Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 15. júni 1975 Lánasjóður íslenzkra námsmanna: Styrkir til framhalds- náms n.k. skólaár Auglýstir eru til umsóknar styrkir til framhaldsnáms að loknu háskólaprófi (kandidatastyrkir), skv. 9. gr. laga nr. 7, 31. marz 1967 um námslán og námsstyrki. Stjórn Lánasjóðs islenzkra námsmanna mun veita styrki til þeirra, sem lokið hafa háskólaprófi og hyggja á, eða stunda nú framhaldsnám erlendis við háskóla eða viðurkennda visindastofnun, eftir þvi sem fé er veitt til á fjárlögum. úthlutun styrkj- anna fer fram i janúar n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent i skrifstofu Lánasjóðs islenzkra námsmanna, Hverf- isgötu 21, Reykjavik. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 10. september n.k. Skrifstofa sjóðsins er opin virka daga kl. 13.00 til 16.00 Reykjavik, 10. júni 1975. Lánasjóður íslenzkra námsmanna. Lánasjóður íslenzkra námsmanna: Námslán og/eða ferðastyrkir til náms n.k. skólaár Auglýst eru til umsóknar lán og/eða ferðastyrkir úr Lánasjóði isl. námsmanna skv. lögum nr. 7, 31. marz 1967 og nr. 39, 24. mai 1972 um námslán og námsstyrki. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Lánasjóðsins, að Hverfisgötu 21, Reykja- vik, á skrifstofu SHÍ og SINE i Félags- heimili stúdenta við Hringbraut, i sendi- ráðum íslands erlendis og hlutaðeigandi innlendum skólastofnunum. Námsmenn geta, að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum, fengið hluta námsláns af- greiddan fyrri hluta skólaárs, ef þeir óska þess i umsókn. Afgreiðslutimi ákvarðast af umsóknar- fresti á eftirfarandi hátt: Umsóknarfrestur Afgreiðsla Haustlán. Alm. lán Umsókn skilaö fyrir 10. júll 15.-30. sept. 01.-15. feb. Umsókn skilaö fyrir 10. sept. 15.-30. nóv. 01.-15. feb. Umsókn skilaö fyrir 10. okt. 01.-15 jan. Umsókn skilaö fyrir 10. feb. 15.-31. marz Sumarlán Umsóknum skilað fyrir 10. júli. Lánin af- greidd 15.-30. ágúst. (Sumarlán eru einungis ætluð þeim sem ljúka námi á timabilinu ágúst-nóv. 1975).) 1 umsóknum sem skilað er fyrir 10. júli ber að áætla tekjur fyrir árið 1975 — leiðrétt- ingum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum fyrir 1. sept. 1975. t Endanlegar tekjur fyrir árið 1975 vérða að hafa borist sjóðnum a.m.k. 15 dögum fyrir afgreiðslu alm. láns. Ef nauðsynleg gögn (s.s. prófvottorð, ábyrgð, tekjuvottorð) eru ekki fyrir hendi áður en afgreiðslutimabil hefst, tekur a.m.k. 5 daga að afgreiða lánið eftir að þau hafa borist sjóðnum. Reykjavik, 10. júni 1975 Lánasjóður isl. námsmanna. Tveir brynvagnar, brezkur skriödreki og þýzkur beltabfll. A skriödrekanum má meöal annars sjá beyglaöa aurhlif og óhreinindi. Erling Aspelund hefur gert þessi tvö módel. frimerkjasöfnun svipar lika sam- an að þvi leyti, að báðar eiga það til að grlpa krakka og unglinga mjög föstum tökum, og oftast löngu áður en viðkomandi hefur gert sér ljóst, hvað I þessu felst. Hvað það kostar að leggja út á slika braut. Það er ekki nein plastmódelsmlði að taka módel uppúrkassa oglima það saman á þrem eða fjórum klukkutimum. Það getur tekið okkur frá þrjátiu og upp I hundrað klukkutima, jafnvel enn lengri tima að setja módel saman á þann hátt að við þykjumst mega vera sæmilega ánægðir með verkið. — Eru módelin ykkar ekki nógu sterk til þess aö selja þau sem ieikföng og setja þau i hendurnar á ungu, en ef til vill dálitið haröhentu fólki? — Nei, langt I frá. öll þessi smið er ákaflega veikbyggð, — svo veikbyggð, að það hefur einmitt verið eitt stærsta vanda- málið i sambandi við sýningar. Þessir hlutir þurfa helzt alltaf að vera lokaðir inni i glerskáp. Sýningargestur, sem i hrifningu þrlfur I einhvern hlutinn til þess að.dástennbeturaðhonum, getur átt á hættu að allt hrynji i rúst á milli fingra hans! Slikt er sizt að undra, til dæmis með loftnet, ljós og annað slikt, sem er fimmtiu eða sjötiu sinnum minna en upp- haflegi hluturinn. — Er ekki tæknilega hægt að gera þessa hluti eitthvað talsvert sterkari en þetta? — Jú, það er hægt, en til þess þarf að skipta um efni, og þá er þetta ekki lengur plastmódel- smiði. Það er vitanlega lika hægt að smiða svona eftirlikingar úr jámi, og það hefur verið gert. Meira að segja hér i Reykjavik er hægt að fá bflamódel i stórum hlutföllum, smiðuð úr járni að meginhluta til, og skrúfuð saman. Þessar eftirlíkingar geta verið mjög nákvæmar, en þar hefur orðið að gri'pa til plastsins, þegar að þvíkom að smiða hina smærri og fingerðari hluta bilsins. — Vissulega eru þess dæmi hér á landi, að menn smiði til dæmis skipslikön úr málmi, en til þess þarf margfalt meiri og vandaðri áhöld en við höfum yfir að ráða. Vinn i skorpum, en afla mér fræðslu þess á milli — Er módelsmiði oröin dálitiö algeng hér á landi? — Já, það eru talsvert margir famir að fást við þetta, og nokkur hluti þeirra er i samtökum, sem kallast tslenzku plastmódelsam- tökin, en þau eru aðeins litill hluti stórra alþjóðasamtaka, sem starfa i flestum vestrænum lönd- um, og einnig I Austur-Evrópu og Asiu. Það vildi svo undarlega til að við Ragnar kynntumst I gegnum þessi samtök, en þekktumst ekki áöur. Við höfðum gengið i þessi samtök i Bretlandi 1968, án þess að vita hvor um annan, og 1970 vildi svo til, að ritari samtakanna I Bretlandi skrifaði okkur báðum, sinum i hvoru lagi og spurði, hvort við vissum ekki hvor um annan, en svo var ekki. Við urð- um auðvitað báðir jafnhissa, en hringdum okkur saman og kom- umst þá að þvi, að áhugamál okkar lágu nákvæmlega i sama farvegi. Mér var þá kunnugt um nokkra menn, sem voru að fást við þessa hluti, og það varð til þess að við stofnuðum þessa is- lenzku deild innan alþjóðásam- takanna i desember 1971. — Hvernig hagar þú þessu tómstundastarfi þinu? Gripur þú i módelsmiðina á hverjum degi, þegar aðalstarf dagsins er að baki? — Ég vinn mikið i skorpum. Það geta liðið margir dagar, jafn- vel vikur, þegar ég smiða næstum ekki neitt. Hins vegar liður varla svo dagur, að ég leiði ekki hugann eitthvað að þessu. Ég er þá að lesa blöð um þessi efni, leita mér að upplýsingum eða annað þess háttar. En þegar ég tek skorpurnar, er ég iðulega með tvo eða þrjá hluti i takinu i einu, enda er það að mörgu leyti hagkvæmt. Einn þornar á meðan verið er að mála hinn. Og ef eitthvað stendur til, til dæmis landskeppni módelsmiða, ja, þá er auðvitað unnið af kappi. — Og nú hefur það einmitt gerzt nýlega? — Já, það er nýlokið lands- keppni íslenzkra plastmódel- smiða. Þátttakan var ágæt, þvi það var keppt i sex mismunandi flokkum. — A hverju byggist flokka- skiptingin hjá ykkur? — Þar kemur tvennt til. 1 fyrsta lagi aldur þeirra, sem við smlðina fást, og svo það sem smiðað er. Þannig eru bilar sér, flugvélar sér, og svo framvegis. En það sem gerði þessa sýningu svo ánægjulega var ekki aðeins hin mikla þátttaka heldur lika hinar augljósu framfarir sem orðið höfðu hjá mönnum siðan siðasta landskeppni var háð fyrir tveim árum. Kem ekki auga á aðra betri tómstundavinnu — Nýlega birtist i blöðum mynd af þér þar sem þú heldur á verðlaunabikar. — Já, flugvélin, sem fékk fyrstu verðlaun á sýningunni núna, var frá mér komin. Við Ragnar höfum lengsta reynslu i þvi að smiða flugvéla- módel, en það sannar auðvitað ekki, að við munum alltaf verða þar fremstir i flokki. Margir ung- ir módelsmiðir hafa sýnt gifurleg ar framfarir og áhuga og við þá eru þvi bundnar miklar vonir. — Að lokum, Baldur: Heldur þú ekki að þú munir halda þessari iöju áfram, þegar tómstundir gef- ast? — Eins og nú horfir býst ég ekki við að finna aðra tómstundaiðju, sem muni standa huga mfnum nær. Og ég lit hýru auga til þeirra ára, þegar um hægist, og ég get farið að sinna þessu ennþá betur. — VS. Ófullgert módei af Phantom. Hér má meðal annars sjá, aö fyllt hefur verið I rifur og samskeyti á skrokknum. Flugvél Landgræöslunnar, Páll Sveinsson. Módeliö var smiöaö fyrir Landgræösluna. SPr,NG DYNUR KM-springdýnur Framleiðum nýjar springdýn- ur, einnig eins og ■ tveggja manna rúm. — Gerum við notaðar springdýnur sam- dægurs. Helluhrauni 20 Opið til 7 alla Hafnarfirði virka daga. Sími 5-30-44

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.