Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 15. júni 1975 TÍMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:^ Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — af- greiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.0Ó á mánuði. Blaðaprent h.f. v____________:___________________1__________J Fyrstu byggða- sjooirnir Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga, sem var haldinn i byrjun þessa mánaðar, tók byggðamál- in til sérstakrar umræðu og gerði um þau itarlega ályktun. í ályktuninni er vakin athygli á þvi, að kaupfélögin og samvinnuhreyfingin i heild hafi gegnt og gegni þýðingarmiklu hlutverki i þeirri mikilsverðu viðleitni að skapa jafnvægi i byggð landsins. I framhaldi af þvi segir á þessa leið: „Með eflingu Byggðasjóðs, sem stjórnvöld hafa nú ákveðið, ættu að myndast möguleikar til nýrr- ar byggðaþróunar, sem samvinnuhreyfingin mun leggja sig fram um að styðja. Samvinnufélögin hafa sýnt, að þau nýta fjár- magn það, sem þau fá til ráðstöfunar öðrum fremur skynsamlega til almenningsheilla i lifs- baráttunni i anda byggðastefnu. Það er þvi von fundarins, að hagkvæmt verði talið, að fela kaupfélögunum riflega hlutdeild i nýtingu þess fjármagns, sem frá Byggðasjóði kemur og öðrum fjármagnsstofnunum i þessu skyni. Jafnframt er það von fundarins, að landsmenn styðji og efli samvinnuhreyfinguna til stærri átaka og að stjórnendur lands og þjóðar sýni skilning á þessu hlutverki samvinnuhreyfingar- innar meðan viðurkennd er nauðsyn byggða- stefnu”. í itarlegri greinargerð, sem fylgir ályktuninni, segir m.a. á þessa leið: ,,í þessu sambandi er skylt að minna á, að flest kaupfélögin eru að uppruna og eðli byggðahreyf- ing. Þau hafa i tengslum við önnur aamvinnufé- lög á mörgum stöðum i samvinnu við sveitarfé- lögin staðið að stofnun fyrirtækja, sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir viðkomandi byggðir og þá oftast án ágóðavonar. Þá hafa þau tekið marg- háttaða þjónustu, sem nær langt út fyrir venju- legt markaðssjónarmið. Þjónustu, sem oft getur ráðið úrslitum um búsetuval manna. Þannig hafa kaupfélögin og samvinnuhreyfing- in frá fyrstu tið stuðlað að eflingu landsbyggðar- innar og oft verið eini aðilinn, sem verið hefur megnugur að veita viðnám gegn fólks- og fjár- magnsflótta úr byggðarlögunum svo að árangur væri að. Fasteignir og sjóðir kaupfélaganna eru i rauninni fyrstu byggðasjóðirnir og mega teljast bundnir félagssvæðunum, sem oftast eru efna- hagslega og félagslega eðlilegra umdæmi en gömlu sýslufélögin. Það eru þvi viðkomandi fé- lagssvæði, sem örugglega njóta eigna þeirra til frambúðar gagnstætt þvi sem er með einkafjár- magnið svo sem ótal dæmi sanna”. Það er áreiðanlega ekki ofmælt, að telja fast- eignir og sjóði kaupfélaganna fyrstu raunveru- legu byggðasjóðina. Þessir sjóðir gegna enn mikilvægu hlutverki i þágu byggðanna ekki siður en áður. Þess vegna er eðlilegt og sjálfsagt, að þeim séu sköpuð skilyrði til að eflast, jafnhliða þvi, sem samvinnuhreyfingin fær eðlilega hlut- deild i þvi fjármagni, sem veitt er til byggðaþró- unar. Lánsfé er nauðsynlegt, en eigið fé er enn betra. Þ.Þ. Hallvard Rieber-AAohn: Sannleikurinn um Játvarð áttunda Konungur, sem var til lítils nýtur Játvarður áttundi og kona hans I heimsókn I Þýzkalandi, nokkru eftir að hann lét af völdum. Játvarður VIII Breta- konungur var á sfnum tima einn dáðasti rikisarfi, sem sögur fara af. Hann hlaut einnig vissa aðdáun, þegar hann kaus fremur konuna, sem hann vildi eiga, heldur en konungdóminn. Margt hefur verið ritað um hann, en mesta athygli hefur vakið bók um hann, sem nýlega kom út I Bretlandi og þykir sýna hann I réttara ljósi en áður. Efni þessarar bókar, er rakið I eftirfarandi grein: HANN var illa undir hlut- verk sitt búinn, og margur hefði sennilega sagt, að hann hefði orðið fyrir „umhverfis- mengun”, ef orðið hefði þá verið tiðkað. Hann var svo einþykkur, að það stappaði nærri óheilbrigði. Þetta var enn háskalegra vegna þess, hve sjónhringur hans var þröngur, en staða hans i sam- félaginu afar há og táknræn i augum mörg hundruð millj- óna manna. í æsku var hann mjög aðlað- andi á yfirborðinu, og margir létu blekkjast. Vegna athuga- semda hans og umsagna voru honum oft eignaðar skoðanir, sem hann var i raun og veru saklaus af. Hegðun hans var vafasöm, dómgreindin fjarri öllu lagi og eigingirnin alveg óvenjulega mikil, en hann hefur sennilega ekki tekið eftir þvi sjálfur. Eftirstöðvar fornrar stofn- unar — konungsveldisins — ollu þvl, að hann var söguleg persóna: að öðrum kosti hefði hann ekki átt völ á þvi hlut- verki, sem honum var fengið. Gáfur hans, manngerð og kunnátta voru naumast i meðallagi — og hefðu sumir kunnugir viljað taka dýpra I árinni I þvi sambandi. í skirn- inni hafði hann hlotið langa röð skyldunafna: Edward, Alberti, Christian, George, Andréw, Patrick, David. Fjöl- skyldan átti um ýmislegt að velja, og David varð ofan á. Umheimurinn minninst hans sem „hertogans af Windsor”, ef og þegar hann kemur upp I hugann. Hann var um margra ára skeið dáður rikisarfi Bretaveldis, og i nokkra mánuði árið 1936 var hann erfiður og óánægður konungur Breta. Eftir striðið var hann alþjóðlegur glaumgosi allt fram i andlátið. Þetta voru óneitanlega ömurleg örlög að margra, ef ekki flestra dómi, en sennilega ekki I augum hans, sem sætti þeim. NÚ hefir verið svipt frá hulunni, sem áður hvíldi yfir hertoganum og örlögum hans. Það gerðist þó ekki með birt- ingu metsölubókarinnar, sem hann reit sjálfur og hét „Saga konungs”; né varnarriti hinnar bandarisku eiginkonu hans, en það nefndist „Hjartað fer eigin leiðir”. (Sennilega hefur hvorugt þeirra hjóna vitað, að þetta eru orð franska heimspek- ingsins Pascals). Það sem svipti hulunni burt, var hálfopinber brezk ævisaga. Höfundurinn heitir Frances Donaldson, gáfuð og snjöll kona, sem gengur að verki með aðferðum sagn- fræðingsins. Bókin heitir „Edward VIII” og hefur vakið mjög mikla athygli, ekki þó á sama hátt og slúðursögur I vikuritum, heldur sem skjal- fest og nákvæm saga, þar sem kapp er lagt á að beita rök- studdri gagnrýni og skynsam- legu mati. Höfundur vill komast að sannleikanum um þennan furðulega mann, brezkan rikisarfa, sem bandarisk kona með óljósa og vafasama fortið hertók, kona, sem átti tvo fyrrverandi eigin- menn á lifi. Þetta var afar rómantiskt ævintýri á sinni tið. Móðir min og milljónir annarra urðu yfir sig hrifnar af ástarævintýri aldarinnar og söfnuðu frá- sögnum blaðanna iákafa. Þau voru svo falleg og höfðu svo rómantlskan skilning á ástinni. EN þvi miður var þetta ekki allur veruleikinn. Honum fáum við að kynnast I hinni nákvæmu bók Frances Donaldson. Hún er kurteis, vel upp alin og orðvör kona, sem grípur til virðingar sinnar og vorkunnsemi, þegar þess er kostur. En það hrekkur ekki hertoganum til bjargar. Hann hefði orðið til óumræðilegrar ógæfu, ef hann hefði haldið áfram sem konungur. Skiln- ingur hans var af mjög skornum skammti og erfitt að hnika honum, þegar skilning- inn þraut. Hertoginn gerði sér óljósa grein fyrir rikishefðum Breta. Margt bar að varast á árunum milli 1930 og 1940, en þá umgekkst hann nasista hik- laust og ól i brjósti hálffasist- iskar hugmyndir um sam- félagið — einnig hið brezka samfélag. Árið 1940 var allt upp i loft. Þá var hertoginn brezkur flóttamaður I Frakk- landi, á Spáni og I Portúgal, og landráð voru háskalega nálæg. Hann vildi umfram allt semja frið við Hitler. Churchill studdi konung drengilega, þegarhann var að láta af völdum, en gerði sér þess glögga grein, hve vonlaus hann var og viðs fjarri veru- leikanum. Hertoganum var þvi forðað og hann gerður að landstjóra Bahamaeyja i Vestur-Indium. En það féll honum svona og svona. Ef Englendingar hefðu gefizt upp fyrir þýzku nasist- unum 1940, hefði hann getað hugsað sér að gegna „sátta- hlutverki” sem endurreistur konungur Englands i „nýrri” Evrópu. Hann var veikur fyrir þeim hugmyndum, sem allt reið á að berjast gegn, þar sem þær hefðu i raun þýtt þrældóm. Þaðgerðu flestir sér ljóst, en honum var það hulið. Þar á ofan fordæmdi hann „litaða” kynþætti, taldi þá til einskis nýta, meira að segja i nýlendunum, þar sem þeir voru I meirihluta. FRANCES Donaldson er sagnfræðingur og er gætin i orðavali. En boðskapur hennar er jafn ótvíræöur fyrir þvi. Hertogann af Windsor og konu hans brast allan skilning. Þau hugsuðu aðeins um sjálf sig, meðan milljónir manna börðust fyrir lifi sinu við óskapnaðinn. Þau hugsuðu aðeins um eigin hag og hægindi, metorð og aðstöðu, alla tið meðan þau höfðu ráð og rænu. Hertoginn las ekki nema það, sem hann mátti til, lifði i vellystingum sýknt og heilagt og stundaði golf af ákafa. Upp úr þessum jarðvegi meðal- mennskunnar spratt óvið- felldið ofmat á þeim „greiða”, sem hann hefði getað gert landi sínu, þegar beiskur háski tortimingarinnar vofði yfir. Þau hjón voru bæði á kafi i sinni fáfengilegu sjálfselsku og ótrúlega blind á þann heim, sem barðist fyrir lifi sinu. Að striðinu loknu tók ekki betra við. Gremja út af smámunum ásótti þau og áleitin sannfæring um, að Vesturlandamenn hefðu átt að snúast á sveif með Þjóðv- erjum gegn Moskvumönnum. Dagfarshringur þeirra snerist um skemmtanir og lá á milli Cannes, Biarritz, Parisar og New York. Þau gleymdu engu og skildu ekkert, en hömuðust við að afla offjár i samvinnu við vikuritin, enda máttu þau til vegna hinnar óheilbrigðu eyðslu. Þau tilheyrðu tima, sem liöinn er fyrir löngu, sem betur fer, og voru til einskis nýt fyrir okkar samtið, allra slzt til þess fallin að gegna áhrifastöðum. MARGUR efast um konungsveldið og telur það úrelta skipan. Hvað sem um það er, stóðst brezka konungs- veldið raunina. Það losaði sig umsvifa- og miskunnarlaust við hið óhæfa eintak, Edward hertoga af Windsor og bandar- Isku konuna, sem ætlaði að upphefja sig með honum. Þetta var snöfurlega gert, — allt hefuf sin takmörk, og tuttugasta öldin var og er annað en hin nitjánda. Er yfirleitt vert að brjóta heilann um svona ómerkilegt fólk? Jú, raunar eru bæði Noregur og Danmörk kon- ungsriki. Hugsjón konungs- valdsins er skylda og þjónusta, og þegar allt gengur vel, er öllu óhætt. En ef skyldan svikur og þjónustan bregzt, á gleymskan að taka við. Þá getur samvizkusamur bróðir tekið við hlutverkinu eins og gerðist hjá Bretum, eða almenningur, ef ekki vill betur til. Einhver verður að stjórna, að minnsta kosti að nafninu til. Og alls konar fólk vex upp i konungsfjölskyldum, eins og öðrum fjölskyldum. Þá, sem eru reiðubúnir að gegna þjónustuhlutverkinu, má nota almenningi til heilla. Þeir eru góð tákn, ekki sizt ef þeir njóta hamingju i sinu einkalifi. Lýðræðið ann öllum hamingjunnar, meira að segja konungum og fjölskyldum þeirra. Þeim eigingjörnu má vikja úr störfum eða stöðum, sem þeir hafa ekki skilning á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.