Varð breyting á henni — Við hættum starfrækslu einnar af litlu kjörbúðunum okk- ar, en hófum jafnframt rekstur Kjörmarkaðar, þar sem menn geta keypt allmikið úrval vara með 10% afslætti. Ekki þarf að kaupa i miklu magni til þess að fá þennan af- slátt, heldur er verzlunarkostnaði stillt i hóf, þ.e. starfsmanna- kostnaði, umbúðakostnaði o.s.frv. Stjórnarkjör hjá KEA — skuttogari til Hriseyjar — Urðu nokkrar breytingar á stjórn KEA? — Formaður og varaformaður voru endurkjörnir, þeir Hjörtur Eldjárn Þórarinsson formaður og Sigurður Óli Brynjólfsson vara- formaður. Þá var Gisli Konráðs- son, sem verið hafði varamaður, kjörinn i stjórnina til eins árs i stað Sigurðar O. sem lézt i vetur. Þá kom inn i stjórnina nýr vara- maður, Jóhannes Sigvaldason, forstöðumaður Rannsóknastofu Norðurlands. Sigurður Jóseps- son, bóndi á Torfufelli var endur- kjörinn varamaður i stjórn. — Nokkur ný verkefni fram- undan hjá KEA? — Ef frá er skilin bygging mjólkurstöðvarinnar, þá er það Kjörmarkaður KEA veitir 10% afslátt af vörum liklega merkast, að nú er unnið að þvi að kaupa skuttogara til hrá- efnisöflunar fyrir Hrisey, en at- vinnulif þar hefur verið i hálf- gerðum molum vegna hráefnis- skorts. Sér i lagi eftir að við lögð- um þvi ágæta skipi SNÆFELLI, sem var orðið úr sér gengið. Þetta er ágætt dæmi um það, hvernig unnt er að beita þvi mikla afli, sem þetta stóra félag er, sem nær yfir margar byggðir, til þess að rétta við atvinnulifið i einni byggð. Ekki kemur fram ein ein- asta óánægjurödd á aðalfundi, heldur hafa menn skilning á nauðsyn samvinnu i þessum efn- um. — Þvi er við að bæta, að þetta skuttogaramál hefur einnig verið Valur Arnþórsson, framkvæmdastjori Kaupielags Eyfirðinga. skoðað i öðru samhengi. Talið er hugsanlegt að annar skuttogari Dalvikinga verði jafnvel seldur burt, en hann er i einkaeign. Þarf þá að fá annan skuttogara til Dal- vikur.og þeirn hugmyndum hefur verið hreyft, að keypt verði tvö togskip, annað fyrir Dalvik, en hitt fyrir Hrisey, og afla þessara skipa verði miðlað milli áður- nefndra staða, t.d. með pramma, sem dreginn yrði af báti á milli staðanna. Við erum að athuga þessar hugmyndir lika þessa dag- ana. — Hvernig gengu tankflutning- ar á mjólk i vetur? — Þetta var mjög erfiður vetur, snjór og vond færð. Mun þurfa að leita allt aftur til ársins 1951 til þess að finna samjöfnuð. Tank- væðingin kom sér mjög vel. Gert er ráð fyrir að bændur geti geymt tveggja daga mjólkurmagn að sumrinu, en það þýðir að þeir geta geymt 4-5 daga mjólkur- magn á vetrum. Þannig gátu bændur staðið af sér fáeina daga vegna ófærðarinnar, og er talið að miklu meiri mjólk hefði farið til spillis, ef tankvæðingu hefði ekki verið komið á, sagði Valur Arn- þórsson aö lokum. — JG ATLAS »BIC DADDY" 15" SPORTH JÓLBARÐAR VERÐ FRÁ 8112,-KR. Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.