Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 15. júni 1975 Hún söng og dansaði í yfir hólfa öld! Josephine Baker var þekkt um allan heim. Hún byrjaöi að dansa opinberlega og syngja i Harlem i New York aðeins 14 ára aö aldri árið 1920. Hún fædd- ist i St. Louis i Bandarikjun- umáriö 1906, og var móðir henn- ar negri, en faðir hannar hvitur og af gyðingaættum. Josephine kom til Parisar árið 1925 með söng- og dansflokki, þar sem allir leikarar voru þeldökkir. Hún varð strax mjög fræg og vinsæl I Evrópu. T.d. fékk hún mörg gælunöfn svo sem „Litli, svarti nægurgalinn”. Hún kunni vel við sig I Evrópu, og þegar hún hafði um áratuga skeið ferðazt viða um heim og sungið og dansað, þá settist hún að I Frakklandi. Þar tók hún að sér mörg börn, — þau einhvern veg- inn söfnuðust að mér, sagöi hún. 1 reyndinni þá gerði hún sér far um, að börnin væru sem viðast að og af ólikum kynþáttum, og með þvi vildi hún stuðla að bættri sambúð þjóða og kyn- stofna. Til þess að afla fjár fyrir fósturbörnin, þá hélt hún öðru hverju skemmtanir, þar sem hún kom sjálf fram. Það þótti meö ólikindum, hað hún gat sungið og jafnvel dansað fram til þess slðasta, jafnvel þótt hún væri stundum heilsuveil. Grace furstafrú i Monakó gaf henni stórhýsi þar, og siðustu árin bjó Josephine þar með fjölskyldu sinni. Josephine Baker andaðist i Paris nýlega, en var jarðsett i Mónakó. Áhugi á magadansi eykst í Bandaríkjunum Þegar talað er um magadans, þá kemur um leið i hugann austurlandablær, reykelsislykt og dökkeygðar konur, sem hreyfa sig eftir austrænu hljóð- falli. En nú hefur upp á siðkastið sést i bandariskum blöðum aug- lýsingar um kennslu i maga- dansi, einkanlega er sagt að mikið sé um það i mið-vestur- rikjum Bandarikjanna. Nú flykkjast bandariskar konur á námskeið i magadansi! Það hefur vakið mikla athygli vestur þar, hve áhuginn er mikill og hafa risið upp sálfræðingar og taugalæknar, sem segja að þetta sé vegna þess, að Banda- rikjamenn hafi svo lengi verið ófrjálsir i kynferðislegum efn- um, og mikil hræsni rikjandi, — ólikt þvi sem sé viða annars staðar i heiminum. Konur i Bandarikjunum, segja sál- fræðingarnir, séu að losa um einhverja sálarfjötra með þvi að læra þessa æsandi dansa. Hljómplötufyrirtæki voru ekki lengi aö koma auga á gróðavon, og eigandi og forstjóri eins þeirra, Monitor Records, gaf út plötualbúm með hljómlist fyrir magadans. Siðan var gefinn út bæklingur með kennslumynd- um, sem seldur var með plötun- um. Þetta gekk út „eins og heit- ar lummur”, svo að nokkrum mánuðum seinna gaf Monitor út annað albúm og kennslubók fyr- ir þá, sem lært höfðu undir- stöðuatriðin, og nú voru kennd ýms tilbrigði eins og t.d. djúpa hnébeygjan, sem Juliana, kennslukona i magadansi, sýnir okkur á meðfylgjandi mynd Segöu sjálfur til, þegar nóg er komið! Æ . ■ ti ° :f : > j Já, ég vissi vel, að þeir ætluöu að draga úr útgjöldum til geimvis- indanna, en mér datt aldrei i hug, að það yrði svona slæmt. DENNI DÆAAALAUSI Ég kæmi ekki niður einum bita til viðbótar. En kannski ég llti sem snöggvast á eftirmatinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.