Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 32
32 TIMINN Sunnudagur 15. júnl 1975 Danskt ævintýri: Lati klæðskerinn Það var einu sinni klæðskeri, sem var svo ákaflega latur. Bezt af öllu þótti honum að flat- maga á legubekknum sinum i stað þess að sauma. Þetta gerði hann lika oft, og þá sagðist hann vera að hugsa. Ná- grönnum hans var vel kunnugt um þetta hátta- lag klæðskerans, og kölluðu hann alltaf ,,lata klæðskerann”. Klæðskerinn var kvæntur ágætri konu. Hún var litil vexti, en mesti dugnaðarforkur, enda þurfti hún lika oft á þvi að halda. — Æ, kona góð, taktu nú nálina dálitla stund á meðan ég hugsa, sagði klæðskerinn, þegar hann fékk letiköstin. Konukindin saumaði af öllu kröftum, þegar hún gat höndunum undir komizt. Það var nú svo margt annað, sem hún þurfti að gera: elda matinn og halda húsinu hreinu og þrifalegu. — Maturinn á alltaf að vera kominn á borðið á réttum tima, sagði lati klæðskerinn. — Þú verð- ur þá heldur að sauma eitthvað fram eftir kvöldinu, þvi að fötin eiga að vera tilbúin á morgun, þvi hef ég lof- að, — var hann vanur að segja. — Já, ég skal reyna, sagði konan. En oft var hún þreytt. Maðurinn hennar þurfti svo oft að „hugsa”. Hann fór alltaf snemma að hátta á kvöldin. Oftast mundi hann þó eftir þvi, að láta konuna fá nóg verkefni til að sauma fram eftir nóttunni. Eitt kvöldið varð hún svo syfjuð og þreytk að hún háttaði og steinsofnaði. Um morguninn varð klæð- skerinn óður og ær yfir þvi að eiga svona lata og svikula konu. Hann tók kvarðann sinn og barði konuna sina til óbóta. — Ég skal berja úr þér bannsetta letina, sagði „lati klæðskerinn’! Nokkru seinna var kona klæðskerans ein heima. Hún var að kepp- ast við að sauma vesti, sem átti að vera fullgert þá um kvöldið. Það var vonzkuveður. Vindurinn hvein og ýlfraði, og snjórinn þyrlaðist á gluggann. Þá var barið að dyrum. Enn kom gamall og gráhærður öldungur. Hann skalf af kulda og klaka- drönglarnir og snjó- flyksurnar héngu i hári hans og skeggi. — Er klæðskerinn heima? spurði hann. — Ég ætlaði að biðja hann að gera við saumsprettu á annarri frakkaerminni minni. Það snjóar og næðir svo ónotalega inn um hana. — Ónei, hann er nú ekki heima, sagði kon- an. Þú skalt samt fara úr frakkanum. Ég skal gera við saumsprettuna fyrir þig. Gerðu svo vel að taka þér sæti á meðan. Ég er að hita kaffi, svo að ég get bráð- um gefið þér heitan kaffisopa. Þér veitir ekki af þvi. — Þökk fyrir, kærar þakkir, sagði gamli maðurinn. Konan gerði nú við saumsprettuna. — Hvað kostar það? spurði ókunni maðurinn. Hann tók upp gamla og slitna pyngju með nokkrum smápeningum i. — Það kostar ekkert, sagði konan og brosti vingjarnlega. — Gerðu svo vel að fá þér meira kaffi, svo að þér hitni vel. Hún tók könn- una og fyllti bollann hans. Siðan þakkaði gamli maðurinn fyrir sig og bjóst til brottferðar. í dyrunum sneri hann sér við og sagði — Kona góð, taktu við þessu fyrir hjálpfýsina og góðvild- ina. Ef þú verður ein- hverntima i vandræð- um, þá komdu til min. Ég bý i litla húsinu úti i skóginum. Hann rétti henni litla saumnál og að þvi búnu kvaddi hann og fór. — Jæja, andvarpaði konan, ekki var nú þetta mikils virði, en hann hefur vist ekki neitt ann- að til að gefa. Þetta sýn- ir þó góðan vilja. Hún settist við vinnu sina og fór nú að reyna nýju nálina En — hvað haldið þið að nú hafi gerzt. Þvi likt og annað eins! Þarna hamaðist nálin að sauma og tók sex og sjö spor i einu. Þegar nálþráðurinn var þrotinn, þræddi hún sig sjálf. Konan þurfti ekk- ert að gera!! Nú sá hún, að gamli maðurinn hlaut að vera galdramaður, en hann hafði þó verið henni góður. Þegar klæðskerinn kom heim og sá þessa dásemdarnál, þá réði hann sér ekki fyrir gleði. — Nú get ég þó hugsað i næði, sagði hann. — Nú þarf ég ekkert annað að gera en sniða fötin. Þú og nálin annast um hitt. Nú leið nokkur timi. Þau höfðu nóg fyrir sig DAN BARRY ^ Þessi gjöf er merki frá guðunúm^ En á meðan / og þýðir sigurjfyrir okkur *ow Jkonungur. Við höldum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.