Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 15.06.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 15. júni 1975 TÍMINN .31 Jónas R. Jónsson hljóðupptökumeistari viö vinnu slna. segir Jónas og biður Badda um að leika „gitarfrasann” nokkr- um sinnum, meðan hann stillir takka i hljóðborðinu. En þeir eru ekki nógu ánægðir og það er gerð tilraun með að setja hljóðnema fram á gang. Með þvi fæst betri hljómur og Atli er leystur úr pri'sund sinni. Nú er tekið upp, en Baddi heyrði ekkert i gitarnum i heymartólunum fyrr en i miðju lagi og upptakan er dæmd ónýt. Talsvert er liðið á nóttina og ég kveð plötugerðarmenn, en þeir halda áfram verki sinu. Tvö kvöld næstu viku voru Borgisarmenn mættir i stúdióið til upptöku. Þegar ég kom þang- að I fyrra skiptið var Baddi að ljúka við að taka upp kassagitar i „Give Us A Raise” og siðan hófst Atli handa um að taka upp bassann i þvi lagi. Trommur voru komnar inn áður og bassa- linan i laginu er mjög skemmmtileg. Hún var þó ekki tekin svo auðveldlega upp, þvi hún var erfið. Þegar Atli hafði lokið bassaleiknum var ákeðið að Pétur tæki til við pianóið, en það átti að vera i byrjunar- kafla „Promised-Land?” Fljót- lega tókst að ná fram rétta pianóhljómnum og Pétur vissi nákvæmlega hvernig hann ætl aðisér að leika byrjunarkaflann á planóið. Jónas sagði honum að leika samt á pianóið lagið til enda, en siðan yrði allt nema byrjun þurrkuð út af bandinu. En viti menn, — píanóið fóll svo vel aö laginu öllu, að menn voru undrandi. Eftir skammar um- ræður var ákveðið að hafa planóið sem eitt af aðalhljóð- færunum i laginu og Pétur fór þvi inn I hljóðupptökusalinn og lék aftur á pianóið. Vakti það furðu mina hversu listilega vel Pétur lék og sérstaklega vegna þess, að hann hafði aldrei hugs- að sér að nota pianó i laginu öllu. En pianóið féll mjög vel að þessari laglinu og við jafn sterkt hljóðfæri breytti lagið óneitan- lega talsvert um svip, — fékk betri svip. Ein upptaka var gerð og hún var frábær. Atli fór næst inn i hljóðupp- tökusalinn og lék inn klassiskan gitar I „Promised-Land?” og var mjög vel að þvi staðið hjá Atla, enda er hann þrautæfður klassiskur gitaristi og kann sitt fag. Þetta kvöld gekk allt i haginn og það var bjart yfir hópnum. Næsta kvöld var byrjað a taka upp söng og hóf Ari fyrst upp raust sina i' „Promised-Land?” Eftir nokkrar upptökur söng hann lagið eins og engill og fer vart milli mála, að Ari er einn af okkar betri söngvurum. Atli tók sfðan við og sög lagið „Give Us A Raise” og tók ekki langan tima að smella söngnum inn. Þá var komið að röddum i „Give Us A Raise” og Ari og Pétur fóru inn i hljóðupptökusalinn og sungu af hjartans list. Gekk það einsog i sögu. Nú var tekið til við ásláttar- hljóðfæri i „Give Us A Raise” og var I fyrstu ákveðið að Ari léki á nokkrar bongótrommur, Pétur á marakass og Atli á hringlur. Geiri, Baddi og undir- ritaöur áttu að klappa. En, — ég var ófús til þess sakir ótaktvisi minnar og þegar Jónas ætlaði að fara að kenna okkur að klappa á réttan hátt, sagði hann að bezt væri að ég færi að upp- tökuborðinu og tæki ásláttinn upp, en hann klappaði. Hikandi gekk ég að þessum takkafjölda, en eftir að Jónas hafði stillt allt nákvæmlega var verk mittnæsta einfalt og settist ég þvi i stól upptökustjórans. Svo var tékið upp og tókst það á- gætlega. Við hlustun komu þó vmsir vankantar i ljós og á end- anum var ákveðið að sleppa bæði klappi og bongótrommum. Það var kominn morgunn, þegar heim var haldið, og var plötugerðin nú langt komin. Nú átti aðeins eftir að taka upp raddir i „Promised-Land?” Saxafónsóló i „Give Us A Raise” rafmagnsgitar i „Promised-Land? ” og „synthesizer” i „Give Us A Raise”. Var það gert daginn eftir, og lékRúnar Georgsson á saxafón- inn . Hljómblöndun var gerð nokkrum dögum síðar og þar meö lokið plötugerð. Textarnir flokkast sennilega undir ádeilutexta, og til að undirstrika þá verður þessi mynd á bakhlið piötuumslagsins. Þrir fátæklingar með mótmælaspjöld sin og virðulegur broddborgari virðir „aum- ingjana” fyrir scr. HLJOMPLOTUDOMAR NÚ-TÍMANS ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! ★ ★ i f ★ t 1 ★ ★ í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ t ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ! ¥ * ¥ ¥ ¥ ¥ i ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ t ★ ★ ★ ★ I ★ i * $ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ SVO óheppilega eða heppilega vildi til, að Nútimamönnum bárust tvær stórbrotnar piötur i hendur I vikunni, og gáfu gagnrýnendur þeim báðum 5 stjörnur. Nút/minn kaus þá leið að tilnefna þær báðar sem beztu plötur vikunnar, enda eiga þær báðar það skilið að þeim sé veitt mikil eftirtekt, þótt ólfkar séu afi efni, — önnur soulrokk en hin jass. ★ ★ ★ ★ ★ A siðustu árum hafa fáir snillingar komið fram i popp- tóniistinni,— að minum dómi. Að visu hafa mjög margir góð- ir tónlistarmenn komið fram, en fáir hafa þó að minum dómi haft þá hæfileika til að bera, sem gera þá þess verða að hægt sé að nota orðið snilling- ur um þá. Þeir tónlistarmenn, sem mest hafa verið áberandi á siðustu árum, komu fram á árunum fyrir 1970. Siðan þá hafa fá séni komið fram, — i augnablikinu man ég aðeins eftir tveimur, sem eru verðug- ir séninafnsins: Jim Croce (nú iátinn) og Jackson Browne. Að minum dómi hefur nú nýtt nafn bætzt i þennan fámenna hóp: MINNIE RIPERTON. Það er ekki langt siðan LP- plata hennar, Perfect Angel var tekin til umsagnar i Nú- Tlmanum og hlaut 5 stjörnur. Platan kom að visu út á sið- asta ári, en eitt laganna á plöt- unni tók allt i einu upp á þvi að verða ofurvinsælt („Lovin’ You”) og þar með opnuðust augu ýmissra fyrir LP-pIöt- unni, sem að minum dómi er ein af allra beztu plötum sið- ustu ára. Nú hefur Minnie Riperton gefið út aðra LP- plötu: AD VENTURES IN PARADISE. Þessi nýja plata og Perfect Angel, hennar fyrsta plata, eru um margt ólikar. Minnie seinur að visu á báðum plöt- unum stórfengleg lög, syngur á báðum plötunum eins og engill og hefur sér til aðstoðar frábæra hljóðfæraleikara. Samt eru plöturnar talsvcrt ó- likar. A Perfect Angel naut Minnie rikulegrar aðstoðar eins helzta aðdáanda sins, Stevie Wonders, og söng m.a. tvö laga hans, — og eins og sagt var i dómum Nú-timans þá bar platan þess merki, að vinnubrögð Wonders höfðu verið i hávegum höfð. Fyrir vikið má i grófum dráttum segja, að soulrokkið hafi verið ivið meira blandað rokki, þ.e. evrópsku rokki. Á Adventures In Paradise er tónlistin soulkenndari, trommutakturinn er orðinn þungamiðjan i hverju lagi, og hljóðfæraleikurinn sver sig frekar I ætt við soul en rokk. Þetta er talsverð breyting frá fyrri plötunni, og sam- kvæmt þvi væri ekki rangt að álykta, að menn yrðu hrifnari af annarri hvorri plötunni. Persónulega á ég þó erfitt með að gera upp á milli þeirra, — en kannski er það bara veik- leiki einn. Tónlist Minnie Riperton er virkilega sönn, — sennilega það sem fólk kallar að komi frá hjartanu. Tónlist Minnie er hún sjálf og mér finnst hún svo hreinskilin og sönn á plötunum sinum, að ég fæ það á tilfinn- inguna að það sé ekkert hjá henni, sem heitir gcrvi cða fals. Hún er sjálfri sér trú og þess vegna er tónlist hennar ó- endanlega góð. Kannski finnst ykkur að ég viti heilmikið um Minnie Riperton, en sannast sagna vcit ég ekkert um hana annað en það, sem plötur hennar hafa sagt mér, — og það er meira en margan grunar. fcg tek ekki oft orðið snill- ingur mér I munn, enda er það störyrði, sem ber að nota með gætni. Um Minnie Riperton er ekki hægt að viðhafa neitt aitnað orð. G.S. LP-PLATA VIKUNNAR: MlHNIE RIPERTON — ADVENTURES IN PARADISE ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ HLJÓMSVEITIN Weather Rcport er án efa sú nútíma- jasshljómsveit, sem nýtur einna mestrar hylli þessa dag- ana, ásamt þeim Herbie Han- cock og Miles Davis. Weather Report telst til þeirra „þyngri” I nútimajass- inum, þó svo að hún flytji ekki fráhrindandi og tormelta tónlist. Maður þarf bara að hlusta betur og með meiri at- hygli en venjulega. Nýjustu plötu sina kalla hljómsveitarmeðlimirnir Tale Spinnin’, og sem fyrr fer ekki á milli mála er maður hlustar á þá, að þar er hæfileikamað- ur i hverju sæti. Nú sem áður ber mest á snillingnum Josef Zawinul, en hann leikur á piano, orgel, synthizer og melódiku með meiru, á þann hátt, að Is- lenzka tungan á ekki til rétt lýsingarorð yfir það. Þá má benda á samspil bassa og trommuleikara, sem eru eins og samtengdir heilar á köfl- um, og Wayne Shorter, sem þenur saxafóninn af mikilli leikni og innlifun, en hann var kosinn bezti saxafónleikarinn I bandariska jassblaðinu Down- beat i fyrra. Um tónlistina á plötunni er það að segja, að hún er i einu orði sagt frábær. Lögin eru sett saman úr mörgum melódium, sem flétt- að er saman með tilheyrandi innskotum. Þessi hæfileiki kemur svo út sem heilsteypt lag, en ekki sem meltingar- truflun, þótt ótrúlegt sé, eða eins og mikill aðdáandi þeirra sagði eitt sinn: „Þcir eru léttir og skemmtilegir”. G.G. I i ■t ¥ 5 ! ¥ ¥ ¥ I ¥ t LP-PLATA VIKUNNAR: WEATHER REPORT — TALE SPINNIN ★ ★ NC KEMUR litil sorgarsaga. Þið eruð eflaust búin að lesa hina miklu lofgrein um Weathcr Report (ef ekki, þá iesið hana strax). Þar sáuð þið, að saxafónleikarinn þeirra heitir Wayne Shorter, og hann stóð sig bara vel á Weather Report-plötunni. Nú hefur þessi sami Shorter gert sóló-plötu, sem hann nefndi Native Dancer, og hef- ur hann smalað saman ýms- um stjörnum og þekktum nöfnum, eins og t.d. Ilerbie Hancock. A plötunni er flutt einskonar sambland af nútimajass og latneskri tónlist, sem er ekki við mitt hæfi, —og ég get ekki skilið, hvers vegna hæfileika- maður eins og Wayne Shorter getur gert svona leiðinlega hluti. Að visu er eitt gott lag á plötunni, Ponta De Areia, en hin lögin eru ýmist leiðinleg eða þau drukkna I meðal- mennskunni. Við skulum þó ekki gleyma þvi sem vel er gert, hljóðfæraleikurinn er oft mjög góður, — en lögin þvi miður... G.G. HIjómplötudeild FACO hefur lónað síðunni þessar plötur Hann spilaði rassinn úr buxun- um! 4. skammtur BARÐASKAMMTUR 0g ®nn fór Barði 1 hliómsveit Barði fór að vinna hjá rakara. Barði fór f hljómsveit. , , Rekinn. Þeir foru i hár saman! Hann gekk á lagið! „ . . .. D . U1.. Og enn a ny for Barði 1 hljom Barði fór að vinna hjá skósmið. Barði fór i aðra hljómsveit. sveit. Rekinn. Rekinn. Rekinn. Hann hringsólaði! Hann tók i sama streng og hinir. Hann sló þá út af laginu! •***************************+*****************+*****************************************

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.