Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 15. júni 1975 Menn og málofni Mikilvægt samkomulag, sem tryggir vinnufrið Sáttanefndin meft forystumönnum samningaaöiia i kjaradeilu ASI og Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna. Frá vinstri: Snorri Jónsson, Björn Jónsson, Jón Þorsteinsson, Guðlaugur Þorvaldsson, Torfi Hjartarson, Gu{lmundur Hjartarson, Björn Hermannsson, Jón Sigurösson og Jón H. Bergs. Þjóðin fagnar vinnufriði Það er vist, aö þjóðin fagnar þvi samkomulagi um kjaramálin, sem hefur náðst milli aðalsam- taka vinnumarkaðarins með að- stoö rikisstjórnarinnar. Með þvi hefur verið afstýrt miklum átök- um, sem hefðu getað staðið lengi, valdið miklu efnahagslegu tjóni og haft óheppiieg áhrif á sambúð viðkomandi aðila i framtiðinni. Við þvi var ekki hægt að búast undir þeim kringumstæðum, sem nú eru, að hægt væri aö ná sam- komulagi, sem allir væru ánægðir með. Vissulega heföi verið æski- legt að bæta kjör láglaunafólks enn meira. Til þess eru hins vegar ekki aðstæður nú. Þvert á móti mun það almennt álit atvinnurek- enda, að með samkomulaginu hafi verið lögð meiri byrði á at- vinnuvegina en þeir eigi auðvelt með að risa undir, eins og nú er á- statt. Staða atvinnuveganna get- ur átt eftir að vera mikið vanda- mál, ef viðskiptakjörin lagast ekki. Þetta mun skýrast betur, þegar lengra kemur fram á árið. En hitt er lika jafnvist, að staða atvinnuveganna hefði ekki batnað við það, ef bætzt hefði við tjón af langri vinnustöövun. Löng vinnu- stöövun hefði ekki heldur bætt hag launþega, enda þótt þeim hefði tekizt að knýja fram meiri kauphækkun, sem þó er vafa- samt, að þeim hefði tekizt. Bæði forustumenn verkalýðs og vinnuveitenda hafa þvi sýnt hyggindi i sambandi við þessa samningagerð. Ekki má svo gleyma mikilsverðu framlagi sáttanefndarinnar og hagrann- sóknarstjóra. Aukinn launa- jöfnuður Það mun sennilega álit ýmissa, að réttara hefði verið að auka hlut láglaunafólks meira en draga i staðinn úr hækkunum til annarra. Þetta er hins vegar auðveldara að segja en framkvæma. Menn sleppa ógjarnan þvi, sem þeir hafa einu sinni fengiö. Með hinu nýja samkomulagi er ótvírætt stefnt að auknum launajöfnuði i áföngum, þar sem allir fá sömu krónutölu sem kauphækkun. Lengra var ekki hægt að komast i launajöfnunarátt að þessu sinni. Það ber að viðurkenna, að þetta er spor i rétta átt til að jafna þann ójöfnuð, sem gerðist i sambandi við kjarasamningana i febrúar 1974. Eins og kunnugt er, stendur mikill meirihluti verkalýðshreyf- ingarinnar að þvi samkomulagi, sem nú hefur verið gert. Þau fé- lög, sem hafa staðið utan við, eiga nú kost á þvi að gerast aðilar að þvi, og fá fyrir meðlimi sina þær hækkanir, sem felast i þvi. Eðli- legt verður að teljast að þau not- færi sér það. Það yrði ekki vel séð af þjóðinni, ef einstakir hópar reyndu nú að brjóta niður það samkomulag, sem hefur verið gert milli höfuðsamtaka vinnu- markaðarins. Það sýndi jafn- framt glögglega, að það er ekki siður nauðsynlegt fyrir heildar- samtök launafólks en þjóðarbú- skapinn að settar verði hömlur við slfkum skæruhernaði i fram- tiðinni. Þóttur ríkis- stjórnarinnar Rikisstjórnin á sinn stóra þátt i þvi, aö þetta samkomulag tókst. Með skattalækkun þeirri, sem samþykkt var á siðasta þingi, var gengið tii móts við óskir verka- lýðssamtakanna, enda lýst yfir af þeim, aö þau myndu meta það til jafns við kauphækkun. Þá hefur rikisstjórnin ákveðiö að greiða niður verðhækkun þá, sem var á landbúnaðarvöruverðinu um si'ð- ustu mánaðamót, og mun sú upp- hæð skipta mörgum hundruðum milljónum króna á samningstim- anum. Þá hefur sáttanefndin, sem rikisstjórnin skipaði og vann i samráði við hana, tvimælalaust átt mikinn þátt i samkomulaginu. Það verður að vona, að það samkomulag, sem nú hefur verið gert, eigi ekki eftir að kalla á sér- stakar ráöstafanir til að tryggja atvinnuöryggið. Það fer eftir þvi, hvernig viðskiptakjörin verða. En slikar aðgerðir hefðu þá ekki orðið siður aðkallandi, ef lang- varandi stórfelld vinnustöðvun hefði lamað atvinnulifið. Sá vinnufriður, sem hefur verið tryggður um sinn, er alla vega hagstæöur þjóðinni og þvi ber að fagna honum. Vonbrigði Þótt þjóðin fagni yfirleitt sam- komulaginu eru eins og alltaf undantekningar frá aðalreglunni. Þaö var ljóst meðan á samninga- viöræðunum stóð, að til voru öfl i þjóðfélaginu, sem ætluðu sér ann- að og meira en að fá fram kjara- bætur fyrir láglaunafólk. Þannig birtist forustugrein i Þjóöviljan- um 10. þ.m., undir fyrirsögninni: Nýjar kosningar, nýja rikis- stjórn. Greinin var svo öll i anda þeirrar fyrirsagnar. Augljóst var af þvi, að fyrir greinarhöfundi vakti — og raunar hefur það sama komið fram hjá öðrum greinar- höfundum Þjóðviljans — að nota þessi átök til að koma Alþýðu- bandalaginu i ri'kisstjórn. Vinstri armur Alþýðubandalagsins þráir nú augsýnilega ekkert heitara en að komast i rikisstjórn. Vafalaust hafa þessir menn nú orðið fyrir vonbrigðum. En það skal skýrt tekið fram, að þetta gildir ekki um helztu forustu- menn verkalýðshreyfingarinnar, sem tilheyra Alþýðubandalaginu, eins og t.d. forustumenn Dags- brúnar. 011 framkoma þeirra sýndi, að þeir létu hreint hags- munasjónarmið verkamanna ráða. Þess vegna voru allir samn- ingsaöilar sammála um að þakka Eðvarði Sigurðssyni fyrir fram- lag hans, en hann veiktist i lokin. En þær þakkir munu ekki draga úr vonbrigðum þeirra Þjóðvilja- manna. Vilja komast í ríkisstjórn Áhugi Þjóðviljamanna á þvi að komast i rikisstjórn á sér fleiri skýringar. Vinstri armur banda- lagsins þóttist hafa teflt sterkan leik, þegar hann kom i veg fyrir það á siðastliðnu sumri, að mynd- uö var ný vinstri stjórn. Þá var Alþýðubandalaginu ætlað að hagnast á þvi, að vera utan stjórnar á erfiðum timum. Nú er hins vegar að koma i ljós, að þetta hafi verið villukenning. Leiðtogar Alþýöubandalagsins þykjast nú sjá fram á, að bandalagið muni þola illa að vera utan rikisstjórn- ar tíl lengdar. Þessu veldur ekki sizt, að innan aðalkjarna banda- lagsins rikir margvislegur á- greiningur og persónuleg óvild, eins og glöggt hefur komið i ljós i járnblendi-verksmiðjumálinu. Þá óttast leiötogar Alþýðubanda- lagsins þá stöðu utan rikisstjórn- ar, að þurfa að berjast við Al- þýðuflokkinn til hægri og Maó- ista, sem eiga vaxandi fylgi ungs fólks til vinstri. Siðast en ekki sizt, þótti þátttakan i vinstri stjórninni sýna, að Alþýðubanda- lagið hefur skárri stöðu, þegar það er i rikisstjórn, en utan stjórnar. Það er annars ekkert annað en mannlegt, að leiðtogar Alþýðu- bandalagsins vilji komast aftur i stjórn. En leiðin til þess er áreið- anlega ekki sú, að reyna að skapa öngþveiti i landinu og ætla að þröngva sér inn i rikisstjórn á þann hátt. Hin ábyrgu vinnubrögð Eð- varðs Sigurðssonar og félaga hans eru áreiðanlega vænlegri til árangurs. Sömu úrræðin Til þess að skera úr þeirri þrætu milli Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins, hvort veru- legur munur sé á stefnu vinstri stjórnarinnar og núverandi rikis- stjórnar, er auðveldast að virða fyrir sér einstaka málaflokka. Ef litið er á atvinnumálin, kem- ur Iljós, að báðar rikisstjórnirnar hafa framar öðru sett sér það mark að tryggja fulla atvinnu i landinu. Fyrir vinstri stjórnina var þetta auðvelt, þvi að við- skiptakjörin voru hagstæð i valdatið hennar að undanskildum sfðustu mánuðunum. Núverandi stjórn hefur tekizt að tryggja næga alvinnu, þrátt fyrir stór- aukna efnahagserfiðleika. Skæruverkföllin i vor hafa að visu skapað nokkurt atvinnuleysi — en það verður ekki fært á reikning ríkisstjórnarinnar. Til þess að tryggja atvinnuör- yggið, hafa rikisstjórnirnar grip- ið'til sömu úrræðanna. Þær hafa beitt verðlagshömlum að svo miklu leyti, sem það hefur verið fært. Þær hafa gripið til gengis- fellinga. Þær hafa sett lög, sem bönnuðu eða takmörkuðu visi- tölubætur, enda þótt þær hafi ver- ið ákveðnar i kjarasamningum. Þærhafa settlög um gerðardóm i vinnudeilum, þegar það hefur verið talið óhjákvæmilegt. Vitan- lega er það allt annað en æskilegt að þurfa að gripa til umræddra aðgerða, en báðar stjórnirnar hafa þó taliðþann kostinn betri en að stefr.a atvinnuörygginu i voða. Sama stefnan Ef litið er á byggðamál, dylst þaðekki, að bæði vinstri stjórnin og núverandi stjórn hafa verið eindregnar i stuðningi sinum við öfluga byggðastefnu. Núverandi rikisstjórn hefurt.d.áréttað þetta með stórfelldri eflingu Byggða- sjóðs. Afstaða beggja rikisstjórnanna hefur verið nákvæmlega hin sama til járnblendiverksmiðj- unnar. Núverandi rikisstjórn hef- ur þar fylgt fram þeirri stefnu, sem vinstri stjórnin var búin að móta. Sé litið á kjaramálin, er það augljóst, að báðar rikisstjórnirn- ar hafa viljað stuðla að auknum launajöfnuði. Það var ekki sök vinstri stjórnarinnar, að ójöfnuð- ur i launamálum jókst i stjórnar- tið hennar, þvi að hún stjórnaði ekki gerð kjarasamninganna i febrúar 1974. Núverandi rikis- stjórn hefur reynt að jafna þetta aftur með þvi að beita sér fyrir sérstökum láglaunabótum. Ólík skilyrði Þannig mætti halda áfram að rekja einstaka málaflokka og sýna fram á, að þessar tvær rikis- stjórnir hafa i höfuðdráttum fylgt sömu stefnunni. Eina stóra und- antekningin, eru varnarmálin. Grslit alþingiskosninganna á sið- astliðnu sumri urðu á þann veg, að ekki var hægt að fylgja fram þeirri stefnu i varnarmálum, sem vinstri stjórnin hafði mótað. Þess ber svo að gæta, að höfuð- munur er á þeim efnahagslegum skilyrðum, sem þessar tvær stjórnir hafa búið við. Vinstri stjórnin bjó yfirleitt við góð og batnandi viðskiptakjör Núver- andi rikisstjórn hefur búið við si- versnandi viðskiptakjör og orðið að glima við þann vanda, ásamt óheppilegum afleiðingum af völd- um óskynsamlegra kjarasamn- inga i febrúar 1974. Þess vegna hefur hún orðið að gera róttækari og óþægilegri aðgerðir i efna- hagsmálum en vinstri stjórnin. Varðandi allar þessar aðgerðir hefur hún getað stuðzt við for- dæmi vinstri stjórnarinnar. Þvi má segja, að hún hafi visað veg- inn. Skattalögin og konurnar Það var vissulega sjálfsögð réttarbót og viðurkenning fyrir giftar konur, sem vinna utan heimilisins, þegar þær fengu rétt til viss frádráttar i sambandi við álagningu skatta. Sú réttarbót þeim til handa varð hins vegar til þess að nýr misréttur kom til sög- unnar, þar sem konur, er vinna ekki utan heimilis, njóta ekki sömu réttinda eða skattafrádrátt- ar og þær, sem vinna utan heimil- isins. Óneitanlega vinna þær konur, sem starfa utan heimilis, gagnleg störf, sem eru verð viðurkenning- ar af hálfu þjóðfélagsins. En þetta gildir ekki siður um starf þeirra kvenna, sem vinna ein- göngu heimilisstörf. Meðan við búum við þjóðfélag, sem litur á heimilin sem helzta hyrningar- stein sinn, verða störfin, sem þar eru unnin, að vera ekki minna metin en önnur störf. Þetta er þó ekki gert með framkvæmd skattalaganna i dag. Hið fullkomna jafnrétti i þess- um efnum er vafalitið það, að hver þegn þjóðfélagsins sé talinn sjálfstæður skattþegn og jafn öðr- um fyrir lögunum eftir að hann hefur náð tilskyldum aldri, hvort heldur sem hann er karl eða kona. Konan á að vera sjálfstæður skattþegn, hvort heldur sem hún er gift eða ógift. Hjá hjónum eiga tekjur heimilisins að skiptast milli þeirra og hvort þeirra um sig að vera sjálfstæður skattþegn. Þá fyrst, þegar þetta hefur verið gert, viðurkenna skattalögin full- komlega jafnrétti kynjanna. Það gæti orðið eftirminnilegur atburður á kvennaárinu, ef Al-. þingi stigi þau spor áður en þvi er lokið, að tryggt'væri fullkomið jafnrétti i skattamálum og konur, sem vinna eingöngu heimilis- störf, séu ekki settar skör neðar en aðrar kynsystur þeirra. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.