Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 15. júni 1975 V Fáar hljómsveitir hafa vakið jafnmikla athygli sfðustu mán- uði og hljómsveitin Borgis. Það er þvi eflaust gleðiefni fyrir marga að fá upplýst, að innan skamms kemur á markaðinn fyrsta plata hljómsveitarinnar, tveggja laga plata með lögunum „Promised Land?” og „Give Us A Raise”, sem þó er vonandi aðeins forsmekkurinn að þvi sem koma skal. Borgis er ung hljómsveit stofnuð i vor af þremur hljóm- listarmönnum úr Birtu og ein- um úr Roof Tops. Pétur Hjalte- sted er orgel- og pianóleikari Borgiss og syngur einnig, Atli Viðar Jónsson er bassaleikari og syngur, Kristján Blöndal leikur á sólógitar, og Ari Elfar Jónsson ber húðir og syngur. Ari var i Roof Tops, en hann og Atli bassaleikari eru bræður. Borgís? Hvað merkir það? Borg með is eða eiga þeir við borgaris? „Er þetta Borgar- is?” „Er ísborg að leika?” „Eru Klakarnir þarna uppi”. — Nafn hljómsveitar er að- eins vörumerki hennar út á við, nokkurs konar samnefnari þeirra sem skipa hljómsveitina, sögðu strákarnir i Borgis. Eitt- hvað lá þó að baki þessu nafni, og siðar viðurkenndu þeir að hugmyndin væri fengin úr franska orðinu Bourgeoisie, sem þýddi broddborgari. Áður en Borgis hafði verið formlega stofnuð, höfðu hljóm- sveitarmeölimirnir þrir, sem i Birtu voru, verið búnir að æfa nokkur frumsamin lög með plötugerð I huga. En Birtan slokknaði, og i myrkrinu rann framkvæmdin á rassinn. Aformin lifðu þó, og með stofn- un Borgis var þeim gefið nýtt lif. Betra lif. A ný var tekið til við æfingar frumsamdra laga, og forráða- menn Demants hf. voru teknir tali. Þess var farið á leit við þá, að þeir gæfu út plötu með hljóm- sveitinni, og var það auðsótt mál. Astæðan: þeim leizt vel á lögin. — Ég bjóst alls ekki við að þeir væru svona góðir, sagði Helgi Steingrimsson, einn af eigendum Demants, eitt sinn við mig. — Það eru sérstaklega tvö lög, sem ég hef áhuga á að gefa út á plötu, Give Us A Raise og Promised Land? Ég man glöggt það kvöld, þegar ég heyrði þessi lög fyrst. Þaö var um áramótin, að ég haföi heimsótt Birtuna niður i Skeifu, þar sem hún hafði æfing- astúdió. Eftir æfingu fórum við heim til Péturs, og þar lék Atli þessi tvö lög á gitarinn sinn, kvaðst vera nýbúinn að semja þau. Lögin voru góð, það var ekki um að villast. Eftir að Borgis varð til, brugðu strákarnir sér í hljóð- upptökusal Hjartar Blöndal i reynsluupptöku. útkoman var ágæt. Það var þó aldrei ætlun þeirra aö taka plötuna upp þar, . þvi að kröfur þeirra voru meiri en svo, að H.B. Stúdió stæði undir þeim. Ákveðiö var að biða þess, aö stúdióið i Hafnarfirði yrði opnað. Ég hafði kynnzt eigendum stúdiósins I Hafnarfirði, og þar sem fyrirtækið var fyrsta raun- verulega stúdióið hér á landi, langaði mig, sem blaðamaður, að segja frá þvi, hvernig plata yrði til. Ég hafði augastað á Borgis til að framkv'æma þá hugmynd. Þremur dögum eftir að Hljóð- ritun h.f. var formlega opnuð, gengu Borgismenn inn i stúdíóið kl. niu að morgni með hljóðfæri sin og hugmyndir. Ég fylgdist með plötugerðinni, þegar ég hafði tækifæri til, á kvöldin og nokkrar nætur. Mér varð fljótlega ljóst, að ég hafði reist mér hurðarás um öxl, þvi ég sá, að ógjörningur var með öllu að ætla að lýsa þvi, hvernig plata verður til. Satt bezt að segja kom mér á óvart sú mikla vinna, sem liggur að baki 2ja laga plötu. Þá sá ég lika, að það yrði heldur ó- skemmtileg lesning að segja frá öllu sem þar gerðist, þvi að miklu leyti var um endurtekn- ingar að ræða. Þeir sem komu við sögu þess- arar plötu, auk Ara, Atla, Pét- urs og Badda, voru Jónas R. Pétur Hjaltested, planó, orgel, synthisizer, söngur. Ari Jónsson, trommur og Kristján Blöndal, gltar. söngur. > MEÐ BORGIS I PLÖTUUPPTÖKU Myndir og texti: Gsal Atli Viöar Jónsson samdi bæði lögin á plötinni. Hér sést hann stilla bassann sinn I stúdlóinu. Jónsson upptökumeistari, Ás- geir óskarsson aðstoðarupp- tökumeistari og Rúnar Georgs- son saxafónleikari. A hádegi þann dag, er Borgis gekk inn i stúdióið, brá ég mér þar inn fyrir dyr. Ari sat við trommusettið úti I horni og leit- aði að mesta hljómnum i sett- inu. Pétur og Jónas voru eitt- hvað að grúska i orgelinu. Atli og Baddi fylgdust með. Svo fór ég og kom ekki aftur fyrr en kl. 8 um kvöldið, og þá var að hefjast upptaka á trommuleik I „Promised Land?” Strákarnir sátu allir inni i hljóðstjórnunarklefanum og Jónas lék grunninn að laginu, þvi búið var að taka upp orgel, bassaog trommurnar að hluta. Það var dagsverkið. Byrjunarörðugleikar og ým- iss konar óvænt atvik höfðu or- sakað, að þetta haföi ekki geng- ið hraðar fyrir sig. Baddi hafði setið úti I horni allan daginn og ekki gert neitt, þvi engin gitar- upptaka hafði verið gerð. Kl. 8.30. Ari fer inn f upptökusalinn, og grunnur lagsins er leikinn inn til hans i heyrnartól. Hann leikur á sneril og high-hat trommusetts- ins, þar sem það á við i laginu. Þetta er prufuupptaka. Siðan kemur Ari inn i hljóðstjórnunar- klefann, og það er hlustað. Jónasi finnst „sándið” ágætt. Ari fer aftur inn i salinn og kallar stuttu siðar til Jónasar og biður hann að lækka orgel og bassa i heyrnartólunum, en hækka örlitið bassatrommu og tom-tom, sem áður hafði verið tekið upp. — Svona á sándið i snerlinum að vera, það kemur svo vel á móti bassanum, segir Ásgeir. — Taka tvö. „Promised- Land?” segir Jónas. Og það er byrjað að taka upp. Allt i einu er upptakan stöövuð. 8 rásir Hljóðritun hf. er sem kunnugt er átta rása stúdió, þ.e. hægt er að taka upp á átta rásir i hverju lagi. Rásaskiptingin var þannig i „Promised-Land?” og „Give Us A Raise”: i. ,,Promised-Land?” rás 1. snerill og high-hat —Ari 2. bassatrommur — Ari 3. pianó — Pétur 4. raddiroggitarsóló —Pétur og Atli, Baddi 5. söngur — Ari 6. klassiskur gitar —Atli 7. bassi — Atli 8. rafmagnsgitar —Baddi 2.,,Give Us A Raise” rás 1. snerill og hi:gh-hat —Ari 2. raddir og synthesizer —Ari og Pétur, Pétur 3. bassatrommur — Ari 4. kassagitar —Baddi 5. kassagitar — Baddi 6. söngur — Atli 7. bassi — Atli 8. áslátturogsaxafónn —Pétur og Rúnar Nú-timinn innti Asgeir óskars- son, aðstoðarupptökustjóra og fulltrúa hljómplötufyrirtækisins Demants h.f,- eftir þvi, hvað hann vildi segja um þessa daga og nætur I stúdióinu með Borgis. Hann svaraði: — Það var ánægjulegt að taka þátt I gerð þessarar plötu, einni þeirri fyrstu, sem unnin er I hinu nýja stúdiói — Hljóðritun hf. Auðvitað lentum við i byrj- unarörðugleikum, en með góðri samvinnu hljómlistar- og tækni- manna urðu þeir auðveldlega yfirstignir. Samstarfið við Jón- as var frábært, heildarútkoman mjög góð, og eru þá ekki allir ánægðir? Einhver vitleysa, sennilega i hljóönemunum. — A ég ekki að loka fyrir pákuhljóðnemann, spyr Ari, þar sem hann situr inni i upptöku- salnum. — Hann er ekki i sam- bandi, segir Jónas. — Það heyristsamt I honum, svarar Ari. — Leiktu á snerilinn, segir Jónas. Og Ari gerir það. — Nú er komið allt annað og verra „sánd”, miklu hvellara. Og Jónas fer fram til Ara, og þeir lagfæra eitthvað. Svo kem- ur Jónas inn. — Taka tvö. „Promised- Land?”segirhann,og upptakan gengur nU snurðulaust fyrir sig. — Komdu inn og hlustaðu, segir Jónas við Ara, og svo er hlustað. Ari er óánægður með endinn á laginu, en Jónas segir að það geri ekkert til, þvi það megi lagfæra það við hljóð- blöndun. En Ari er ekki alls kostar ánægður og vill láta gera aðra upptöku. Jónas segir, að það sé sjálfsagt. — Taka tvö. „Promised- Land?” En nU fær Ari engin hljóð i heyrnartólin. Það er lagfært. Trommurnar eru teknar upp og heppnast vel. Kl. 24. Baddi er búinn að vera með gftarinn i höndunum góða stund, og leitað hefur verið að rétta „sándinu”, en það reynist erfitt aö ná því fram, sem ætlað er. Gitarinn er stilltur eins hátt og mögulegt er, og Atli er með Badda inni i hljóðupptökusaln- um. Hann situr þar við magnar- ann með sigarettustubb i öðru eyranu vegna hávaðans, en hlutverk Atla er að hækka i git- arnum I sólókafla lagsins. Svo er byrjað að taka upp og það sem þegar er komið inn á bandið er sent inn i heyrnartólin til Badda og hann leikur gitar- linuna. — NU er „sándið” að nást,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.