Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 35

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur 15. júni 1975 TÍMINN 35 myndi mörgum létta. Iðja þin, skrifin um Mariönnuslysið eru að ég held af einhverjum annarleg- um toga spunnin. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda.Þeir sem voru skilningsrikir, vel- viljaðir og nærgætnir vildu kippa fréttinni til baka á sinum tima segirðu. Hvað gerir þú As- mundur, þú reynir til hins ýtrasta, að blása lifi i gamla harmsögu að ástæðulausu og stappar nærri, að þú sláir upp fullyrðingum. Þú kastar nýjum sprekum á þá glóð, sem var að kulna og hula gleymskunnar hefði átt að geyma að eilifu. Ég leyfi mér Asmundur að minna þig á málflutning þeirra, sem á sinum tima vildu milda frásögn- ina um þjóðsagnakenndan fund Mariönnu og hinsvegar á nei- kvæðan málflutning þinn. Með eftirfarandi: Misjafnt höfumst við að, sagði álfkonan við húsfreyju. Þú berð mitt, en ég dilla þinu. Og einu sinni var sagt: Þvi slærð þú prestur. Þú segir: Var það hald manna, að fréttin hafi vissulega verið sönn. Svo mörg eru þau orð og sælir eru þeir sem heyra. Þvilik forsmán, að nánustu skyldu hafa sig þannig að, að rannsaka málið frekar. Ekki hafði það þurft að meiða skáldæð neins, þó það væri reynt. Heils hugar skal það játað, að ég seildist það langt um hurð til lokunnar, að lengra náði ég ekki til að reyna að afsanna þessa sögu á sinum tima. Vinur minn, Sigurður Sigurðsson, þáverandi sýslumaður okkar Skagfirðinga hafði margsinnis samband við embættið á Akureyri, en þaðan átti sagan um fund Mariönnu að hafa borizt út. Einnig fór hann sjálfur um þessar mundir til Akureyrar. Sigurður sagði mér að um hreinan misskilning hefði verið að ræða. Skipsflakið, sem fannst, og umrædd saga spannst út af, hélt hann að verið hefði enskt og heitið Mary Ann. Um vorið, þegar þessi saga komst i gang, var ég I vegavinnu ásamt mörgum sveitungum min- um. Við vorum að endurnýja ræsi i Langhúsabrautinni rétt fyrir sunnan brunnhúsið i Haganesi. Einn okkar þúrfti að skjótast heim i Haganes i simann. Þegar hann kemur til baka, segir hann að ölafur i Haganesi hafi sagt sér, að hann hafi heyrt frá Siglu- firði, að Marianna hafi fundizt norður i Ishafi. Hann ætlar að fara að lýsa þvi eitthvað nánar. Ég kallaði hann strax á eintal og spyr hann hvort hann viti eigin- lega, hvað hann sé að ræða um. Dettur þér ekki i hug, hvernig þeim verður við Vestarahóls- bræðrum, sem áttu tvo af bræðr- um slnum á Mariönnu? Þeir voru þama báðir'Jón og Sveinn Sig- mundssynir. Hvernig heldur þú að Vestarahólshjónunum og systrunum heima bregði við þessi tiðindi, þegar þeir bræður koma heim Ikvöld? Nokkrum árum áð- ur höfðu þau á Vestarahóli misst Stefán son sinn einnig i sjóinn. Hann tók út af Flink. Þegar ég kom heim um kvöldið, sagði ég foreldrum minum frá þessum tiðindum. Ég vildi sem sé ekki láta þau heyra þetta á skotspón- um. Asmundur, þú segirað móðir min hafi ekki haggast við tiðinda- sögnina. Ég einn veit, hvernig foreldrar minir tóku henni og verður ekki frekar um það rætt hér. Ugglaust hafði faðir minn sinar tilfinningar, engu siður en móðir min. Eirikur var ætið augasteinn föður mins, enda styrkasta stoðin hans, meðan við naut. Hann setti metnað sinn i að vinna að heill foreldra sinna og heimilis og hann lét hvern eyri, sem hann gat við sig losað ganga i heimilið og dró ekki af sér. Hermann Jónsson á Yztamói segir um föður minn i Skagfirzk- um æviskrám, 1. bindi: Guð- mundur Ásmundsson var afburða þrekmaður bæði til sálar og lik- ama. Hann hafði fast mótaða skapgerð, sem fæstum tókst að færa úr skorðum. Bók þin bls. 319. Siðustu hryllingssögunni um afdrif skip- verja á Mariönnu lýkur þú með þessum orðum: Siðasti hjallinn hefur að sjálfsögðu verið erfiður, svo að um hann hefur mátt segja eins og Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti segir um siðustu raun- ir Hannesar Hafstein: Skaflinn var háll og harður i heljarbrekkunni efst, þar sem eggjarnar enda, upploftið frjálsa hefst. Bók þin bls. 314 og 315. Þú held- ur þig við sama heygarðshornið. Þú ert haldinn furðulegri áráttu i þvi að upplýsa eða blása nýju lifi i gamlar sögur um is og hungur- dauða Fljótverja og annarra Norðlendinga. Afram skal haldið. Skjöldur tekinn á dagskrá. Norskur selfangari finnur hann norður i tshafi. Þarna getur verið um þjóðsagnakenndan uppvakn- ing að ræða, samsláttur i linum, vegna gamallar sögu um, að norskur selfangari hafi endur fyr- ir löngu fundið flak af Skildi frá Akureyri norður i íshafi með áhöfnina hungurmorða og hel- forsna innanborðs. Skjöldur fórst árið 1903. Eftir allmiklar vangaveltur um afdrif Skjaldar og Mariönnu kem- ur enn einu sinni eftirfarandi klausa: Sömu merki voru talin hafa verið á Mariönnu sem séð voru á Skildi, að skipsmenn hafi verið búnir að heyja langt og erfitt strið við hungur og kulda áður en yfir lauk. Skyldi það hafa verið sami selfangari, sem fann bæði skipin? Ég gæti látið mér detta I hug, að þú hefðir haft tal af einhverjum þeirra. Bók þin bls. 313. Þegar þeir Hafliði gengu úr hlaði i Móskóg- um, gengu þeir fram á grátandi konu. Þar var Margrét að harma yngsta son sinn og einustu fyrir- vinnu þeirra hjóna, sem komin voru á háan aldur. Jón Stefánsson var fæddur 9. sept. 1898. Stefán skáld, bróðir hans, er fæddur 5. des. 1905, einum degi fyrr en Arni sál. frændi minn. Stefán er enn á lifi. Jón var þvi ekki yngsti sonur Margrétar, eins og þú heldur fram Ásmundur. Bók þin bls. 314. Sjö eða átta ár- um seinna en slysið varð, stóð Lovisa á Laugalandi við útvarpið sitt, o.s.frv. Fyrsta sendingin hjá Islenzka útvarpinu var 21. des. 1930. Fyrsta útvarpið, sem kom I Laugaland keyti Tómas heitinn kaupfélagsstjóri i Hofsósi fyrir mig I Reykjavik veturinn 1935-36 og setti ég það upp nokkru fyrir jólin, hálfu fjórtánda ári eftir slysið. Móðir min hefur þvi ekki getað hlustað á útvarp sitt, As- mundur, 7 eða 8 árum eftir slysið þar eð ekkert útvarp kom i Laugaland fyrr en hálfu fjórtánda ári eftir umrætt slys. Bók þinbls. 318. Grunaði Eirik, að þessi för frá föðurhúsum hans til sjós, yrði bæði hin fyrsta og siðasta. Þvilikur skáldskapur. Eirikur bróðir minn fór fyrst til sjós 15 eða 16 ára gamall á há- karlaveiðar á Eirik nafna sinn frá Akureyri, skipstjóri Kristinn As- grimsson frá Hamri. 1919 var hann á sfldveiðum á Bárunni hjá Stefáni Jónassyni skipstjóra, sem einnig var eigandi skipsins, sá sami sem gaf elliheimilið Skjaldarvik við Eyjafjörð. Með Eiriki á Bárunni voru þeir félagar og nafnar Jón Stefánsson i Mó- skógum og Jón Guðmundsson frv. hreppstjóri á Molastöðum, sem enn er á lifi. Vorið 1920 er hann á hákarla- veiðum á Voninni, skipstjóri Sig- mundur Einarsson. Voru þeir fimm saman að heiman á Von- inni þetta vor. Eirikur var á sild- veiðum um sumarið, en ég man ekki lengur fyrir vist á hvaða skipi, liklega Voninni. 18 ára var hann einnig til sjós, bæði vor og sumar. 19 ára var hann á færa- fiski á Mariönnu og fórst með henni. Bibliumálin vil ég sem mest leiða hjá mér. Er ég ekki dómbær á, hverjir eru sanntrúarmenn og þvi siður á það, hvort ekki hafi verið nema einn trúaður maður i byggðinni vorið 1922. Dæmið ekki. Hitt veit ég, eins og þú segir fyrr i bók þinni: Lovisa á Laugalandi átti bibliu. Faðir minn átti einnig bibliu i skinnbandi, liklega i fyrst- unni gjöf frá Guðrúnu móður hans. Rúmin okkar bræöranna stóðu saman i baðstofunni þennan umrædda vetur og aldrei varð ég var við afbæjarbibliu heima. Engin trúarvakning var koin i Fljótin 1922. Kæri frændi minn, Guðmundur Jónsson frá Bakka dó ekki fyrr en um sumarið 1927 og þá óskirður niðurdýfingar- skirn. Stundum dreymir mig, eins og þig, merka drauma og sé sýnir. Svipi framliðinna hef ég séð af og til liklega siðan ég man fyrst eftir mér. Samt veit ég ekki enn i dag, hvað er að vera myrkhræddur. Stuttu eftir að Marianna fórst kom Eirikur heitinn bróðir minn til min inn I gömlu baðstofuna á Laugalandi og settist á rúmstokk- inn fýrir framan mig og sagðist vera kominn til að segja mér, hvemig það hefði gengið til hjá þeim I garðinum áður en þeir fór- ust. Hann sagði við mig eftirfar- andi: Bróðir minn, ég stóð til dekks þar til yfir lauk. Við feng- um á okkur þrjá brotsjói. Sá fyrsti braut allmikið ofan af henni og við misstum tvo mennina út. Eirikur sagði mér hverjir það voru. Frá þvi segi ég engum. Marianna rétti sig og kom upp úr sjó að mestu. Rétt I þvi fengum við á okkur miðsjóinn og hún maraði i kafinu um stund, en rétti sig ekki fullkomlega. Um stundarsakir héldum við, að hún mundi hafa það af að lyfta sér i sjó og ná sér upp, en þá fengum við á okkur þriðja brotið, sem var sinu mest. Þá var það búið, hún gekk undir og sökk. Ég vaknaði, Eirikur stóð upp af rúmstókknum oggekkrólega fram gólfið. Þegar hann kom fram að baðstofudyr- um snéri hann sér við og brosti til min þessu hreinbjarta, milda brosi, sem ætið hefur fylgt mér siðan. Snéri sér rólega við aftur og leið með hægð I gegnum hurö- ina. Eftir drauminn og sýnina hef ég aldrei efast um, hver urðu af- drif þeirra á Mariönnu. Oft dreymir mig fyrir daglátum og flestir minir draumar hafa gengið eftir, og þessi einnig. Oft dreymdi mig Eirik og nokkrum sinnum sá ég hann eftir þetta. Hann hefur alla tið verið vemdari minn. Jón Stefánsson, tilvonandi mágur minn, vitjaði min þrisvar sinnum þetta vor, en aldrei siðan. 1 eitt skipti sagði hann mér stórmerk tiðindi, sem eftir gengu. Mér er fullljóst, að þessi rök eru ekki nema fyrir mig og mina nán- ustu, sem trúa mér, en ekki fyrir fjöldann. En fyrir mörgum árum slöan bárust mér fullkomnari rök og sterkari sannanir upp i hendurnar frá vini minum og kærum nágranna, Jóni Guð- mundssyni frv. hreppstjóra frá Molastöðum I Fljótum, og kem ég að þvi siðar. Þér hefur ekki þótt taka þvi, Asmundur, að sýna mér eða öðr- um nánustu núlifandi ættmennum þeirra, sem fórustmeð Mariönnu, þennan siðasta kafla bókar þinn- ar um Mariönnuslysið, áður en þú lézt hann fara frá þér I prentun. Blóöið ólgaði við upprifjun á gamalli frásögu, sem ég hélt að væri út úr heiminum fyrir mörg- um árum siðan, og hélt fyrir mér vöku. Þessar upprifjanir þinar um hungur og dauða vekja upp sárar minningar. Mér datt móðir min i hug, sem ég varð að horfa upp á svo mánuðum skipti, meöan hungrið var að vinna hana. Hennar metnaður var að seðja svanga og svala þyrstum, en hlutskipti hennar varð að deyja úr hungri. Móðir min dó úr krabbameini i hálsi. Aðgát skal höfðinærveru sálar. Framhald á bls. 39. m □ ra ii □ e ]□ □: ] ]□ VIÐ BYGGJUM 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 r i i ili í— Við byggjum, — byggjum við . . . og nú höfum við opnað nýbyggingu Samvinnubankans í Bankastræti. Við bætt skilyrði verður okkur nú unnt að veita viðskiptavinum okkar meiri og betri þjónustu. Öll afgreiðsla bankans fer fram á fyrstu hæð. Geymsluhólf, sem bankinn hefur ekki haft aðstöðu til að hafa áður, verða nú til reiðu. Okkur er það mikil ánægja að geta tekið þetur á móti viðskiptavinum okkar, verið velkomin í Bankastræti 7. Saiminnubankinn HBS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.